Grikkland mun þurfa "Björgun 3" eftir að "Björgun 2" pakkinn er búinn!

Þetta er skv. frétt Financial Times, sem segist hafa undir höndum skýrslu sem dreift var til meðlimaríkja evrusvæðis, en ekki ætlað til byrtingar. En skv. því sem FT segir, þá sé líklegra að Grikkland muni enda í lok "Björgunar 2" í skuldastöðunni cirka 160% fremur en cirka 120%, eins og stefnt er að.

  • Það muni því þurfa "Björgun 3" - reyndar er mín skoðun, að svo komi 4, 5 o.s.frv.
  • En ég er ekki á því að það muni nokkru sinni takast að snúa Grikklandi við, innan evrunnar.

Greek debt nightmare laid bare

Svipaða frétt má einnig sjá á Bloomberg vefnum:

Exclusive: Greek debt may remain at 160 percent in '20: IMF/ECB

Gagnið umrætt, kvá vera ný sameiginleg AGS/ECB áætlun um greiðslugetu Grikklands!

Eða "Debt sustainability report."

  • En til þess að Grikkland nái í 120% eftir 20 ár, þarf Grikkland jákvæðann hagvöxt yfir tímabilið.
  • Að auki jákvæðann viðskiptajöfnuð samfellt yfir sama tímabil.
  • Að auki, er gert ráð fyrir að 40ma.€ fáist fyrir sölu grískra ríkiseigna.

Alveg klárt að þ.e. af og frá, að fjárfestar hafi áhuga á grískum eignum, meðan landið er enn í hraðri hnignun, en þá halda þær stöðugt áfram að lækka í verði meðan ekki er unnt með nokkru öryggi, að sjá út hverjar framtíðartekjur þess rekstrar verða, þá eru slíkar einingar eiginlega óseljanlegar.

Það er því ekki furðulegt, að dregist hafi að hefja sölu - enda örugglega mikill skortur á eftirspurn fjárfesta, en í dag er fjármagn að flýja Grikkland, ekki að leita til þess.

Bendi á frétt Der Spiegel - 'Restructuring Greece Within the Euro is Illusory' - en Hans Werner Zinn, bendir á að til þess að Grikkland sé samkeppnisfært í verðum við Tyrkland, sem keppir beint í túrisma, þurfi laun í Grikklandi að lækka 30%.

Dr. Zinn er skeptískur á að innri verðhjöðnun á þeim skala sé framkvæmanleg: "Without depreciation, millions of price lists and wage contracts would have to be rewritten. That would radicalize the trade unions and push the country to the brink of civil war. In addition, companies would go bankrupt because their assets would shrink while their bank debts would remain unchanged. You can only reduce the bank debt through depreciation. The plan to radically restructure Greece within the euro is illusory."

Sannarlega hefur verið framkv. innri verðhjöðnun í Eystrasaltsríkunum og Írlandi, en mér skilst að þær raunlækkanir séu þó ekki meir en cirka hálfdrættingur við það sem þarf að lágmarki í Grikklandi.

Svo er Grikkland ekki land með eins sterka samfélagsvitund og eindrægni, og Eystrasaltslöndin eða Írland.

  • Skv. nýjustu fréttum hafa leiðtogar evrusvæðis náð samkomulagi um prógramm sem lækki skuldir Grikklands í milli 124-123%, miðað við þær bjartsýnu væntingar sem "Björgun 2" hefur til viðmiðunar.
  • En búist er við því að fundað verði langt fram á nót, í því skini að loka gapinu niður í 120%, þá aftur skv. þeim sömu viðmiðum.
  • Ekki er enn búið að klára samkomulag milli einkabanka og grísku ríkisstjórnarinnar, en eins og nú er málum háttað, virðist sem hvort tveggja hangi saman - þannig að samkomulag Grikklands og aðildarríkja evru verði að liggja fyrir fyrst.
  • Þá getur verið að það samkomulag klárist ekki fyrr en á morgun!

Svo á þýska þingið eftir að fjalla um málið - og það geta verið áhugaverðar þingumræður á þýska sambandsþinginu, en mjög margir þingmenn eru víst mjög skeptískir á það að Grikkland geti yfirleitt komist hjá greiðsluþroti. Ekki loku fyrir skotið að þýska þingið reynist Þrándur í Götu.

Eða finnska þingið - eða það hollenska. 

En önnur þing aðildarríkja evru, verða víst ekki mikilvæg - þ.e. mál afgreitt eins og hér þekkist, beint af stjórnarmeirihluta.

 

Niðurstaða

Eins og nú mál standa virðast meiri líkur en minni á því, að "Björgun 2" nái fram að ganga, verði kláruð í nótt aðfararnótt þriðjudags 21/2. Síðan verði restin af pakkanum, þ.e. samkomulag við einkaaðila klárað á þriðjudag.

Ekki er þó rétt að slá þessu 100% föstu, að fullyrða að þetta muni algerlega pottþétt gerast.

Möguleikar enn á því að umræður einkum á þýska eða finnska þinginu, geti framkallað spennu. En heilt yfir litið, virðist sem að evrusvæði sé við það að keyra málið í gegn.

Að sjálfsögðu bjargar þetta ekki Grikklandi - ég er viss að þ.e. örugglega rétt, að skuldastaða Grikklands verður a.m.k. 160% að loknum gildistíma "pakka 2." Ef ekki meira.

---------------------------

Á hinn bóginn, getur allt þetta reynst vera skot út í loftið, þ.e. að grískir kjósendur kjósi í apríl nk. þingmeirihluta andstæðinga hinnar svokölluðu "björgunar Grikklands" - sem í reynd virðist hafa flest annað til hliðsjónar en að bjarga Grikklandi. 

Þetta sníst eiginlega meir um björgun evrunnar og um björgun evr. banka!

Fyrir þá sem hafa aðgang að FT vefmum, lesið þetta: 

Stephen King - Time for a theory of eurozone relativity

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Einar Björn, Er ekki á sama tíma og verið er að semja um þennan björgunarpakka að fjara undan Ítalíu, Portúgal, Spáni og Írlandi munu þau ríki ekki sjá sér leik á borði og fara fram á svipaða fyrirgreiðslu og Grikkir? 

Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 21.2.2012 kl. 07:21

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Menn eru einhvern veginn svo mikið að lifa í núinu, en gætt hefur nokkuð meiri bjartsýni á nýárinu miðað við síðustu 3 mánuði sl. árs, svo allt í einu halda þeir að allt muni ganga upp. En skv. hagtölum frá sl. ári var Ítalía og Spánn komin bæði í efnahagssamdrátt, auk Portúgals sem var í samdrætti allan sl. helming sl. árs.

Tölur fyrsta fjórðungs þessa árs munu segja mikið - þær koma út í fyrsta lagi í seina í apríl eða snemma í maí. Árið getur því verið endurtekning að því leiti á sl. ár, að framan af gæti bjartsýni þangað til að menn sjá að sú bjartsýni er innantóm, þegar hagtölur ársins fara að koma fram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.2.2012 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband