Stefnir í að neyðarfundur leiðtoga evrusvæðis sem ekki má mistakast, það einmitt geri!

Það virðist hreinlega stefna í niðurbrot evrunnar. Með hvaða hætti? Líklegast er að það eigi sér stað með þeim hætti - fyrst í stað - að evrusvæði klofni í lokuð hólf. Þá á ég við, að lönd í vanda eins og Spánn, loki á flutninga á fjármagni yfir landamæri, mjög líklega skömmu síðar - jafnvel innan sömu viku, Ítalía. Svo myndi mjög fljótt önnur lönd í S-Evrópu neyðast til að gera slíkt hið sama.

Það getur hugsanlega allt gerst innan sömu vikunnar. Svo er það löndin í N-Evrópu. En þangað mundi flóð peninga leita. 

Og það má vera að þau muni einnig setja á höft, en þá frekar á innstreymi en út. Þannig, að á einni til tveim vikum, getur það verið búið - að frjálsir fjármagnsflutningar taki enda.

Áfram er hvert land með evru - en nú fer hvert fjármálakerfi fyrir sig að þróast í sjálfstæðar áttir. Það getur þítt, eða mun líklega þíða, ólíka verðþróun.

Um leið og að þessum punkti er komið - - verður mjög líklega ekki aftur snúið.

Þetta er mín persónulega sviðsmynd - - með tíð og tíma, myndu löndin hvert eftir öðru, endurvekja sinn gamla gjaldmiðil.

Heildarferlið gæti tekið allt að 2 ár, frá því að það ástand myndast - að evran er inni í lokuðum hólfum.

En höftin væru biðleikur - sem unnt er að grípa til, sem redding á neyðarstundu.

En þróunin yrði líklega sú, að þau myndu reynast mjög lek, þannig að fjármagn myndi áfram leka úr löndum, þaðan sem það vill flýgja - þannig að þau yrðu fyrst til að hefja prentun eigin peninga.

Því valkosturinn væri - peningaþurrð sem getur endað í "barter" eða upptaka eigin peninga, þá er meginhættan "verðbólga" sem er þó mun skárra ástand, en að peningar séu vart lengur til innan hagkerfisins.

Þá grasserar svarti markaðurinn sem aldrei fyrr - tekjur ríkisins hrynja mjög saman, því það getur mjög erfiðlega skattlagt "barter."

Ef á að verja félagleg þjónustukerfi, væri gersamlega óhjákvæmilegt að taka á ný upp eigin gjaldmiðla í þeim löndum.

Og eftir því sem þeim myndi fjölga - og flr. hætta alveg með evruna, því meir magnast tapið í bönkum sem eiga eignir í öðrum löndum í evrum, sem verður þá boðið að fá greitt í pesetum eða drögmum eða lírum o.s.frv.

Og ef allir hætta, þá verður það væntanlega útkoman, þ.s. evran hættir þá að vera til, að af skuldbindingum verður greitt í gjaldmiðli hvers lands - skuldum sem tilheyra hverju hagkerfi þó svo þær séu í eigu erlendra banka, verða þá hluti af því gjaldmiðilsskerfi.

Það er eina leiðin - að binda enda á það "kaos" sem mun upp spretta. Lagalega kaos.

En tapið verður óskaplegt!

Upphæðirnar eru svo svimandi - að fólki örugglega sundlar!

Takið eftir, innistæður í bankakerfi Evrusvæðis: 17.000ma.€.

Og heildareignir bankakerfis Evrusvæðis: 34.000ma.€.

Til samanburðar, landsframleiðsla samanlagt 2011 á evrusvæði: 9.410,73ma.€

Heildarþjóðarframleiðsla Þýskalands 2011: 2.570ma.€.

  • Umfang bankakerfis evrusvæðis er 3,6 föld þjóðarframleiðsla alls svæðisins.
  • Og innistæður eru, einungis 1,8 föld þjóðarframleiðsla sameinaðs evrusvæðis.

Þessir peninga munu miklu leiti gufa upp!

Myndin sýnir hvað fellur á Þýskaland - þegar evran dettur um koll!

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/germany_total_claims_within_the_ez_system.jpg

"Even if Germany is willing, it's too small to save the eurozone on its own, according to analysts at Lombard Odier. In a note published today, Stephanie Kretz says Germany cannot support ailing eurozone economies without its debt burden rising "explosively": "With €17 trillion of deposits and a total asset base of €34 trillion, the eurozone banking system dewarfs the €1.2 trillion German tax base [...] Yet, Germany is putting vast sums of money into the eurozone rescue system, acting as if it can prevent the GIIPS countries (Greece, Ireland, Italy, Portugal, Spain) from defaulting. The chart shows Germany's total claims within the euro system as a percentage of its GDP...According to the IFO institute, German losses via all European bail-out funds if the GIIPS countries were to default amount to €704bn. Whilst this would not bankrupt the country, this would apply a very worrying increaqse in Germany's debt to GDP ratio."

 

Ágreiningur leiðtoga evrusvæðis virðist magnast fremur en hitt, á sama tíma og klár andstaða við þær aðgerðir sem klárt þarf, ef bjarga á málum - magnast í fj. aðildarríkja!

Bendi á mjög góða grein Der Spiegal International:

The Disastrous Consequences of a Euro Crash

Sjá einnig grein mína frá sl. sunnudag: Enn einn misheppnaði fundurinn krystallar ágreining leiðtoga Spánar, Frakklands, Ítalíu og Þýskalands!!

 

Eitt er t.d. ljóst - að einungis er mögulegt að bjarga málum með: 

  1. Prentun.
  2. Eða búa til Bandar. Evrópu.

En samtímis er klárt, að andstaðan við slíkar hugmyndir fer hratt vaxandi!

--------------------------------------

Sjá t.d.: Anti-austerity mood strikes Dutch voters

Vandamál evrusvæðis eru allt í einu orðin meginkosningamálið í Hollandi, og fylgi fer hratt vaxandi við - stefnumörkun sem myndi ganga þvert á þá stefnu sem ríkisstjórn Þýskalands hefur verið að standa fyrir; þ.e. líkur á að Holland eins og Frakkland, muni taka aðra stefnu eftir kosningar.

Svo það eru komnar vöflur á forsætisráðherrann - sem nú vill allt í einu bakka með aðgerðir, sem hann hafði áður lýst yfir. 

Að auki, hafa bæði megin hægri flokkurinn og megin vinstri, lýst yfir einarðri andstöðu við hugmyndir - um frekara afsal sjálfstæðis.

Svo alveg sama hvort verður hægri- eða vinstristjórn í Hollandi, munu hollendingar hafna frekara samruna.

Það er nánast val um að - hverfa frá evrunni! Hvort sem þeir átta sig á því eða ekki!

"Mr. Rutte - "I don't believe in a Europe where you hand over sovereignty," -"Mark Harbers, the Liberal's finance spokesman, told the Financial Times the Netherlands would resist "more political intergration, an unconditional banking union or eurobonds." - "And on Saturday Mr Rutte disavowed some of the austerity measures promised in the government's 2013 budget to meet EU deficit limits, saying he would find different ones if he won the election, possibly including billions in cuts to development aid."

"Ewout Irrgang the Socialist' finance spokesman" - "We're no supporters of a European political union. We don't want a United States of Europe."

--------------------------------------

Þessi dásamlega mynd sem sýnir Merkel rífast við Mariano Rajoy og François Hollande í beinni fyrir framan fjölmiðla heimsins, meðan Mario Monti stendur eins og ílla gerður hlutur!

 

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/merkel_rajoy_hollande_monti.jpg

Þetta sagði Merkel þann dag: ""Each country wants to help but if I am going to call on taxpayers in Germany, I must have guarantees that all is under control. Responsibility and control go hand in hand,"" - ""If I give moneystriaght to Spanish banks, I can't control what they do. That is how the treaties are written,""

Þetta sagði Hollande þá: "There will be no transfer of sovereignty without greater solidarity, " he said acidly." - - hótar að hindra allar breytingar á stjórnkerfi evrusvæðis, nema að hann fái fyrst Merkelu til að samþykkja, verulegar tilhliðranir við Ítalíu, Spán og Frakkland. En þau 3, hafa ekki áhuga á að fara í það spennitreyju kerfi sem Merkel hefur hannað, og þ.e. þ.s. hún meinar, þegar hún hafnar að afhenda peninga án skilyrða - þ.e. kerfið sem felur í sér afhendingu sjálfstæðis gegn afhendingu peninga. Þeir eru ekki alveg til í að láta Þýskaland, ráða yfir sér! Og Þýskaland vill ekki afhenda peninga, nema að það ráði yfir því - hvernig þeir peningar eru notaðir!

Hvað sagði svo Merkel á mánudag, daginn eftir sunnudagsfundinn með þeim félögum?

Merkel Hardens Resistance to Euro-Area Debt Sharing

Orð hennar sína að hún hefur ekki gefið eftir "tánögl."

"Merkel, speaking to a conference in Berlin today as Spain announced it would formally seek aid for its banks, dismissed “euro bonds, euro bills and European deposit insurance with joint liability and much more” as “economically wrong and counterproductive,” saying that they ran against the German constitution."

"Merkel said. “I say quite openly: when I think of the summit on Thursday I’m concerned that once again the discussion will be far too much about all kinds of ideas for joint liability and far too little about improved oversight and structural measures.”"

"“Liability and control have to be in balance,” she said. “So the goal has to be a political union in which the standard is whatever is the best, not mediocrity.”"

  • Eitt vandamálið er - að Merkel vill bara tala um framtíðar-ráðstafanir. Sem tekur marga mánuði til upp í einhver árafjöld, að hrinda í framkvæmd.
  • Meðan að vandi evrunnar nú - er bráðavandi, sem þarf reddingu á þegar í stað, ekki einhverntíma á næsta ári eða þarnæsta.

Auðvitað getur verið - að hún ætli sér að vera veggurinn sem allt brýtur á.

Og er hún hefur fengið allt sitt fram, fái menn þær aðgerðir sem beðið er um - en þá verður evran væntanlega hrunin!

  • En eitt er ljóst, að hugmyndir hennar þ.s. hún segir, að fyrirmyndin eigi að vera sú besta - þá meinar hún Þýskaland - getur ekki gengið upp.
  • Það geta ekki öll löndin orðið eins og Þýskaland - það er ekki bara að ekki er tími til þess, það er ekki heldur vilji til þess í hinum löndunum, að verða eins og Þýskaland.
  • Fyrir utan, að niðurskurðarleiðin - sem hún vill fara, og hefur ekki gefið eftir enn tánögl gagnvart, er gersamlega ófær fyrir þjóðir sem skulda svo óskaplega mikið - eins og þjóðir S-Evrópu gera.

Reynið að ímynda ykkur, Ítalíu - að ef hennar hagkerfi skreppur saman um 20-25% eins og hagkerfi Eystrasaltlandanna gerðu, auk 10% viðbót á atvinnuleysi.

Ímyndið ykkur Spán þegar með um 25% atvinnuleysi.

Sjáið fyrir ykkur ríkisskuldir þeirra aukast um 1/4 eða 1/5, og sennilega nær helming a.m.k. þegar allt er talið.

Það er mikill munur að vera í upphafsskuldastöðunni milli 20-30% eins og var með litlu Eystrasaltlöndin, þess vegna var það hægt!

Það er eins og að enginn, alls enginn, skilningur sé innan Þýskalands - að efnahagsplanið er ófært fullkomlega með öllu.

Og harða andstaðan sem er að brjótast fram í Frakklandi - með Hollande í broddi fylkingar, er ekki síst vegna þess, hve augljóslega fullkomlega óframkvæmanlegt það er.

Að auki ekki síst, vegna þess að það mun einnig óhjákvæmilega leiða fram ríkisþrot Frakklands.

Afstaðan er að harðna - mjög sjáanlega.

Og viljinn til að ná samkomulagi - fer að því er virðist hratt minnkandi!

--------------------------------------

Útspil Framkvæmdastjórnarinnar er eins og "álfur út úr hól" í þessu samhengi!

Delors and Schmidt back eurozone debt agency

EU could rewrite eurozone budgets

Allt útspilið virðist fylgja grunni hugmynda Merkelar um "sameiginlega hagstjórn" sem byggist að því er virðist, fyrst og fremst á mjög stórfellt aukinni yfirsjón stofnana ESB með því, að aðildarríki evrusvæðis muni í framtíðinni - fylgja þeirri hagfræðilegu spenniteygju sem Merkel vill að öll aðildarríkin fylgi; þ.e. stefnan sem ég segi að ofan "fullkomlega óframkvæmanlega."

Og takið eftir þessum dásamlega texta: "A group of leading European figures are to propose creating a debt agency to issue commonly backed eurozone bonds in return for governments ceding more control over national budgets." - "The core principle should be: sovereignty end when solvency end." - "the economist write in a 49-page report to be published on Tuesday." - "At the same time, the euro area as a whole should ensure that adequately priced access to sovereign financing is generally possible, also in crisis time."

Maður getur séð fyrir sér François Hollande fölna við tilhugsunina!

En það er svo gersamlega ljóst - að stefnan, mun framkalla röð gjaldþrota Spánar, svo Ítalíu og þá kemur röðin að sjálfu Frakklandi.

Þess vegna var Hollande að tala um "solitarity" þ.e. heimtar peningana á borðið núna, en ekki gegnt því sem í reynd yrði - afnám sjálfstæðis Frakklands sjálfs.

Ég er að tala um raunverulegt afnám þess!

Í slíku ástandi, myndi Þýskaland í reynd ráða öllu!

Ef maður ímyndar sér, að kerfið hryndi ekki sem það gerir, en þá myndi Merkel ráða nánast ein - því öll hin stóru löndin væru búin að afhenda sjálfstæði sitt til stofnana ESB, því í reynd til Þýskalands því Þýskaland myndi vera þar innan við þær aðstæður nær einrátt.

--------------------------------------

Evrusvæði yrði "Pax Germanicum."

Þess vegna - því þetta er orðið að sjálfstæðismáli:

  1. Munu Frakkland - Ítalía og Spánn, hafna þessari leið.
  2. Og Merkel mun hafna þeirra tillögum.
  • Og fundurinn sem ekki má misheppnast - mun einmitt það gera!

 

 

Niðurstaða

Það virðist virkilega stefna á að evran sé á leið í sögubækurnar, sem misheppnuð tilraun - sem nokkurs konar ofris svokallaðrar samrunaþróunar; sem leiddi til hruns hennar. Líkurnar eru sterkar á þeirri útkomu, þó ekki sé útilokað að ESB lifi af í smættuðu hlutverki.

Horfið væri til baka, til þess tíma er það var einungis Evrópubandalagið þ.e. megni til frýverslunarbandalag.

En hættan er að það springi alveg í tætlur, og við taki algerlega ný sviðsmynd.

--------------------------------------

Hvað gerist í næstu viku? Sú vika verður líklega spennandi. En ég á ekki von á að það gerist þá strax, að evrusvæði klofni í einingar utan um hver ríki fyrir sig. Heldur, reikna ég með að þá fari fyrir alvöru að bera á auknum flótta fjármagns frá S-Evrópu til N-Evrópu.

Að auki, mun sennilega vaxtakrafa Spánar hækka um vikulok í kringum 8%, krafa Ítalíu getur þá farið nærri 7% jafnvel í 7%. Með öðrum orðum "hröð contagion."

Svo er það spurning hvort það tekur einhverjar vikur eða skemmri tíma, fyrir fjármagnsflóttann að ágerast svo hann verði að slíku flóði, að löndin verði hvert og eitt fyrir sig, að setja á höft.

Má jafnvel vera, að Þýskaland geri það sjálft á undan sumum - þá á innflæði. 

En atriði sem þarf að fylgjast með - er hve hratt lausafé streymir út úr "Target2" kerfinu, sem megni til er haldið uppi af Þýskalandi - - en Þýskaland, gæti ákveðið að skrúfa fyrir kranann, svo að skuldbindingar sem falla á Þýskaland sjá mynd að ofan blási ekki hratt út, sem mun einmitt gerast - - ef fjármagnsflótti verður að flóði! Ef Þýskaland skrúfar fyrir þann krana - geta lönd með fjármagnsflótta ekki lengur fjármagnað hann í gegnum seðlabankakerfið. Og þá einnig, er það kerfi hrunið. Þá neyðast þau lönd, að hefja prentun eigin peninga eins fljótt og þau geta.

Danmörk - Sviss og nokkur lönd með eigin gjaldmiðil, munu líklega taka upp drakoníska aðgerði, til að berjast við innflæði peninga.

Bæði lönd hafa lýst yfir, að þau muni beita "neikvæðum vöxtum" þ.e. "þú mátt koma með peninginn inn en þú greiðir varðveislugjald."

Spennandi tímar eru að fara í hönd!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úps! hálf svakalegar lýsingar hjá þér Einar, maður krossar bara fingur og vonar að ekki brjótist út ófriður. 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 26.6.2012 kl. 07:29

2 Smámynd: Ómar Gíslason

Er ekki í raun ódýrasta leiðin að hjálpa löndum eða hvetja þau til að taka upp eigin mynt.

Það er jafnvel hægt að hafa evrópska seðlabankann sem grunnstoð þar sem sú mynt yrði geymd þar.

Ómar Gíslason, 26.6.2012 kl. 10:57

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það má vera Skapti, en algerlega pottþétt að hún væri ekki farin.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.6.2012 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 21
  • Sl. sólarhring: 84
  • Sl. viku: 104
  • Frá upphafi: 846742

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 101
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband