Verður það lokaniðurstaðan, að Evrusvæðið sem heild fer í eitt risastórt AGS prógramm, fjármagnað sameiginlega af Kína, Indlandi, Brasilíu, Ástralíu, Japan o.flr.?

Í vikunni hafa aðildarlönd Evrusvæðis eitt af öðru verið að ljúka staðfestingu á samkomulagi, sem ráðherrar aðildarríkja evrusvæðis komust að, í júlís sl. - sjá umfjöllun: Tókst þeim að bjarga Evrunni frá hruni? Skv. því samkomulagi, sjá:

Eurozone debt crisis: the statement in full - var björgunarsjóðnum veitt fleiri hlutverk en áður.

 

  • "To improve the effectiveness of the EFSF and of the ESM and address contagion, we agree to increase their flexibility linked to appropriate conditionality, allowing them to:
  1. act on the basis of a precautionary programme;
  2. finance recapitalisation of financial institutions through loans to governments including in non programme countries;
  3. intervene in the secondary markets on the basis of an ECB analysis recognizing the existence of exceptional financial market circumstances and risks to financial stability and on the basis of a decision by mutual agreement of the EFSF/ESM Member States, to avoid contagion."


Eins og sést af texta samkomulagsins, var leitast við að gera sjóðinn að til muna fjölhæfara tæki, í því skini að berjast við evrukrýsuna.

  • Sjóðurinn fær heimild til að taka yfir hlutverk Seðlabanka Evrópu - sem hann hefur neyðst til að undirgangast, þ.e. að kaupa bréf landa sem virðast í hættu, á leið í vandræði. Til að halda niðri vaxtakröfu þeirra ríkisbréfa, í þvi skini að vinna tíma.
  • Hann fær heimild til að aðstoða ríki, við það verkefni að halda eigin bankakerfum á floti. En sum aðildarríkin - eiga bersýnilega í vandræðum við að halda eigin bankakerfum uppi. Meira að segja - jafnvel Frakkland.
  • Er ekki alveg klár á því hvað fyrsti liðurinn inniber. En kannski, er um að ræða veitingu lána til ríkja, án þess að þau lán teljist eiginlegt björgunarprógramm.

Skv. samkomulaginu er sjóðurinn styrktur fjárhagslega!

En Þjóðverjar - þverneituðu að ganga lengra, en að ábyrgjast að sjóðurinn raunverulega hafi 440ma.€ til umráða.

  • Vandinn er sá, að síðan sjóðurinn var stofnaður - hafa 2 ríki bæst í björgunarprógramm þ.e. Írland og Portúgal. Þeirra ábyrgðir duttu þvi út.
  • Að auki, er ábyrgðum Spánar og Ítalíu - ekki treyst, fyllilega.
  • Þess vegna, þurfti sjóðurinn í reynd viðbótar ábyrgðir - svo að hann raunverulega hefði það umfang, sem hann átti að hafa skv. upphaflegu samkomulagi: 440ma.€.

Þrátt fyrir óskaplegann þrýsting og hratt vaxandi - en þrýstingur frá löndum utan Evrópu, er orðinn sannanlega tilfinnanlegur. Hafa Þjóðverjar ekki gefið sig - taka ekki í mál að veita frekari ábyrgðir, umfram þær sem þeir samþykktu að veita í júlí.

En það er til staðar mjög augljós gjá milli þess fjármagns sem til staðar er í sjóðnum, og þess fjármagns sem raunverulega þarf til - ef á að framkvæma hvorttveggja:

  1. Halda öllum ríkjum í vandræðum, og á leið í vandræði á floti.
  2. Og auk þess, að nýta sjóðinn til að halda bankakerfum Evrópu á floti.
  • Skuldir Ítalíu + Spánar, hlaupa á upphæð í kringum 2.600ma.€
  • Þá er ekki eftir, að telja fram kostnað - við hitt stóra verkefnið, að halda bankakerfum á floti.

Þess vegna eru menn sífellt að leita að langsóttari lausnum, um það - hvernig á að auka það fjármagn sem til staðar er í sjóðnum!

  1. Ein leið sem nefnd var í Washington í sl. viku, var að ríki heims taki sig saman - og mynduð verði fjárhagsleg púlía. Evrópu verði reddað með annarra manna peningum. En, líkleg krafa ríkja heims mun þá vera, að AGS útfæri þær reglur sem gilda muni um lán úr þeim björgunarsjóð. Að auki, sjái um eftirfylgni. Með öðrum orðum - Evrusvæðið verði sem heild sett í AGS prógramm.
  2. Hin er hugmynd Timothy Geitner fjármálaráðherra Bandar., sem er að björgunarsjóðurinn fái heimild til að veðsetja sig gagnvart skuldbindingum fyrir allt að 5 falda upphæð þá sem aðildarríki Evrusvæðis, fram að þessu hafa lagt í sjóðinn. Þetta er sú hugmynd, sem virðist njóta mesta athygli í augnablikinu. En þetta væri mjög áhættusamt.

En leið 2 gerir í reynd sjóðinn að einni risastórri afleiðu!

  • Áhættan, væri mjög veruleg - því óhjákvæmilega þá bera aðildarríkin fulla ábyrgð. Þ.s. þau eiga hvort tveggja sjóðinn sjálfann og að auki Seðlabankann, en hugmynd er að hann myndi verða bakhjarl.
  • Þýskaland fékk aðvörun frá Moody's þess efnis, að ef það veitir ábyrgðir til þess að stækka björgunarsjóðinn, í 2.000ma.€. Þá muni sjálft Þýskaland missa "AAA" lánshæfi sitt.

Þarna verða menn að meta líkur á því, að tjón lendi á þeim!

En ég er alveg viss um það, að það er ekki raunhæfur möguleiki til þess, að Grikkland og Portúgal, muni nokkru sinni greiða til baka - þ.s. þeim hefur verið lánað. Tap sé því næsta öruggt.

Að auki, er Ítalíu ekki fyrirsjáanlega að takast, að framkalla nægann hagvöxt - til þess að skuldir ríkissjóðs Ítalíu, nái sjálfbærni. En skv. útreikningum óháðra aðila, þarf Ítalía rúml. 3% hagvöxt. Líkur á tapi eru þarna einnig verulegar - þó kannski ekki alveg rétt að kalla þær nær fullkomlega öruggar.

Spánn einnig, á í vandræðum. En þar er það frekar bankakerfi - sem stendur á braufótum. Hættan er því að Spánn lendi í sambærilegum vanda og Írland, að of margir bankar þurfi endurfjármögnun og það hækki skuldir ríkisvalds Spánar, umfram þ.s. er sjálfbært. Hætta á tapi aftur umtalsverð.

Síðan, má ekki gleyma Frakklandi sjálfu. En undanfarið hefur bankakerfi Frakklands virkað óstöðugt - sterkur orðrómur hefur verið uppi um hugsanlega yfirtöku franska ríkisins á frönskum bönkum. Frakkland getur í reynd lent í enn dýpri vanda en Ítalía er nú stödd í. En sbr. að skuldastaða franska ríkisins v. upphaf árs var við 83% af landsframl., endar árið sennilega milli þeirrar tölu og 90%. Ef ekkert óvænt gerist. En ef bankarnir falla, þá hækka skuldir franska ríkisins - hastarlega. Síðan mældist enginn hagvöxtur á 2 ársfjórðungi í Frakklandi sbr. að þá var 0,3% vöxtur á Ítalíu. Síðan er Frakkland með viðskiptahalla meðan Ítalía hefur smávegis afgang.

Að auki virðist Evrópa vera að spírala niður í efnahagssamdrátt, þá magnast öll fyrr-greind vandamál!

Þetta þýðir í reynd, að ef frönsku bankarnir falla - fer Frakkland í hóp ríkja í vanda.

Miðað við ofangreint, er mín skoðun - að óðs mann æði væri fyrir Þjóðverja, að samþykkja 5-falda stækkun Björgunarsjóðs Evrusvæðis.

Svo það eru þá einungis 2-leiðir eftir: Ef Evrusvæði á að halda áfram sem ein heild!

  1. Að heimurinn samþykki að aðstoða Evrusvæði, AGS verði falið að sjá um málið.
  2. Að aðildarríki evru samþykki, að veita Seðlabanka Evrópu heimildir - til að prenta peninga án nokkurra takmarkana. Þannig að kostnaði við björgun ríkja og banka, verði velt í verðlag. Afleiðing massíf verðbólga og umtalsvert raungengisfall og hrun lífskjara.

Allar aðrar niðurstöður innibera annaðhvort algert hrun evru - eða að einhver fj. ríkja yfirgefi hana!

Sjá hér þá leið sem ég tel vænlegasta, ef ákveðið er að brjóta evrusvæðið upp:

 Minnst slæma útkoman fyrir evruna, væri að sjálft Þýskaland myndi fara!

 

Niðurstaða

Þessi vika og næstu vikur, eru nokkurskonar "make or brake" tímabil fyrir evrusvæðið. Það er, annaðhvort finnst einhver lausn eða ljóst verður að evran er á leið í niðurbrot eða jafnvel, fullkomin endalok!

Ég velti fyrir mér, hvort að ríki evrusvæðis - stofnanir ESB, séu færar um að stíga það skref - að afhenda stjórnun mála til AGS? En skilmálar ríkja heims, verða ekki auðveldir.

En sem dæmi, í S-Ameríka þar muna enn þann dag í dag, framkomu Evrópu gagnvart þeim, þegar þau ríki voru í skuldakrýsu á sínum tíma. Það muna einnig ríki SA-Asíu. 

Fastlega má þá búast við, að goldið verði líku líkt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Sæll Einar

Mér finnst það mjög súrealískt að heimurinn samþykki að aðstoða Evrusvæðið. Sérstaklega vegna þess að það er jú 7% tollur á innflutning utan esb. Þau hafa jú ekki GATT ofarlega á blaði hjá sér.

Ómar Gíslason, 30.9.2011 kl. 09:06

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar - ef af því verður, þá mun það verða dýru verði keypt fyrir Evrópu - en óhjákvæmilega munu fylgja margir strengir, Evrópa yrði að gefa margt eftir. Alveg örugglega yrðu tollamál eitt af þeim atriðum. En fjölmargt annað einnig - t.d. sæti í öryggisráði, valdahlutföll innan AGS og annarra alþjóðlegra stofnana.

Evrópa myndi varanlega missa sinn stall.

Þetta er ein hugmyndin. Kannski að Evrópa kjósi frekar, að ganga í gegnum efnahags-hrun.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 30.9.2011 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband