Ráðherrar evrusvæðis samþykkja að stækka björgunarsjóð þess!

Eins og hefur fram að þessu verið reyndin með afgreiðslu ráðherra evrusvæðis á tilraunum til þess að stækka björgunarsjóðakerfi svæðisins, þá er ekki allt sem sýnist.

  • En skv. frétt Financial Times er um stækkun í 700ma.€ að ræða:

Eurozone acts to quell contagion fears

  • En frétt Der Spiegel, um 800ma.€.:

'Even a 1-Trillion Euro Firewall Wouldn't Be Enough'

 

En þetta er svokallað "fudge" þ.e. - sjónhverfingar!

"Austrian Finance Minister Maria Fekter announced on Friday that the permanent euro rescue fund, the European Stability Mechanism (ESM), would be expanded,

  • by considering the around €200 billion in current bailouts as being separate from the €500 billion earmarked for the ESM --

originally, the €500 billion figure was to have included the €200 billion in existing aid. The ESM, which is due to come into operation in mid-2012,

  • will also be boosted by including around €100 billion in bilateral aid that was given to Greece in 2010, as well as aid from other EU funds,

bringing the firewall's total capacity to over €800 billion."

 

  1. Eins og sést af þessu, þá er raunveruleg sjóðsstaða, 500ma.€.
  2. Og þá einungis þegar "ESM" verður fullfjármagnaður.
  3. 200ma.€ sem fellt er inn í nýja sjóðinn, er í reynd yfirfærsla á björgunarprógrammi Grikklands, Írlands og Portúgals - þ.e. þegar veittum lánum til þeirra, yfir í hinn nýja sjóð. Að sjálfsögðu er á hæsta máta undarlegt, að líta svo á að slík yfirfærsla stækki sjóðinn um 200ma.€. Þ.s. þetta eru útistandandi lán - þ.e. fé sem ekki verður hægt að lána út þ.s. þ.e. þegar í útláni.
  4. Skemmtilegt síðan, að 100ma.€ sjóður sem áður var rekinn sem sérstök eining, skuli færður undir ESM. Mér sýnist það einungis gert til þess, að geta sagt það í fjölmiðlum að björgunarkerfið sé komið í 1.000ma.$ - - tala sem hljómar vel þegar frá henni er sagt :) 

Til að vera algerlega sanngjarn - skal það þó tekið fram, að í þessum gerningi felst loforð um raunverulega stækkun.

Þ.e. að ESM í reynd hafi 500ma.€ í sjóði til útlána.

En áður stóð til að fella 200ma.€ prógrammið inn í ESM, þannig að hann væri í reynd einungis með 300ma.€ útlánagetu.

Hin raunverulega aukning er því um 200ma.€.

En það verður "hæpað" að sjóðakerfið sé nú 800ma.€ eða 1.000ma.$.

Þó menn þyrftu að vera virkilega heimskir til að taka því trúanlegu.

 

 

Niðurstaða

Stækkun ESM þ.e. framtíðar björgunarsjóðs Evrusvæðis virðist í reynd vera 200ma.€. Það er, að tryggt verði að ESM hafi í reynd getu til lánveitinga upp á 500ma.€.

Fram að þessu, virðist sem hann hefði í reynd einungis haft getu til lánveitinga upp á 300ma.€.

En það virðst sem alltaf hafi staðið til að fella núverandi lánprógrömm inn i nýja sjóðakerfið.

Tal þess efnis að sjóðurinn sé annaðhvort 700ma.€ eða 800ma.€; sé villandi.

Þ.s. hann muni ekki hafa fé til útlána nema upp á 500ma.€, eins og ég skil enska textann að ofan.

------------------------

Við verðum þá að vona að Spánn plummi sig, en þetta fé er langt í frá nægilegt til að bjarga Spáni. Ítalía er enn stærri biti.

Þannig að ástandið er í reynd óbreitt hvað getu gagnvart hugsanlegri björgun Spánar og Ítalíu vaðrar.

En hið minnsta mun kerfið ráða við Írland, Grikkland og Portúgal.

En þau öll munu mjög líklega þurfa frekari lánveitingar - og síðan afskriftir.

 

Það verður mjög spennandi að fylgjast með framvindu Spánar sérstaklega á næstunni, en Spánn er klárt kominn undir smásjána!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 760
  • Frá upphafi: 846641

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 696
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband