20 ár í kreppu, framtíðarsýn evrusvæðis fyrir Grikkland!

Sjá frétt: Eurozone agrees second Greek bail-out. Skv. fréttinni var samkomulagið loks klárað snemma á þriðjudagsmorgun, eftir maraþon næturfund. Í gærkveldi voru aðildarríki evru komin langleið að samkomulagi, þá leit pakkinn þannig út að það vantaði að spara 2-3ma.€ til viðbótar, þ.e. að staða Grikklands eftir 20 ár yrði 122-123%, en ríkin komust að þeirri niðurstöðu að einkabankar skuli afskrifa meira - og vextir á björgunarpakkann voru lækkaðir.

Sjá blogg mitt frá gærkveldi: Grikkland mun þurfa "Björgun 3" eftir að "Björgun 2" pakkinn er búinn!

Sjá einnig: Útkoma björgunar Grikklands er að auka áhættu skattgreiðenda aðildarríkja evrusvæðis af Grikklandi!

Skv. seinni greininni, þ.e. tilvitnunun í erlendann sérfræðing sem þar er að finna, þá ef allt gengur upp þá mun skuldastaða Grikklands fara úr 160% í dag, niður í 154%.

Það er raunveruleikinn - af hverju er þá alltaf verið að karpa með töluna 120%, eða 122% eða 123% eða 129%?

Þetta er allt mismunandi áætlaðar framreiknaðar stöður Grikklands - ath. - eftir 20 ár.

  • En til þess að Grikkland nái í 120% eftir 20 ár, þarf Grikkland jákvæðann hagvöxt yfir tímabilið.
  • Að auki jákvæðann viðskiptajöfnuð samfellt yfir sama tímabil.
  • Að auki, er gert ráð fyrir að a.m.k. 40ma.€ fáist fyrir sölu grískra ríkiseigna.

Við skulum segja að full ástæða sé til að hafa efasemdir um það hve raunhæf þau viðmið eru.

En í fyrri blogggreininni skv. tilvitnunum sem þar er að finna, kemur fram að líkur séu á því að staða Grikklands eftir 20 ár verði nær 160%.

  • Ath. að peningarnir frá aðildarríkjunum, fjármagna Grikkland einungis næstu 3 árin - þó talað sé um þetta sem 20 ára prógramm.
  • Þannig að hugmyndin er að Grikkland geti fjármagnað sig á mörkuðum að því tímabili loknu.
  • Mér virðist miklar líkur á þörf fyrir "Björgun 3" síðan "Björgun 4" o.s.frv.

 

Þetta er framtíðarsýn evruríkjanna gagnvart Grikklandi - kreppa í 20 ár!

  • Ákveðið var að einkabankar muni afskrifa 53,5% í stað 50%, skv. eigin vilja. En skv. þeirra talsmönnum, þíða kröfur áður fram komnar í reynd 70% afskrift af framreiknuðu virði núverandi lána miðað við fullar greiðslur. Það verður spennandi að sjá, hver margir einkabankar munu kjósa þegar á reynir, að taka þátt afskrift þegar ljóst er að hún verður enn stærri en þetta. En ef þetta á að vera skv. eigin vilja, má ekki beita þvingunum.
  • Skv. frétt Financial Times, voru fulltrúar einkabanka hafðir með í ráðum, ekki er vitað 100% hvað samkomulagið felur í sér, en að sögn FT þá lækka vextir þeir sem einkabankarnir fá, á hin nýju 30 ára skuldabréf sem gríska ríkið gefur út í stað skuldabréfa sem einkabankarnir afskrifa:
  1. Í 2% fyrstu 3 árin.
  2. 3% næstu 5 árin.
  3. 4,2% þaðan í frá.
  • Þetta eru þó allt vextir langt undir markaðskröfu í dag. Mér sýnist að í staðinn fyrir að afskrifa nokkuð meira, og í staðinn fyrir lægri vexti en áður átti að semja um fyrstu 8 árin, fái þeir þaðan í frá ívið hærri vexti - restina af tímabilinu, en áður stóð til þ.e. kringum 3,5% allt tímabilið.
  • Vextir á björgunarpakkann voru lækkaðir af hálfu aðildarríkjanna, þ.e. ákveðið var að lækka þá um 0,5% fyrstu 5 árin, síðan um 1,5% þaðan í frá. Þannig muni framreiknuð skuldastaða minnka um 2,2%.
  • Seðlabankarnir sem tilheyra seðlabankakerfi ECB þ.e. Seðlabanka Evrópu, samþykktu að næstu 10 árin, muni þeir styrkja Grikkland um vaxta-ávinning sinn af grískum ríkisbréfum í þeirra eigu. Þetta skili 1,8ma.€ in púkkið, lækki framreiknaðar skuldir Grikkland um 1,8%.
  • Samanlagt með öllu þessu ásamt aukinni afskrift einkabanka, sé bilið brúað þrátt fyrir meiri samdrátt gríska hagkerfisins en áður var reiknað með, svo að endanlega verði staðan eftir 20 ár, 120,5%. Eða þannig :)
  • Miðað við ofangreint munu neyðarlánin vera á lægri vöxtum en sum aðildarríkin sjálf geta fengið á mörkuðum, til að bæta þeim ríkjum það upp, sem það á við. Þá var ákveðið að Seðlabanki Evrópu, muni bæta þeim það upp. En ECB hafði keypt grísk ríkisbréf á undirverði, sem hann ætlaði sér að hagnast á með því að rukka inn á fullu verði. Þeim hagnaði verður nú í staðinn endurdreift til þeirra aðildarríkja evru, sem munu lána Grikkjum á lægra verði, en þau sjálf geta fengið.
  • Grikkland skal undirgangast það, að út tímabilið, sennilega á það frekar við nk. 3 ár en ekki nk. 20 ár, verði til staðar í Grikklandi frá stofnunum ESB, teymi eftirlitsaðila sem hafi rétt til að anda ofan í sérhvert hálsmál innan grískra ráðuneyta, til að tryggja að áætluninni sé framfylgt.
  • Stofnaður verður "escrow account" eins og þetta er kallað, sem þíðir að peningarnir sem Grikkjum mun vera ætlað að borga, þeir peningar munu ekki verða sendir til Grikklands, heldur inn á reikning undir stjórn meðlimaríkjanna. Af þeim reikningi, verði skammtað fé til aðila þ.e. einkabönkum og öðrum einkaaðilum borgað og grískum stjv. skammtað fé til að tryggja að þau hafi rekstrarfé. Grískum stjv. er sem sagt ekki treyst til að hafa umsjón með þessu fé. Sá reikningur mun alltaf innihalda peninga til 3-mánaða.
  • Því er þó lofað, að Grikkland geti losnað við þetta fyrirkomulag - "Athens has agreed to change its constitution to make debt payment the top priority in government spending." Takið eftir, grísku stjórnarflokkarnir hafa lofað, að breyta grísku stjórnarskránni, með þeim hætti að það verði bundið í ákvæði hennar, að greiðslur af skuldum Grikklands skuli hafa Vægi. 1 miðað við - ath. - öll önnur útgjöld gríska ríkisins.
  1. Það þíðir þá væntanlega að þau hafi meira vægi en að viðhalda skólakerfi,
  2. heilsugæslu og sjúkrahúsum,
  3. tryggja bætur þurfandi og aldraðra,
  4. viðhald eigna gríska ríkisins o.s.frv.
  • Það er manneskjuleg framkoma aðildarríkjanna við grikki  :)
  • Gríska ríkið á að skera ríkisútgjöld næstu 2 árin um 25%. Fækka ríkisstarfsmönnum um 150 þúsund yfir sama tímabil. Lækka útgjöld sín af greiðslum til lífeyrisþega um 15%, þ.e. ríkisstarfsmanna á eftirlaunum.
  • Svo má ekki gleyma að Grikkland hefur samþykkt að lækka lágmarkslaun um 22%. Þ.e. lögbundin lágmarkslaun á Grikklandi öllu.

 

Niðurstaða

Það verður áhugavert að sjá hver viðbrögð grískra kjósenda munu verða í þingkosningunum í apríl nk. En væntanlega verður næsta þingdrama það, að grísku stjórnarflokkarnir reyna að knýja stjórnarskrárbreytingar í gegn, tilraun til að tryggja að óháð því sem kemur upp úr kjörkössunum, muni Grikkland halda áfram að borga eigendum skulda Grikklands.

Klárt er að tilgangur björgunarpakka Grikklands, er að hámarka endurgreiðslur Grikklands af því fé sem því hefur verið lánað.

Ég velti fyrir mér hvernig Grikkland muni líta út eftir 20 ár í spennitreyju!

Sennilega eftir langa röð svokallaðra "björgunarpakka."

Eða hvort það sé ekki alveg klárt, að þessi framtíðarsýn sem grískir kjósendur standa nú frammi fyrir, muni gersamlega gulltryggja sigur flokka yst til vinstri og yst til hægri, sem eru sammála um að vera andvígir björgunaráætlun svokallaðri fyrir Grikkland.

Þá getur verið lykilspurning hvort gríska stjórnarandstaðan nær 2/3 meirihluta á þinginu, svo hún geti breytt stjórnarskránni til baka, tekið aftur þær breytingar sem núverandi stjórnarflokkar hafa lofað - - eða ekki? Ef ekki, hvað gerist þá - > Uppreisn? Upplausn?

------------------------------

Áhugavert er að það varð nokkur lækkun á mörkuðum þegar samkomulagið var kynnt. En þ.e. rakið til þess, að fréttir af raunverulegri stöðu gríska hagkerfisins í gær skv. fréttum um innihald skýrslu AGS og ECB um ástand gríska hagkerfisins, dragi úr tiltrú á björgunarpakkanum í augum fjárfesta.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er kannski mesta áhyggjuefnið nú, varðandi Grikkland, að í þessum "björgunarðakka" er gert ráð fyrir 20 - 25% niðurskurði til hermála. Litlar líkur eru á að herforingjar Grikklands taki slíkri skerðingu þegjandi. Við skulum ekki gleyma þeirri staðreynd að enn eru innan hersins menn sem voru þar á tímum herforingjastjórnarinnar. Sumir þessara manna eru nú hátt settir innan hersins. Verkkunnátta þeirra er til staðar, þeir kunna að taka völdin og þeir kunna að stjóna með hervaldi.

Hvaða áhrif slík valdataka kunni að hafa er ekki gott að segja, en ljóst er að ESB hefur plægt jarðveginn vel fyrir hana. Þá er einnig ljóst að margur Grikkinn vill frekar vera undir stjórn gríska hersins en kommisara ættaða frá Berlín. Af tveim illum kostum munu margir Grikkir frekar velja innlenda harðstjórn en Þýska.

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2012 kl. 22:34

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Átti auðvitað að standa "björgunarpakka"

Gunnar Heiðarsson, 21.2.2012 kl. 22:35

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held að ekki sé mikil hætta á valdatöku hersins, vegna þessa. Aftur á móti, hvað gerist eftir kosningar er annað mál.

Bendi þér á mjög góða grein: Greece Lurches to Left Amid Radical Austerity

Punkturinn - hvað tekur við eftir kosningar. Það gæti verið ástand nærri stjórnleysi, því líklegur meirihluti eru týpur sem ekki virðast geta starfað saman.

Og slíkt gæti leitt til svo alvarlegrar þróunar í landinu, að herinn myndi finnast sig vera knúinn til að stíga fram - segjum kannski í haust eða næsta vetur.

Hérna er áhugavert plagg, hin leynilega greining á greiðslugetu Grikklands, sem lak á netið, hérna "full text".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.2.2012 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband