AGS telur framundan verulegann samdrátt í fjármálakerfinu í Evrópu!

AGS gaf út í vikunni nýja skýrslu um heilsu fjármálakerfis heimsins, Global Financial Stability Report.

Það er góð spurning hvort neikvæða sviðsmyndin er að eiga sér stað sbr. að nýlega hefur evrukrýsan gosið upp eina ferðina enn, með fókus markaða á Spán og Ítalíu, Spán þó fremur.

En skv. því sem fram kemur, reiknar AGS með því að evrópskir bankar muni smætta heildarumfang sinna eigna/skulda um 2.600 milljarða dollara í jákvæðri sviðsmynd, en í hinni neikvæðu um 1.200 milljarða dollara til viðbótar, eða samtalst þá 3.800 milljarða dollara.

Þetta þíðir að heildarumfang láns-fjármagns dragist saman um 1,7% eða alls 4,4% í tilviki neikvæðrar sviðsmyndar.

Það samsvari rúml. 1% lækkun hagvaxtar eða rúml. 3%.

Munurinn er þá, hvort evrusvæði er í mildri kreppu eða ekki svo mildri.

 

Jákvæð sviðsmynd!

  • "In this scenario, which is embedded in the current WEO projections for a mild euro area recession in 2012, Europe’s banks are likely to face pressures to shed assets due to remaining funding concerns as well as the need to reshape their business and funding models.
  • The analysis in this GFSR suggests that 58 large EU-based banks could shrink their combined balance sheet by as much as $2.6 trillion (€2.0 trillion) through end-2013, or almost 7 percent of total assets (Table 1.2).
  • About a quarter of this deleveraging is projected to occur through a reduction in lending, as most is expected to come largely from sales of securities and noncore assets.
  • The impact on euro area credit supply is equivalent to about 1.7 percent of present credit outstanding.
  • In advanced economies, high-spread euro area countries face the biggest cutbacks in credit. In emerging markets, the impact would be hardest felt in Europe."
  • What are the policy steps that would bring about this upside scenario of complete policies?
  1. (1) sufficiently accommodative monetary policy, consistent with the objective of price stability and the recognition that deflationary dynamics, once in train, are particularly difficult to reverse; and
  2. (2) structural reforms that raise productivity, strengthen competitiveness, and thereby lay the foundation for stronger, sustained growth and more balanced external accounts in deficit countries. It is also necessary to deliver on the improvements in euro area economic governance that have already been agreed and which will entail significant further efforts to ensure political support for implementation.

Peningastefna hefur verið eftirgefanleg, þ.e. stýrivextir eru 1%. En ímsir segja að hún þurfi að vera eftirgefanlegri, þ.e. stýrivextir "0" og að auki þurfi að framkvæma verulega viðbótar peningaprentun.

En eitt er klárt, að ekki virðist miklar áhyggjur uppi vegna líklegrar hjöðnunar sem AGS áréttar, að geti reynst erfitt að stöðva ef hún nær að komast af stað. En áherslan á niðurskurð er mjög stíf skv. stefnu Framkvæmdastjórnar ESB - sem þrýstir mjög ákaft á aðildarríki að nálgast 3% hallamarkið sem fyrst.

Það að þrýsta svo ákaft á niðurskurð, stefna sem er innsigluð skv. Stöðugleika Sáttmála Angelu Merkelar, sérstaklega þegar aðildarríkin í S-Evrópu þurfa samtímis að kostnaðarlækka sig þvert yfir eigin hagkerfi; er nánast fullkomin uppskrift að verðhjöðnun.

Slík er einmitt mjög varasöm fyrir heilsu fjármálakerfa, því þá verðlækka eignir sem eru grunnur eiginfjár fjármálastofnana og samtímis, aukast greiðsluerfiðleikar því útlánatöp.

Þróun í átt að hjöðnun í hagkerfum Evrusvæðis sérstaklega í S-Evrópu er því augljós ógnun við jákvæðu sviðsmyndina.


In addition, this GFSR identifies two shortterm priorities for stabilization:
  1. A credible firewall that is large, robust, and flexible enough to stem contagion and facilitate the adjustment process in the highly indebted countries. The recent decision to combine the European Stability Mechanism (ESM) and the European Financial Stability Facility (EFSF) is welcome and, along with other recent European efforts, will strengthen the European crisis mechanism mechanism and support the IMF’s efforts to bolster the global firewall.
  2. Further progress on bank restructuring and resolution is essential to complement the bank capital and provisioning increases currently under way, backed, if necessary, by the firewall. Banks currently benefit from extraordinary ECB liquidity support, in some cases alongside national funding guarantees. The recent stabilization afforded by this support must be used to advance the necessary restructuring of weak banks and secure an orderly deleveraging process. In addition, regulators should ensure that banks exercise appropriate restraint on dividend and remuneration budgets to preserve capital buffers. To break the pernicious link between sovereigns and banks, the facilities constituting the euro area firewall should also be
    allowed to inject capital directly into banks if the situation warrants it.
    In time, a credible effective bail-in regime enabling prompt recapitalization through debt restructuring could be considered.2

Eldveggs hugmyndin er tvíeggjuð, í reynd er eldveggur því hættulegri sem stærri hann á að vera.

Það er einmitt þrýst á að hafa hann sem stærstann.

Vandinn við það að aðildarríkin leggi fram fé í svokallaðann björgunarsjóð, er sá að við það aukast þeirra skuldbindingar heilt yfir.

Meira að segja tiltölulega vel stæð lönd eins og Frakkland og Þýskaland, skulda milli 70-80% af þjóðarframleiðslu; sem er ekki lítið.

Nokkur ríki sem taka þátt í fjármögnun þessa "eldveggjar" skulda meira sem hlutfall af þjóðarframleiðslu.

Eldveggurinn getur því í reynd, haft sjálfstæð krýsumagnandi áhrif - með því að auka áhyggjur markaðarins, af fjárhagslegri stöðu aðildarríkja evrusvæðis.

Í reynd stuðlað að "contagion" að áhyggjur um stöðu aðildarríkja "dreifist" frekar.

 

Ég er að segja, að það sé nær útilokað að bankar á evrusvæði, verði endurfjármagnaðir af aðildarríkjunum - því það myndi auka of mikið skuldir ríkissjóðanna sjálfra.

  • Sem þá myndi magna upp skuldakrýsu þeirra sömu ríkissjóða, sem þá í staðinn myndi skapa ný vandamál í bankakerfinu.
  • Því skuldakreppan og bankakreppan hengur saman.

Þetta tekur út eina af meginforsendum sem AGS gefur sér - fyrir hinni jákvæðu sviðsmynd.

 

Sú hugmynd að "eldveggurinn" taki þátt í endurfjármögnun evrópskra bankastofnana er einnig varasöm. 

Bendi á að 6 stærstu bankarnir í Frakklandi eru samtals kringum 440% af þjóðarframleiðslu Frakklands.

Það virðist svo að þessir bankar séu hver um sig það stórir, að franska ríkið myndi lenda í vandræðum - ef það neyddist til að taka einhvern þeirra yfir.

Að taka þá alla yfir - sé útilokað, að sjálfsögðu.

Sem þíðir einnig, að franska ríkið klárt hefur ekki efni á því, að skuldsetja sig til þess, að aðstoða við þeirra endurfjármögnun.

Það setur franska ríkið í veika stöðu gagnvart eigin bönkum, þ.e. veika samningsstöðu.

Og þá er franska ríkið langt í frá sá ríkissjóður, sem er veikastur á svellinu gagnvart eigin bönkum.

----------------------

Ég nefni þetta til að sýna fram á, hve fjarstæðukennd sú hugmynd er, að Frakkland aðstoði ríkissjóði annarra aðildarríkja evrusvæðis, með því að leggja til fjármagn í púkk - í því að endurfjármagna banka í öðrum löndum evrusvæðis.

Ef það er fjarstæðukennt að Frakkland taki það að sér - er hugmyndin út úr korti - punktur.

 

Neikvæð sviðsmynd

  • In a more adverse scenario of weak policies, conditions could deteriorate to the point of reviving acute market tension.
  • This scenario could be triggered because the implementation of the policies under the current policies falls short of what has been agreed, national policies falter, political solidarity underpinning euro area reforms fragments, or shocks overwhelm the firewalls.
  • Under this scenario, credit spreads rise sharply again, pushing several sovereigns toward a bad equilibrium of prohibitive funding costs, worsening debt dynamics, and risks of illiquidity or financial repression.
  • Further stresses in the banking system could force banks to accelerate the deleveraging drive. As a result, EU banks could shed an additional $1.2 trillion in assets above the baseline by end-2013, or a further 3 percent of assets.
  • This retrenchment could reduce euro area credit supply by 4.4 percent and GDP by a further 1.4 percent from the baseline after two years.
  • Such large-scale deleveraging under the downside scenario would have consequences well beyond the euro area.
  • The fire sale of bank assets could have a significant impact on asset prices and market liquidity.
  • Through derivatives markets, stress could be transmitted to U.S. banks, even though their direct exposures to European banks and sovereigns are relatively low.
  • Moreover, a global retrenchment of credit could expose the external vulnerabilities of some emerging market economies, trigger additional portfolio outflows, and hurt their domestic financial stability.
  • While many emerging markets have substantial buffers and policy room to cope with external shocks, the weak policy scenario would have far-reaching negative repercussions, especially in emerging Europe.

Ég held þetta sé miklu mun líklegri sviðsmynd!

Ég sé ekki að ríkissjóðir aðildarríkja evrusvæðis - séu færir um að knýja fram endurfjármögnun evrópskra bankastofnana - því ríkissjóðirnir geta ekki með trúverðugum hætti hótað því að taka þá yfir, því þeir eru þegar of skuldsettir - til að geta slíkt í raun og veru.

En einungis með slíka trúverðuga hótun að baki - að hóta því að þurrka út eigendur banka með yfirtöku, og endurfjármögnun; væri unnt að knýja banka til að hegða sér betur.

Þess í stað muni bankastofnanir endurfjármagna sig sjálfar - og þ.s. eigendurnir vilja ekki útþynningu eign hluta; muni eigin endurfjármögnun einkum fara fram með sölu eigna og minnkun útlána.

Það er slæm útkoma þ.s. eignasala mun auka á rýrnun eignaverðs.

Samdráttur í útlánum, muna auka efnahagssamdrátt.

-----------------------

Lagt saman við samdráttaraðgerðir ríkissjóða, er þetta líklegt einmitt til að magna upp efnahagslega niðursveiflu og samtímis búa til verðhjöðnunar ástand.

 

Eina leiðin í boði til að forða því að þróun yfir í verðhjöðnun muni eiga sér stað á seinni hluta ársins, sýnist mér vera - skipulögð stórfelld peningaprentun.

En andstaða við slíkar peninga-dælur, hefur gosið upp á nýjan leik.

Svo þ.e. ólíklegt að prentað verði nóg til að forða slíku ástandi - nema í mesta lagi að verð falli þegar evrusvæði er skoðað sem heild.

En hjöðnun virðist nær örugg í ríkjum S-Evrópu, ásamt versnandi kreppuástandi.

 

Niðurstaða

Því miður fyrir starfsmenn AGS sem leitast við að finna bjartsýni í ástandinu, þá sýnist mér dekkri sviðsmyndin miklu mun líklegri.

En aðilar halda áfram að einblína á svokallaðan eldvegg - sem felur í sér að aðildarríki evrusvæðis leggja fram mikið fé og þannig auka sínar fjárhagslegu skuldbindingar, á sama tíma og þrýstingur fer vaxandi á þau sömu ríki - að skera hraðar niður útgjöld, og lækka skuldir sem hraðast.

Meðan á því stendur, standa aðildarríki evru frammi fyrir því að uppblásið bankakerfi Evrópu er ennþá í mjög fallvöltu ástandi, en vegna þess að það er uppblásið og vegna þess að aðildarríkin þegar eru of skuldug.

Þá hafa þau mjög lélegt tangarhald á bönkunum, því sú hótun að þurrka eigendur banka út með yfirtöku, virðist ekki hafa neinn trúverðugleika. 

Né virðist hafa trúverðugleika að ríkissjóðirnir séu færir um að, leggja fram mikið fé til að aðstoða eigin banka við endurfjármögnun. 

Líkur virðast því yfirgnæfandi um það, að eigendur banka munu ráða því hvernig þeir muni stýra málum - og þeir muni það gera skv. eigin hag, sem er að þinna ekki út eigin eign, svo ekki verði um hlutafjáraukningu. Heldur frekar sölu eigna og minnkun útlána.

Sem er slæmt fyrir ríkissjóðina því það magnar samdráttartilhneygingar í sömu hagkerfum, sem og að hefur verðhjaðnandi áhrif.

Þ.s. ríkin hafa að því er best verður séð, ekki getu eigin skulda vegna - til þess að auka sinn halla til að styðja við eigin hagkerfi.

Sé eini aðilinn eftir sem í reynd geti eitthvað, Seðlabanki Evrópu.

En bara aðeins ef hann fær að prenta - prenta og prenta.

-----------------------

Annars sé Evrópa á leið inn í langvarandi samdráttar og hjöðnunarskeið eins og þ.s. Japan lenti í, á 10. áratugnum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 213
  • Sl. sólarhring: 273
  • Sl. viku: 296
  • Frá upphafi: 846934

Annað

  • Innlit í dag: 201
  • Innlit sl. viku: 283
  • Gestir í dag: 196
  • IP-tölur í dag: 196

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband