Evrusvæðið leysir málið með peningum annarra

Það er áhugavert að lesa samkomulag leiðtoga Evrusvæðis frá því í gær:


Lausnin - peningar annarra

Það er það kaldhæðna, að stóra loforðið um stækkun björgunarsjóðsins eða ESFS í 1.000ma.€ byggist á peningum annarra. Og þá peninga er enn eftir að útvega - og ekki ljóst hvort þeir koma til.

  • En til stendur að búa til einkasjóð sem ESFS veitir ábyrgð - en aðeins fyrir fyrstu 20% af tapi.
  • Einkasjóð - vegna þess að það er verið að fara á svig við reglur, sem banna að ESFS sjálfur skuldsetji sig.
  • Til stendur síðan að þessi nýji einkasjóður þó í eigu ESFS, bjóði skuldabréf til sölu - þau hafi þessa ábyrgð á fyrstu 20%.
  • Hugmyndin er að með því að lækka þannig áhættu fjárfestanna - þá verði þessi bréf áhugaverður kostur.
  • Til stendur að leita til stórra aðila - t.d. hefur verið rætt v. Kínv., örugglega verður rætt við flr. eins og Indland, Brasilíu, Japan, Bandar. jafnvel og AGS. Svo auðvitað eru þeir alveg örugglega til að selja sjóðum, og öðrum fjárfestum.
  • Með þessu á að ná fram 800ma.€. En í dag er eftir cirka 200ma.€ í ESFS.


Vandamál?

  • Alls óvíst að fjárfestarnir séu til í þetta.
  • Kínv. eru líklegir til að setja fram óskalista - af skilyrðum. Örugglega flr.
  • Svo má ekki gleyma því - að með því að gefa þessa ábyrgð, þá er allt í einu búið að gerbreyta eðli samskipta aðildarríkja evrusvæðis og ESFS, þ.e. nú geta ábyrgðir fallið á þau. En fram að þessu, hefur sjóðurinn enga ábyrgð tekið - og sjóðurinn hefur einungis lánað skv. heimild aðildarríkjanna, svo engar ábyrgðir gátu fallið á þau nema skv. þeirra samþykki.
  • Allt í einu er þetta gerbreytt - og ímsir hagfr. óttast að þetta auki hættu á að t.d. Frakkland missi "AAA" lánshæfi sitt.
  • En Frakkland er það "AAA" land, sem er í viðkvæmustu stöðunni skuldalega séð og efnahagslega.
  • Ef Frakkland má ekki við miklum áföllum. Staða þess er viðkvæm.
  • En markaðurinn að líkum, mun reikna með því að ESFS taki áföll - þannig að þau lendi á aðildarríkjum, og það getur sett aukinn þrýsting á lánshæfi evrusvæðis-ríkja.

 

Hvað með samkomulagið um niðurskurð skulda Grikklands?

Samkomulagið virðist ekki vera bindandi -eingöngu samkomulag um það prinsipp að Grikkland skuli fá 50% afskrift skulda í eigu einkabanka.

Og að sú afskrift skuli vera sjálfviljug.

Þannig séð - er þetta meir samkomulags grunnur, en endanlegur sáttmáli. Má líkja þessu v. frægt samkomulag sem Geir H. Haarde undirritaði v. Breta, sem var samkomulagsgrunnur sem núverandi ríkisstj. síðar meir nýtti, sem grunn að Svavars samningnum alræmda.

  • Hið eiginlega samkomulag er enn eftir að útfæra. 
  • Beinagrindin er komin - nú vantar kjötið á beinin.
  • Eiginlega ekki mikið hægt að tjá sig - upplýsingar enn of óljósar.


Endurfjármögnun banka!

  • Endurfjármögnun banka upp á 106ma.€.
  • Bönkum er gefinn frestur til 30. júní 2012, til að hífa eiginfjárhlutfall sitt í 9%.
  • Ef einhverjir bankar ráða ekki fram í þessu - þá kemur til kasta ríkissjóða einstakra aðildarríkja, að grípa í málið.
  • Einungis komi til kasta ESFS, ef aðildarríki telur sig ekki ráða við málið.

 

Vandamál

  • Mikið vantraust hefur ríkt milli evr. banka undanfarið - og einnig gagnvart evr. bönkum af hendi erlendra banka.
  • Aðilar eru því líklegir til að vera tregir til að kaupa eignir - ef evr. bankar vilja selja einhvern hluta starfsemi, eða lánasöfn.
  • Af því leiðir, að verð eru líkleg til að vera lág.
  • Sama um endurfjármögnun með hlutabréfaútboði, verð bréfa hafa verið mjög lág á þessu ári.
  • Bankar munu því tiltölulega lítið fá fyrir slík bréf.
  • Að auki þynnir þetta út eignarhluta núverandi eigenda - svo eigendur eru líklega tregir til að fara þá leið.
  • Verulegar líkur eru því til að bankar - dragi úr útlánum.
  • Sem væri mjög samdráttaraukandi - ofan í núverandi niðursveiflu hagkerfa evr.
  • Auk þessa má benda á, að ef bankar eru endurfjármagnaðir af ríkissjóði aðildarríkis - að þá hækka skuldir þess ríkis.
  • Endurfjármögnun - ef framkv. með þeim hætti, getur aukið skuldakrýsu aðildarríkja evru.
  • Það sama á reyndar við - ef ESFS endurfjármagnar, en þá innleysir ESFS ábyrgðir sem aðildarríkin hafa veitt, þannig að skuldir þeirra hækka. Skuldakreppa getur versnað.

 

Niðurstaða

Er þetta nóg? Alveg örugglega ekki!

  • Aðildarlönd evrusvæðis ætla sér ekki að leggja fram neitt nýtt fé.
  • Þrátt fyrir allann þrístinginn.
  • Markaðir vita því mæta vel - að meir fé er ekki að fá.
  • En Frakkar geta ekki tekið á sig slíkann kostnað.
  • Þjóðverjar vilja það ekki.

Málið er að í reynd er bakstoppið bara þeir 200ma.€ sem aðildarríkin hafa lagt ESFS til.

Ekkert meira fé liggur enn í hendi - og alls óvíst að það breitist.

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband