Írland ætlar að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um "Stöðugleika sáttmála" Angelu Merkelar og Nicolas Sarkozy!

Þetta verður að teljast frétt þriðjudagsins, ég reikna með því að hinir og þessir á evrusvæði taki andköf, enda hefur írska þjóðin greitt atkvæði um allar meiriháttar breytingar á sáttmálum ESB sl. 20 ár eða svo, og í tvö skipti hefur írska þjóðin sagt "Nei."

Reyndar í kjölfarið í bæði skiptin, voru írskir kjósendur látnir kjósa aftur - síðar. Og, og þá komst dæmið í gegn í bæði skiptin, en þó fengu Írar einhverjar tilhliðranir í hvort skipti. 

Skv. frétt Financial Times: Ireland calls vote on European fiscal pact

Sjá einnig Irish Times: Referendum to be held on European fiscal compact

Þá kemur ákvörðun forsætisráðherra Írlands í kjölfar greiningar færustu sérfræðinga írskra stjv. á írskum stjórnlögum, að ekki væri um annað að ræða miðað við ákvæði írsku stjórnarskrárinnar.

Sjá yfirlísingu forsætisráðherra Írlands:

Statement by the Taoiseach, Mr. Enda Kenny TD to Dáil Éireann Tuesday, 28th February 2012

Irish times er einnig með texta sáttmála Merkelar og Sarkozy: Full text: EU fiscal compact treaty

  • Skv. fréttum styðja 40% Íra sáttmálann, 36% eru á móti, en 24% eru óákveðnir.
  • Miðað við nýlegar kannanir.

Í frétt FT er haft eftir ónefndum embættismanni í Brussel, að í þetta sinn muni írskir kjósendur vakna upp daginn eftir, og enn vera í evrunni - spurning hvað hann meinti akkúrat.

Mig grunar að hann sé að íja að því, að sjálf evruaðild Írlands sé í húfi. Írar muni velja að vera áfram inni.

En ég sé ekki hvernig það geti i reynd verið, því þó svo að hugmyndin sé að sáttmálinn gildi fyrir allar aðildarþjóðir evru - og fram að þessu hafi engin aðildarþjóð evru skorast undan honum.

Þá eigi að síður, þíðir "Nei" Breta að sáttmálinn varð ekki hluti að lögum ESB, þannig að hann er í reynd utan við lög og sáttmála þess.

Meðan að evran er bundin inn í sáttmála ESB, síðast er ég vissi var þar ekki að finna nein brottrekstrar ákvæði þ.s. gert var ráð fyrir því á sínum tíma að evran væri að eilífu - og enginn myndi heltast úr lestinni.

Sem þíðir, ég sé ekki neina löglega leið, til þess að íta írum út úr evrunni, ef þeir kjósa "nei."

Fræðilega myndi vera hægt af öllum hinum þjóðunum að stofna til nýs gjaldmiðils - þetta segi ég bara til að sína fram á hve absúrd þ.e. að halda því fram, að írum verði þá bara hent út.

Sem kemur ekki endilega í veg fyrir, að það verði í uppi hræðsluáróður.

Að vísu mun "Nei" þíða að Írar munu ekki geta fengið lán frá "ES - European Stability Mechanism" þ.e. framtíðarlánasjóði evrusvæðis, en málið er að sá sjóður sem tekur til starfa í júlí, og hinsvegar "ESFS" eða núverandi neyðarlánasjóður, starfa utan við sáttmála ESB.

Þeir eru ekki hluti af lögum ESB - með öðrum orðum. Þetta var vegna þess, að það er í reynd ólöglegt skv. sáttmálum ESB fyrir stofnanir á vegum ESB að veita einstökum aðildarríkjum neyðarlán. Svo það var ekki um annað að ræða, en að stofna til "ESFS" sem sjálfstæðrar stofnunar utan við lög og sáttmála sambandsins.

Sú stofnun er algerlega "intergovernmental" þ.e. stýrð af eigendum sínum, sem eru aðildarríkin sem veita til hennar fé. Með öðrum orðum, ríkisstjórnir evrusvæðisríkja stjórna þessu apparati án stofnana ESB sem milliliða.

Það sama á við um hinn nýja "ES" - og þ.s. hann er hvort sem er utan við sáttmála ESB, hafa Angela Merkel og Nicola Sarkozy náð því fram í samkomulagi við hinar aðildarþjóðir evru, að aðild að "Stöðugleikasáttmálanum" verði skilyrði fyrir því að koma til greina að fá lán frá þeim lánasjóði.

  • Þetta aftur á móti er ekki það sama, og vera hent út úr evrunni.
  • Írar eru í mun skárri málum en Grikkland eða Portúgal, og ekki loku fyrir skotið að þeim takist að klára dæmið, með núverandi lánum frá "ESFS".

---------------------------

Í FT var haft eftir öðrum embættismanni í Brussel, að verið geti að í krafti þjóðaratkvæðagreiðslunnar, öðlist Írland viðbótar samningsstöðu - en írar hafa viljað verja tiltekin sérákvæði, t.d. það að þar eru mjög lágir skattar á fyrirtæki, sem frakkar hafa verið fremstir í flokki að vilja eyðileggja fyrir þeim, með því að færa inn í lög ESB ákvæði um lágmarks fyrirtækjaskatt, undir yfirskini samræmingar. 

Á Írlandi er framganga frakka mjög óvinsæl, og lági skatturinn nýtur almenns stuðnings. 

Þannig, að það má vera, að írskir stjórnmálamenn geti notfært sér málið, til að tryggja að þeir raunverulega haldi lága skattinum, t.d.

 

Ein áhugaverð viðbrögð - forstjóri eins stærsta fyrirtækis Írlands:

Myles Lee, chief executive, CRH:What Ireland has managed to do over the last year or so is to move out of the headlights in terms of the European focus and enable the country to get on with dealing with the issues and restructuring. This puts the spotlight back onto Ireland again. The whole dealing with the various eurozone crisis has progressed at a relatively slow pace through various processes in the last six months and I suppose anything else that drags it out further isn't that helpful.

Hann hefur sem sagt áhyggjur af því, að kastljós fjölmiðla heimsins beinist að Írlandi á ný, í ljósi þess að vandamál evrusvæðis séu enn mikið til óleyst, frekari tafir þar um séu ekki til góðs.

 

Niðurstaða

Ljóst er af máli Enda Kenny og margra annarra stjórnmálamanna á Írlandi, að það verður róið á það, að írar verði að segja "Já" svo þeir haldi evrunni, þó svo að hvergi sé að finna stafkrók um það í lögum eða sáttmálum ESB, sem heimilar það að reka einstök ríki út úr evrunni.

Sannarlega hafa Merkel og Sarkozy hug á að koma "Stöðugleikasáttmála" sínum inn í sáttmála sambandsins, en það mun ekki takast fyrr en það næst samkomulag við Breta, um það að þeir dragi "Nei" sitt til baka.

Það munu Bretar ekki gera, án þess að fá e-h mikilvægt fyrir sinn snúð á móti. Að vísu eru tékkar einnig búnir að ákveða að vera ekki með. En þeir sögðu ekki "nei" í það mikilvæga skipti.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 253
  • Sl. sólarhring: 299
  • Sl. viku: 336
  • Frá upphafi: 846974

Annað

  • Innlit í dag: 239
  • Innlit sl. viku: 321
  • Gestir í dag: 230
  • IP-tölur í dag: 230

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband