Er friður í Ísrael mögulegur?

Ég er einn af þessum bjartsýnu einstaklingum sem trúa því að allt sé manninum fært, þegar kemur að deilum sem eingöngu snúast um þarfir og/eða hugmyndir hópa. Sérstaklega þegar mjög auðvelt er að sýna fram á, að báðir hóparnir geta grætt og það mikið, af varanlegum friði.

Ég rakst um daginn á áhugaverða viðtalsgrein í ensku útgáfunni af Der Spiegel. Viðtalið er við Sari Nusseibeh sem er einn þekktasti og virtasti fræðimaðurinn meðal palestínumanna. Sjá:

'The Pursuit of a Two-State Solution Is a Fantasy'

 

Fyrst eru það grunnþarfir!

Það fyrsta eru varnir og ytra öryggi -  til að útskýra þann punkt hef ég brugðið upp tveim kortum af Ísrael, þ.s. annað er landslagskort hitt dæmigert kort sem sýnir landamæri.

Með því að bera saman þessi kort, ætti að vera auðvelt að skilja af hverju ísraelski herinn leggur svo mikla áherslu á að stjórna ytri landamærum sem markast af ánni Jórdan, Dauðahafinu og þ.s. í Biblíunni er kallað Galíleuvatn.

Þetta er einfaldlega varnarlína gagnvart hugsanlegri innrás frá þeirri átt, ásamt því að hæðirnar fyrir ofan sem eru byggðir Palestínumanna þ.e. svokallaður Vesturbakki, dóminera svæðið varnarlega en fallbyssustæði þar geta mjög auðveldlega gert láglendið við ána að svokölluðu "dauðasvæði - en þar er ekkert skjól."

Ísrael er eiginlega ekki verjanlegt án hæðanna sem eru meginbyggðir Palestínumanna. En hæðirnar dóminera einnig láglendið við ströndina, sem eru meginbyggðir Ísraela. Byssustæði í hæðunum geta einnig á skömmum tíma breytt öllum borgum og bægjum á því svæði í rústahrúgur, borgunum í grafreiti.

Þ.s. þetta segir, er að út frá þeim grunnhagsmunum að verja landið, sé það gersamlega óhugsandi að gefa eftir Vesturbakkann.

Út frá eigin hagsmunum Ísraela sé það því óhugsandi að veita Palestínumönnum raunverulegt sjálfstæði í eigin fullvalda ríki. Ísrael myndi ekki geta sætt sig við annað en verja áfram sömu ytri landamæri, að hafa enn herstöðvar á mikilvægum stöðum á svæðinu, svo áfram verði unnt að tryggja hinar ytri varnir, og að ekki verði það svæði notað hugsanlega til árása á láglendið við ströndina.

 Topographical map of Israel

Hef verið þeirrar skoðunar að eitt sameiginlegt ríki sé eina hugsanlega færa lausnin, alla tíð síðan Ariel Sharon hóf að reisa sinn ófræga múr.

Lausn verður að taka tillit til grunnþarfa beggja aðila, þ.e. þess rétt Ísraela að tryggja ytri varnir og á móti, rétt beggja hópa til að lifa í eigin landi, í friði og vonandi vaxandi velsæld!

Velsæld er alls ekki óraunhæft markmið, því að Ísrael er mjög tæknilega þróað ríki, þar hefur verið þróaður mjög góður hátækniiðnaður. 

Á sama tíma eru Palestínumenn miklu mun fátækari, en ef þeir fá að fara um allt svæðið til að vinna, þá getur það bætt mjög samkeppnisfærni heildarhagkerfisins, sem verður þá háþróað áfram, en samtímis með ódýrt vinnuafl til staðar innan sama lands.

Hagsæld gæti virkilega vaxið mjög hratt meðal Palestínumanna, en Gyðingar sem væntanlega væru aðaleigendur fyrirtækjanna áfram, myndu græða heilmikið einnig.

Velsæld beggja hópa myndi aukast. Landið gæti orðið miðja vaxandi velsældar á svæðinu öllu sem á ensku kallast "the Levent" eða Botn Miðjarðarhafs.

En þetta er mjög gamalt svæði, sem í fyrndinni var oft mjög auðugt - íbúar Ísraels, Líbanons og Sýrlands, eru sögulega séð kaupmenn og millimenn í viðskiptum. 

En einfalt væri fyrir viðskiptaveldi að stækka út frá Ísrael/Palestínu inn í Jórdaníu, Líbanon og Sýrland. Ef það væri friður á milli aðila.

Svæðið gæti því orðið meginmiðstöð hagvaxtar í Miðausturlöndum.

Því miður eru miklir fordómar uppi, annars vegar þeirra sem fyrirlíta Ísrael og hins vegar milli þeirra sem fyrirlíta Palestínumenn, báðar fylkingar í átökunum eiga sér fylgismenn sem fordæma hinn aðilann, standa með sínum mönnum gagnrýnislítið.

  • Ég held það sé óheppilegt, að vera með þeim hætti í öðru hvoru liðinu.
  • Ég sjálfur er hvorki stuðningsmaður Ísraela né Palestínumanna, kýs að líta á málið hlutlægt, án þess að kjósa málsstað annars hópsins umfram hins.
  • Fólkið sem býr í þessu landi, hafi klárt þörf fyrir frið - myndi græða mjög mikið á því ástandi, eins og útskýrt er að ofan.
  • Vandi er gríðarleg tortryggni, hatur sem einnig er gagnkvæmt.
  • Spurning hvort einhver von er til þess, að augljósir gagnkvæmir hagsmunir fái að komast yfir þá stóru hindrun, sem hið uppsafnaða hatur og tortryggni er?
  • Því má ekki gleyma að það eru fjölmennir öfgahópar í báðum meginfylkingum, sem sjá sér hag í því að sá frekara hatri - berjast gegn hverskonar nálgun til sátta, og hefur orðið vel ásmegin í því, að koma í veg fyrir að heildarhagsmunir landsmanna nái fram að ganga.

En ég lít á þetta sem eitt land!

Skoða því málið út frá íbúum þess, sem heild!

 

Hvernig gæti eins ríkis lausn hugsanlega verið?

Ég held að það sé ágætis hugmynd hjá Sari Nusseibeh um sambandsríki. Í hans augum er það meginatriði að Palestínumenn njóti mannréttinda alls staðar innanlands. Að þeir fái að fara um landið vítt, og starfa alls staðar innan þess.

  • Augljóslega myndi ísraelski herinn áfram sjá um ytri landamæri.
  • Hann hefði herstöðvar áfram í öllum landshlutum.
  • Ef sá her er áfram fyrst og fremst skipaður Gyðingum, ætti það að róa Gyðinga - fullvissa þá um það að þeirra öryggi sé áfram tryggt.
  • Palestínumenn hafa þá eigin lögreglu en ekki her, á sínum megin svæðum.
  • Gazasvæðið og Vesturbakkinn væri áfram sérstakar stjórnsýslueiningar, og líklega áfram stjórnað af meirihluta Palestínumanna á þeim svæðum, ásamt eigin löggæslu.
  • Má sjálfsagt ræða hvort það þar væru fylkisstjórar, þannig að þau svæði væru formleg fylki., með mikilli heimastjórn.
  • Það þyrfti að vera sameiginlegt sambandsþing. Það getur verið skipað skv. samkomulagi, sem myndi fela í sér að þeir hópar sem byggja landið fá hver um sig tiltekinn fj. þingmanna.
  • Best væri að hver hópur hefði neitunarvald um breytingar á stjórnarskrá, þannig að einungis væri unnt að breyta henni í allsherjar samkomulagi.
  • Ríkisstjórn, nú er spurning hvort það væri forsetakerfi eða þingbundið kerfi. En ég held að nauðsyn krefji að Gyðingar hafi alltaf neitunarvald, en aðrir hópar minna víðtækt þ.e. um stjórnarskrárbreytingar.
  • Þetta væri eina leiðin til þess að Gyðingar geti hugsanlega sætt sig við að ríkisstjórn væri skipuð með öðrum hætti en þeim, að þeir réðu nær öllu þar, eða þingið væri skipað með öðrum hætti en þeim, að þeim væri alltaf tryggður hreinn meirihluti.
  • En þ.e. einnig hugsanlega hægt að hafa það þannig, að Gyðingar hafi alltaf meirihluta þingamna og meirihluta ráðherra.
  • Þá væri á móti unnt að skilgreina tiltekin mál þannig, að þau krefjist aukins meirihluta. Þannig að Palestínumenn ef þeir standa saman, geti alltaf stöðvað breytingar sem þeim líst ekki á.

Þetta getur auðvitað þítt að mjög langan tíma taki að koma breytingum í gegn, jafnvel þeim smávægilegustu.

Stjórnun sameiginlegs ríkis verði mjög svifasein.

Á móti, ætti þetta að geta smá lagast eftir því sem frá lýður og tortryggni minnkar.

Eru einhverjar líkur á þessu?

  1. Það eru miklar breytingar í gangi á svæðinu, en veldi Bandaríkjanna er í hnignun, en á sama tíma eru 2 rísandi stórveldi, þ.e. Íran og Tyrkland.
  2. Íran í dag nánast ræður Írak, Sýrlandsstjórn er í vasanum á írönum sem eru einu bandamenn Sýrlandsstjórnar og hafa íranskir byltingaverðir verið að veita stjórnarher Sýrlands stuðning, en í Sýrlandi ræður minnihluti Alavíta ríkisstjórn, her, og helstu öryggisstofnunum landsins. Þeir eru hliðargrein shíta. Nokkurs konar sértrúarhópur meðal þeirra. Síðan ræður Íran einnig mjög miklu í Líbanon í gegnum stuðning við Hesbollah flokk líbanskra shíta. Að auki bendir flest til að Íranar séu að þróa kjarnorkuvopn. Þeir sannarlega hafa verið að þróa langdrægar eldflaugar einnig. En undanfarin ár hafa þeir skotið á loft a.m.k. tveim gerfihnöttum.
  3. Tyrkland er einnig mjög vaxandi veldi, en þar hefur verið mjög mikill efnahagslegur uppgangur. Tyrklandsstjórn hefur fram að þessu ekki verið með miklar leikfimisæfingar í hermálum, kosið frekar að beita efnahagslegum styrk þ.e. bjóða viðskiptasamninga. En þ.e. engin goðgá að segja að tyrkneski herinn sé sá næstöflugasti innan NATO. Þ.e. næst á eftir her Bandaríkjanna sjálfra.
  4. Ísrael lítur á Íran sem óvin. En á sama tíma, getur það ekki treyst því að Tyrkland sé vinur.

Ég lít á þessar breytingar sem vonarneysta. Því þ.e. alveg ljóst að þ.e. komin af stað mjög kröftug samkeppni um völd og áhrif milli Írans þ.e. shíta, og milli Tyrklands og Saudi Arabíu þ.e. súnníta; um það hvaða múslímaríki verði það voldugasta á svæðinu öllu.

Þarna er í gangi hrein barátta um stærð yfirráðasvæðis.

Ísrael kemur ekki nema mjög óbeint inn í þetta!

Meginspurningin stefnir í að vera ekki lengur um Ísrael, heldur er það gamall slagur milli súnníta og shíta, sem er að stinga sér upp á yfirborðið, og virðist kominn á flug.

Þ.s. súnnítar styðja súnníta innan Íraks og innan Sýrlands, meðan shitar þ.e. Írana styðja shita í Írak og Sýrlandi, auk þess minnihluta shíta víðsvegar um Miðausturlönd.

Þetta eru á leiðinni að verða bitur átök!

  1. Í því felst tækifæri fyrir lausn mála í Ísrael, því málið er að lönd eins og Egyptaland og Jórdanía, þau hafa ekki endilega áhuga á að verða leiksoppar samkeppni milli Írans og Tyrklands.
  2. Eina þriðja valdið á svæðinu, er Ísrael. Skv. köldu hagsmunamati er Ísrael því náttúrulegur bandamaður þeirra beggja, ef sem líklegt er þau hafa ekki áhuga á að endurtaka það að vera undir hæl Tyrkjaveldis. 
  3. En nú fer lýðræði vaxandi í Egyptalandi, það er líklegt til að þvælast fyrir slíkri bandalagsmyndun, en Ísrael hefði einnig hag af slíku bandalagi, vegna vaxandi sýnar á ógn frá Íran, að auki treystir Ísrael ekki Tyrkjum nærri því 100%.
  4. Það er því líkur á því, að það skapist þörf fyrir Ísrael til að loks ganga að einhverskonar endanlegu samkomulagi við Palestínumenn, svo ríkin 3 geti myndað saman hóp sem verði þriðja veldið á svæðini í sameiningu.

Ég sé fyrir mér þessa þörf myndbyrtast innan næstu 10 ára.

En ég reikna fastlega með því að Íran verði kjarnorkuveldi innan þess tíma.

Að auki með því að Tyrkland a.m.k. íhugi sjálft að eignast sprengjuna.

 

Niðurstaða

Eins og fram kemur að ofan, þá er ég ekki beint stuðningsmaður Ísraels né beint stuðningsmaður Palestínu, heldur tek ég hlutlausa afstöðu til deilu þessara tveggja hópa sem byggja það litla land, sem var á eldri tíð einfaldlega kallað "landið heilaga."

Ég er bjartsýnn um það að þessi deila sé leysanleg á næstu árum.

Tel líkur á því að augljósir hagsmunir íbúanna muni fyrir rest, fá fullnægingu.

Sé það sem raunhæfann möguleika að svæðið fyrir botni Miðjarðarhafs verði miðstöð hagvaxtar og hagsældar á svæðinu öllu, vél sem drýfi löndin í næsta nágrenni áfram.

Hver veit, Miðjarðarhafið gæti aftur orðið mikilvægt eins og það var einu sinni.

Þá væru löndin við norður strönd þess ekki lengur á jaðri, heldur yrði Miðjarðarhaf aftur að miðju án þess endilega, að mikilvægi Atlantshafs sem svæðis myndi hverfa. 

Því myndi fylgja aukin hagsæld beggja vegna, er þ.s. ég er að meina - en botn Miðjarðarhafs var alltaf áður fyrr í mjög nánum verslunar samkiptum við löndin allt í kringum Miðjarðarhaf.

Þau viðskipti voru stór þáttúr í því að skapa þann drifkraft sem Miðjarðarhafssvæðið hafði í fyrndinni.

Miðjarðarhafs syðmenningin gæti alveg komið aftur.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Það er augljós niðurstaða mála að innan gömlu Palestínu rúmast aðeins eitt ríki. Hvort það verður sambandsríki eða eitt ríki byggt tveimur megin þjóðum, er úrlausnaratriði. Það sem skiptir öllu er að síonisminn verði settur á ruslahaug sögunnar. Hugsjón síonista er sú að þetta svæði sé gjöf til þeirra og að þeir einir eigi rétt til að ráðastafa því. Þannig hafa þeir starfað allt frá 1897. Allir sem vilja sjá að þetta gengur ekki upp. Á svæðinu eru nánast jafnmargir afkomendur evrópsku síonistanna sem flykktust til landsins fyrir og eftir stofnun Ísraelsríkis, og afkomendur frumbyggjanna sem eiga þarna mörg þúsunds ára sögu. Lausnin felst að sjálfsögðu í lýræðisríki - einn maður - eitt atkvæði. Það verður einhver aðdragandi að þessu. T.d. verða Ísraelar að sýna iðrun og biðja Palestínumenn fyrirgefningar á ofbeldi síðustu áratuga. Ennfremur verður að skila öllu sem var stolið, landi, húsum, verðmætum allskonar - eða borga fullar bætur fyrir. Engar hindranir má setja gegn flutningi palestínumanna aftur til sinna eigna hvarvetna í landinu. Þú sérð Einar Björn að þetta er ekki auðvelt. Menn verðar að læra af mistökum sínum og fá hjálp - t.d. frá S-Afríku. En ég ítreka - ekkert gengur upp nema síonisminn sé gerður áhrifalaus.

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2012 kl. 17:59

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að þetta sé ekki raunhæft, en bendi þér á að þegar Búlgaría, Grikkland, Serbía o.flr. brutust undan Tyrkjum á sínum tíma. Þá urðu nokkru eftir það átök milli þeirra, um það hvar akkúrat landamærin ættu að liggja milli þeirra. Niðurstaðan var alltaf að fólk var neytt til að flytja búferlum, ef landsvæði skipti um eigendur. Það má einnig nefna Þjóðverja sem voru neyttir til að flytja búferlum frá A-Evrópu milljónum saman.

Ég sé ekki fyrir mér að mögulegt sé að fá fram: afsökunarbeiðni, fullar skaðabætur, að landi verði skilað o.s.frv. Síðan er ég ekki alveg viss að sanngjarnt sé 100% að kalla alla þá síónísa sem fluttu til landsins þ.e. Gyðinga. En flestir heldir voru venjulegt fólk, sem var búið að fá nóg af Evrópu eftir atburði heimsstyrrjaldarinnar. 

Þ.s. ég vonast eftir, er að unnt verði að ná fram friði, að Palestínumenn hafi frelsi til athafna innan landsins, og full mannréttindi. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu, að þeir sem hröktust á brott, geti snúið til baka - enda geri ég ráð fyrir að skipting á völdum verði með þeim hætti, að hún sé bein valdaskipting milli hópanna sem slíkra, sumu leiti svipað fyrirkomulaginu í Líbanon.

Ég sé ekki fyrir mér að mögulegt sé að reglan að öll atkvæði séu jöfn, geti fengið fram að ganga, heldur eins og ég sagði, grunar mig að mögulegt sé að ná fram sátt um það, að það sé valdaskipting milli hópanna. 

Þannig að þeir skipti völdum á milli sín á sambandsþinginu. Það muni líklega eða alveg örugglega fela það i sér, að Gyðingar hafi meiri völd en þeim ber, miðað við hreina mannfj. mælingu.

En einmitt þess vegna, verður ekki vandamál, að leyfa þeim sem hraktir voru á brott að snúa heim - sú fjölgun Palestínumanna muni ekki raska valdahlutföllum á þingi.

Það mætti hugsa sér, að í stað þess að fá fyrri eignir til baka, sem ég tel útilokað í flestum tilvikum, sé að þeir fái fjárhagsaðstoð til að koma sér fyrir, sé jafnvel útvegað húsnæði alveg frýtt.

Það gæti verið praktískt séð mögulegt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.2.2012 kl. 19:21

3 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Ástæðan fyrir því að síonisminn verður að hverfa af vettvangi er eðli hans: rasismi og nýlendustefna. Þú skilur það jafn vel og ég að það gengur ekki að hafa síonista við stj´ron.

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2012 kl. 21:14

4 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Einar Björn - ég er mjög hissa á yfirlýsingu þinni: „Ég sé ekki fyrir mér að mögulegt sé að reglan að öll atkvæði séu jöfn, geti fengið fram að ganga, heldur eins og ég sagði, grunar mig að mögulegt sé að ná fram sátt um það, að það sé valdaskipting milli hópanna.“

og „Það muni líklega eða alveg örugglega fela það i sér, að Gyðingar hafi meiri völd en þeim ber, miðað við hreina mannfj. mælingu.“.

Þetta er fáránlegt hjá þér - þú ert greinilega að hugsa um að styggja ekki ráðandi hópa. Og þú vilt fórna lýðræðinu!

Mannfjöldaþróun sýnir að frumbyggjunum fjölgar hraðar en afkomendum innflytjendanna. Ætlar þú að bjóða uppá mismunun ad sama tagi og í S-Afríku á sínum tíma? Þá verður þess ekki lengi að bíða að allt springur í loft upp þegar meirihlutinn heimtar sinn rétt.

Hjálmtýr V Heiðdal, 26.2.2012 kl. 21:34

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hjálmtýr - þetta sníst um frið milli hópannna, og ásættanlega sátt. Ég sé engann möguleika á því, að sú krafa að atkvæði allra íbúa verði jöfn, geti náð fram að ganga. Einfaldlega útilokað, því það myndi gera Ísraela þ.e. gyðinga valdalausa, það sé ég ekki nokkurn möguleika á að þeir sætti sig við. Þeir munu aldrei sætta sig við minna, en að vera áfram valdamesti hópurinn.

Alveg sama hve hart er gengið að þeim með þvingunum eða e-h fræðilegum aðferðum að því tagi. Það getur samt verið, að þeir séu til í að gefa eftir verulegt hlutfall af þeim völdum, að rétta umtalsverðu leiti núverandi hlut annarra hópa.

Ég er að tala um sátt, sem aðilar munu geta náð fram þ.s. báðir aðilar gefa eftir töluvert af sínum kröfum, og hittast e-h staðar í miðjunni, á stað sem er langt í frá ídeal en þó þannig, eins og ég sagði - menn geti lifað með hennir. Ég er algerlega viss um að sú sátt mun aldrei geta falið í sér að sú krafa náist fram, að atkvæði allra verði jöfn.

-------------------

Mér er alveg sama út af fyrir sig, hvaða hugmyndafræði aðilar hafa, svo fremi sem þeir geta sæst á fyrirkomulag, sem fólkið í landinu getur treyst sér til að lifa með.

Það verður alveg örugglega sátt sem fellur langt frá ítrustu kröfum, um réttlæti.

En það dugar að hún sé nægilega réttlát, til að fólk geti sætt sig við sáttina, með öðrum orðum, hún sé klárt mun betri en núverandi ástand, samtímis klárt ólíklegt að skárra náist fram.

---------------------

Það má síðan vera að einhverntíma seinna þurfi að gera nýtt og betra samkomulag.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.2.2012 kl. 22:44

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Reglan sem ég hef í huga, er bein skipting sæta á þinginu þ.e. hverjum hóp sé úthlutað tilteknum fjölda þeirra.

Þannig skipti engu máli þó öðrum hópnum fjölgi meir en hinum. 

Það sé svo kosið lýðræðislega um úthlutuð sæti, innan hvers hóps.

En fj. þingsæta milli hópanna, verði háð þeim valdahlutföllum sem sátt hefur náðst um milli hópanna, ekki hlutfallslegu vægi þeirra miðað við mannfjölda.

Þ.e. ekki ósvipað fyrirkomulag og gildir í Líbanon.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.2.2012 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband