Áhugaverð AGS skýrsla um Kína! Spurning hvort það er að styttast í að húsnæðisbólur þar springi?

Þetta er mjög áhugavert yfirlit um Kína eins og það er í dag.

Athygli vekur að viðskiptaafgangur Kína fer aftur vaxandi, eftir að hafa minnkað er kreppan skall á 2008. AGS reiknar með að hann fari aftur í rúm 6% af þjóðarframleiðslu, er cirka 5,5% í dag að sögn AGS. 

Laun hafa hækkað töluvert í Kína undanfarin ár, þá í héruðum við ströndina - fyrirtæki eru byrjuð að færa sig innar í landið, þá t.d. í næsta fylki fyrir Vestan. Þetta er gott, því þá getur það skapað þá þróun er átti sér stað innan Bandar. á 19. öld, að viðskipti milli fylkja sem framleiddu mismundandi þætti, eða voru á misjöfnu efnahagslegu þróunarstigi - varð drifkraftur hagvaxtar a.m.k. að nokkrum hluta.

Ég sá þess ekki merki að AGS ræddi þennan tiltekna þátt - er það yfirsjón að mínu mati.

En launahækkanir auka neyslu í héruðum við ströndina, sem ekki einungis styður við verslun milli fylkja heldur einnig, skapar tækifæri fyrir innflutning munaðarvara til Kína. En, AGS benti þó á, að hækkanir launa væru ekki umfram framleiðni heldur nokkurn veginn í takt við framleiðniaukningu. Þannig, að samkeppnishæfni kínv. aðila væri ekki a.m.k. enn að dala vegna launahækkana og ekki heldur hagnaður kínv. fyrirtækja í framleiðslu til útflutnings.

Það þíðir væntanlega að hækkanir launa eru ekki enn sem komið er a.m.k. að duga til að skapa aukna samkeppnishæfni, fyrir framleiðslu annarra landa í samkeppni við framleiðslu til útflutnings í Kína.

Klárt er að það er húsnæðisbóla í nokkrum stærri borgum í A-Kína, og við ströndina. En heilt yfir litið, Kína skoðað sem heild, er húsnæðis verðlag ekki óeðlilega hátt. Á hinn bóginn, vegna mjög mikils munar milli efnahagslegrar framþróunar milli fylkja, er sennilega villandi að einblína á meðaltöl.

Ef hún springur, mun höggið geta dregið nokkuð úr hagvexti, skapað verulegt högg fyrir bankakerfið í Kína, aukið verulega atvinnuleysi á tilteknum svæðum.

Aðhaldsaðgerðir kínv. stjv. eru farnar að skila árangri, þ.e. nokkuð hefur dregið úr hagvexti, kínv. stjv. virðast einnig vera að leitast við að hægja á húsnæðismarkaðinum, skapa þ.s. við getum kallað mjúka lendingu.

Hvort þeim tekst það - er önnur saga!

PEOPLE'S REPUBLIC OF CHINA - STAFF REPORT FOR THE 2011 ARTICLE IV CONSULTATION

 

"Labor. Official data shows double-digit increases in nominal wages and there are signs of labor mismatches, both geographically and skills-related. There is, however, significant heterogeneity across the labor market. Anecdotal indications are that jobs are migrating from the coastal regions into the interior provinces, in part due to demographic reasons, improved prospects in inland provinces, and frictions to labor mobility created by the household registration scheme. The premium for skilled or experienced labor is growing but unskilled labor has much less pricing power in the labor market. Unemployment among university graduates is becoming an important social issue with many college graduates ill-equipped for the workplace. At the same time, companies report being increasingly constrained by a lack of skilled labor. This growing skills gap is a pressing issue without a clear near-term solution and one that is feeding into growing income inequality." Bls. 6

 

Fyrir áframhald framþróunar Kína, er mjög mikilvægt að störf séu farin að færast frá ströndinni, og lengra inn í land. Það er eitt af því sem verður að gerast.

Aukin velmegun í strandhéruðum, ásamt tilfærslu þeirrar starfsemi sem þarf virkilega mjög lág laun til að ganga til héraða lengra inn í landi, getur skapað grundvöll fyrir umtalsverða aukningu verslunar milli héraða. Það getur skapað verulegann hagvöxt síðar meir.

Það sem þó er mikilvægast, er að þ.e. stór veikleiki fyrir Kína, að vera svo háð útflutningi sem það enn er, og það eykur til muna reikna ég með jafnvægi í hagvexti, því stærri hluti hagvaxtar fer að byggjast á verslun innanlands.

Það að laun starfsmanna með þekkingu og þá menntun sem hentar atvinnulífinu, hækka mun hraðar en þeirra sem eru lítt skólaðir og minna þjálfaðir, kemur sennilega ekki á óvart. Það er því vaxandi launabil.

Áhugavert að til staðar er skortur á fólki með fagþekkingu. Verkefni fyrir stjv. til að efla skólakerfið. 

 

"Nevertheless, China continues to have a structural labor surplus with significant unemployment and underemployment. At an aggregate level, it still appears that wage pressures are mostly being absorbed by productivity gains; manufacturing unit labor costs are rising only slowly and corporate profit margins are not being compressed by rising costs. While changes in the labor market will help with rebalancing, this would be a gradual process and would need to be complemented with reforms in a range of other areas....The authorities felt that the transition underway in the labor market was an important development and could represent a significant force in economic rebalancing. Bls. 7"

 

AGS telur að vísbendingar séu um að launaþróun einsömul, muni einungis skapa umsnúning á hagkerfinu í Kína á löngum tíma. 

En kínv. hagkerfið er orðið svo stórt að mínu mati, að viðskiptahagnaður Kína er ekki lengur sjálfbært ástand fyrir heimshagkerfið. Hann sé ógn við það, vegna þeirrar skuldasöfnunar sem hann skapar í löndum sem hafa nú um langt árabil haft mikinn og vaxandi viðskiptahalla við Kína.

Sérstaklega vísa ég til Bandaríkjanna - en mig grunar að of seint sé að bjarga bandar. hagkerfinu frá annarri niðursveiflu.

En gríðarleg skulda-söfnun muni á endanum skapa þar skell, sem þá muni fella lífskjör í Bandar. all hastarlega, og þannig leiðrétta þann gríðarlega viðskiptahalla sem ríkt hefur nú a.m.k. 20 ár.

Mér sýnist á skýrslunni að kínv. stjv. séu ekki alveg að átta sig á alvarleik málsins, því hve ég held að sé stutt í þetta hrun í bandar. þíðir, að Kína liggur mjög mikið á að framkv. þennan umsnúning.

Það er, að stórauka neyslu innan Kína, sem í dag er mjög lítil - miðað við stærð hagkerfisins. Svo, hagvöxtur geti viðhaldist jafnvel þegar - ekki ef að mínu mati, Bandar. lenda í efnahags skellinum.

Reyndar má vera að Kína sé fallið á tíma!

 

"Property Bubbles
Developments. The government’s efforts to slow the rapid pace of increase in property prices appear

to be having the desired effect. In the first five months of this year, residential property prices on average rose 7 percent over those of the previous year and transaction volumes have been discretely lower. Market participants indicated that the restrictions on purchases of properties for investment purposes have had the biggest impact. There is also some evidence that people are shifting more into renting property with rents now catching up with prices in the larger cities. In addition, commercial real estate prices have been rising quickly, particularly in the larger coastal cities (Figure 3). Despite the slower rate of increase in house prices, real estate investment has held up well, in part bolstered by an ongoing expansion in the construction of housing for lower income groups (the government has a goal of building or refurbishing 10 million units of social housing this year)." bls. 9

 

Tilraunir kínv. stjv. fram að þessu, hafa einungis hægt á hækkun fasteignaverðlags. Eins og sést á myndinni að ofan, er klárt bóla í tilteknum borgum í Kína.

Áhugavert að skoða samanburð við borgir á vesturlöndum. En verðlag í Kína miðað við kaupgetu, er klárt mikið hærra í þeim tilteknu kínv. borgum.

Spurningin er grunar mig ekki hvort þær bólur springa, heldur hve stórt höggið verður þegar það gerist.

Stefna stjv. að reisa 10. milljón félagsl. íbúðir, á næstu árum. Getur þó sennilega að einhverju leiti dregið úr högginu á húsbygginga-iðnaðinn. Með því að viðhalda eftirspurn eftir þeirra þjónustu.

 

"Assessment. Despite some success in calming down the property market, prices are


high as a share of household income, particularly in some of the larger cities, and staff remains concerned about the potential for a property price bubble in China. The property sector occupies a central position in the Chinese economy, directly making up 12 percent of GDP and is highly connected to upstream industries (like steel and cement) and downstream producers of appliances and other consumer durables. Direct lending to real estate (developers and household mortgages) makes up around 18 percent of banks’ credit portfolio; property is a sizable component of household and corporate balance sheets; and for local governments— which account for 82 percent of public spending—property-related revenues (including budgetary funds) are important. A property bubble, therefore, would pose serious macroeconomic and financial stability risks." bls. 9

 

Það virðist hafa verið um nokkurt árabil í gangi, jákvæð hringrás "positive feedback cycle"; þ.e. bankalán eru mjög ódýr eins og fram kemur í skýrslunni enn ódýrari en í dag í Evrópu þó eru þau verulega ódýr í Evrópu, þau auka mjög eftirspurn eftir húsnæði því ódýr lán þíðir þú getur keypt húsnæði sem þú annars gast ekki eða stærra en þú annars hafðir efni á, en þetta eykur einnig eftirspurn eftir byggingum frá fyrirtækjum, mikil framleiðsla á byggingum eykur eftirspurn eftir stáli - sementi og öllu því sem til þarf frá fjölmörgum aðilum í hagkerfinu, hlutfall lána til fasteigna fer vaxandi hjá bönkum - þær eru hluti af eiginfé margra aðila þ.e. fyrirtækja og einnig opinberra aðila. 

Þannig að skellurinn þegar hann verður, getur verið virkilega umtalsverður á hagkerfin í þróuðustu hlutum Kína.

  • Spurning þó akkúrat hvenær sá skellur kemur.
  • En, mjög erfitt myndi vera að ef hann kemur ofan í hagkerfisskell, sem á uppruna sinn að utan. 
  • Ég get ímyndað mér "worst case" að stóri skellurinn verði með látum í Bandar., og þrátt fyrir ítrustu tilraunir kínv. stjv. þá takist þeim ekki að komast hjá því, að sá skellur framkalli án tafar hrun fasteignaverðs í borgum, þ.s. verð virðast mjög bólukennd.

 

"Social Safety Net
Since the eruption of the global financial crisis commendable progress has been made in expanding China’s social safety net with significant resources allocated to improving the pension, healthcare, and education systems. This will certainly help rebalance toward private consumption. In particular, a new rural social pension system has been introduced and now covers 60 percent of counties In addition, healthcare spending has been substantially increased to build health facilities, train personnel, and achieve near-universal coverage of basic health insurance. Finally, the government is about to expand the existing social pension scheme to include the urban unemployed with nationwide coverage expected by 2012." Bls. 16

"Policies. Despite progress, gaps in the safety net still remain. The health system continues to create incentives for precautionary saving because of high out-ofpocket expenses and inadequate coverage for catastrophic illnesses. At the same time, there is a need to increase the generosity of social benefits, consolidate the complex and fragmented patchwork of various national, provincial, government and occupational pension schemes, and achieve universal pension coverage for urban, migrant, and rural workers.  Bls. 16

Social Policies Already Taken To Promote Rebalancing

  • Increases in the basic pension, social transfers, and unemployment benefits
  • Launch of a new rural pension scheme
  • Introduction of a new social pension system for urban residents
  • Full portability of pension benefits
  • Increased subsidies for health insurance and coverage of a core set of prescription drugs
  • Significant investments in new hospitals, community health facilities, and the training of healthcare personnel
  • Implementation of the Labor Contract Law and increases in minimum wages" Bls. 16

 

Eins og fram kom, þá eru kínv. stjv. farin að efla samfélagsþjónustu, og eins og fram kemur hjá starfsm. AGS, þá er enn langt í land, að þjónustukerfi v. almenning í Kína, standist samjöfnuð v. þ.s. tíðkast t.d. í Evrópu.

Þetta er almennt talið mikilvægur þáttur í því að efla neyslu, því með því að auka félaglegt öryggi og heilsugæslu, þá sé sparnaður minnkaður og hlutfall tekna almennings sem fer til neyslu aukið.

Enn sé sparnaður mjög hátt hlutfall tekna almennings, því neysla minni en annars væri, vegna þess að fólk enn telur sig þurfa að eiga verulegt fjármagn í sjóði, fyrir óvæntum áföllum.

 


The Role of the Exchange Rate
Assessment. Staff continues to believe that the renminbi remains substantially below the level consistent with medium-term fundamentals. At this point, there is little reason to change the assessment made during the 2010 Article IV consultation. Reserve accumulation has been significantly larger than foreseen at the last Article IV (reserve levels at end-March were already above what staff had previously forecast for end-2011 and are well above the level needed for precautionary purposes). Despite progress in appreciating against the U.S. dollar, the real effective exchange rate has depreciated over the past year.1 (1 The current estimates of the IMF’s Consultative Group on Exchange Rates indicate that the renminbi is undervalued by 3 percent (ERER approach), 17 percent (ES approach), and 23 percent (MB approach)). Finally, despite the important progress made in many policy areas, staff does not yet see in place the critical mass of measures that will be needed to decisively change the incentives for saving and investment and achieve a lasting decline in the current account surplus (Box 4).

Sjá einnig box á bls 21 og 22.

 

Það er enginn vafi á því, að þáttur í hagvaxtar-strategíu kínv. stjv. hefur verið, að viðhalda óeðlilega lágu gengi, miðað við hagkerfislega stöðu Kína.

En, ef kínv. gjaldmiðillinn væri fljótandi, hefði hið gríðarl. innflæði fjármagns til Kína, aukið eftirspurn eftir gjaldmiðli Kína, og þannig hækkað hann. 

Með því að viðhalda gjaldmiðilsshöftum, hefur kínv. stjv. tekist að koma í veg fyrir slíka hækkun.

Öfugt við okkur á Íslandi, eru höftin til að halda genginu lágu.

Það eflir svo samkeppnisstöðu kínv. útflutnings atvinnuvega.

En, einnig heldur það niðri kaupmætti almennings í Kína, þannig innflutningi.

Þetta er sem sagt þáttur í því að viðhalda viðskifta-afgangi Kínv.

Ég veit ekki af hverju Bandar. og Evrópa, hafa ekki gert meir í því að beita kínv. stjv. þrýstingi til að fá Kína til að annaðhvort að losa um höft á kínv. gjaldmiðlinum, eða til að hækka gengið hans.

Eða, af hverju Kína var hleypt inn í Heims-viðskiptastofnunina, án þess að slík stefnubreyting væri knúin fram.

 

"Suggested reforms: The exchange rate. First, by allowing the exchange rate to appreciate there will be genuine, market-driven, two-way movement of the currency, reducing the pressure from capital inflows. This will provide greater scope for the People’s Bank of China to exercise macroeconomic control through a more market-based and counter-cyclical monetary policy. A stronger renminbi will lessen the pace of foreign reserve build-up, translating into significantly less liquidity pressure in domestic markets and a diminished need to use higher and higher reserve requirements and issuance of central bank paper to absorb this liquidity. With structurally less liquidity generated by the balance of payments, financial reform can safely move ahead in various areas." bls. 25.

 

AGS telur að ef gengið er fært upp á markaðsgengi, þá muni flæði fjármagns inn og út úr landinu, verða meir í takt við raun hagkerfislega stöðu en nú er. En í dag, sé innflæði raskað af lág-gengi þannig, að meir fé streymir inn í hagkerfið en annars væri. 

Þá sé unnt, að færa verðlag á fjármagni innan Kína, smám saman upp í eðlillegra ástand, miðað við hagkerfislegar aðstæður. Raskanir innan hagkerfisins, vegna óeðlilega lágs verðlags á fjármagni, muni fjara út.

Hagstýring seðlabanka Kína, verði stórum skilvirkari.

 

"The monetary framework. As appreciation continues, the central bank can begin to absorb the significant liquidity overhang that is currently present in the financial system. This will need to involve a steady increase in the entire structure of deposit, loan and interbank rates and a much more aggressive use of open market operations to reach a point where the central bank no longer needs to rely on administrative limits on new lending and, instead, credit can be allocated by price-based means. As liquidity conditions tighten, interbank and central bank paper rates should move well above the deposit rate and monetary policy can be conducted largely through indirect instruments. Tighter liquidity conditions will create incentives for banks to improve their internal liquidity management functions and focus more on assessing risk-return trade-offs in allocating loans. At the same time, the central bank should move to reserve averaging to ease liquidity management challenges faced by the banks and allow reserves to operate as an effective buffer in times of short-term stress. With a more flexible exchange rate and the likely instability in monetary aggregates as financial reform proceeds, China will have to adopt a new framework for monetary policy decision making. For an economy of China’s size, importance, and complexity, the preferred alternative would be an institutional design that establishes objectives on growth, inflation and financial stability and uses a combination of monetary and macro-prudential tools to achieve those goals." bls. 25.

 

AGS vill með öðrum orðum, að Kína taki upp nútíma vestræna peninga-hagstjórn.

Fyrir neðan, sést mat AGS á áhrifum slíkra breytinga!

 

Sjá einnig box bls. 34 og 35.

Growth Impact (In percent) bls. 36

...............20 percent......................20 percent RMB
...............RMB..............................appreciation plus
...............appreciation....................other reforms for
..................................................rebalancing

China.........-0.8 to -2.0..................-2.0 to 1.0
U.S.............0.05 to 0.07...................< 0.15
Euro Area........< 0.12......................<0.21
Japan..........0.07 to 0.30................0.10 to 0.30
U.K..................< 0.5.........................< 0.1
EM Asia.......0.25 to 0.33................0.25 to 1.0
Commodity.......< 0.3.........................< 0.3
producers

 

AGS telur að gengishækkun eingöngu, muni draga úr hagvexti í Kína. En, þarna kemur ekki fram, að núverandi hagstjórnarmódel í Kína er mjög líklega ósjálfbært, fyrir heiminn í heild.

Síðan telja þeir að möguleiki sé á að, ef Kína tekur að fullu upp vestrænt hagkerfis módel, í peningamálum. Þá geti það bætt við hagvöxt.

Best er að taka þessari skýrslu þannig, að AGS sé að leitast við að sannfæra kínv. stjv.

Þeir vilja þá sennilega ekki vera of ónotalegir, eins og að segja opinberlega a.m.k. að núverandi módel geti ekki gengið mikið lengur, að hrun sé sennilega óhjákvæmilegt.

 

Current Account Impact (In percent of GDP) bls. 36

..................20 percent...............20 percent RMB
..................RMB.......................appreciation plus
..................appreciation.............other reforms for
...............................................rebalancing
China.........-0.7 to -2.9................-0.7 to -5.2
U.S............0.02 to 0.08................0.02 to 0.25
Euro Area....0.05 to 0.1.................0.10 to 0.19
Japan.........0.04 to 0.11................0.04 to 0.11
U.K............0.05..........................0.11
EM Asia......-0.31 to 0.30...............-0.76 to 0.31
Commodity.-0.2 to 0.11................-0.01 to 0.31
producers

 

Þarna kemur fram, mat AGS á áhrifum á viðskiptajöfnuð Kína, af annarsvegar gengisfellingu eingöngu og af því að ganga alla leið og taka upp vestræna peningastýringu að fullu og öllu.

Eins og fram kemur, þá telja þeir að viðskiptahagnaðurinn geti nánast horfið, ef Kína gengur alla leið. Annars verði áfram verulegur en þó minnkaður hagnaður, ef gengið er hækkað eingöngu.

 

Niðurstaða

Eins og fram kom á fimmtudaginn 21/7 í fréttum frá Bandar. - þá slitnaði upp úr samningaviðræðum milli fylkinga á Bandaríkjaþingi. Svo það stefnir í að alríkið í Bandar. verði greiðsluþrota þann 2/8 nk. Um helgina, mun Obama bjóða leiðtogum beggja þingfylkinga til samningsfundar í Camp David. Það getur verið lokatilraun til að ná lendingu í málinu.

Enn er nánast sama gjáin milli aðila, þ.e. annar hópurinn vill niðurskurð útgjalda eingöngu, meðan hinn þ.e. ríkisstj. og Demókratar, vilja blandaða leið skattahækkana og niðurskurðar.

Það áhugaverða í því samhengi er, að skatttekjur alríkisins í dag, eru lægra hlutfall landsframleiðslu en var á Reagan tímabilinu.

Svo það er ekki eins og að, einhver háskatta stefna hafi verið í gangi. 

Martin Wolf :"...revenues are forecast to be a mere 14.4 per cent of GDP in 2011...Individual income tax is forecast to be a mere 6.3 per cent of GDP in 2011... in 1988, at the end of Ronald Reagan’s term, receipts were 18.2 per cent of GDP."

Þetta er ótrúlegt sbr. meðaltal Norðurlanda er að ríkið taki nærri því 50% til sín.

Eitt er þó ljóst, að ríkið getur ekki viðhaldið núverandi skuldbindingum, án mjög umtalsverðra skattahækkana. Á sama tíma er klárt, að ef ekki verður af þeim, þá falla sennilega bæði "MedicCare" og "MedicAid" - nema þau kerfi verði skorin mikið niður.

Að ríkið geri mun minna, þíðir ekki endilega að kostnaður almennings sé lægri. Það þíðir, að í staðinn, er hann að borga þann kostnað til annarra aðila - sbr. einkareknar sjúkratryggingar.

----------------------------------------

Ég ætla ekki að fara djúpt í vanda Kana. En punkturinn er sá, að enginn veit hvað gerist, þegar 2/8 rennur upp án samkomulags þ.e. Bandaríkjaþing hefur ekki veitt alríkinu heimildir til frekari lántöku.

Þá þarf alríkið að forgangsraða skuldbindingum, mun sennilega greiða starfsmönnum laun. En líklega, hætta greiða af skuldum við erlenda aðila.

Það gæti skapað síðan verulegann óróa innan hins alþjóðlega fjármálakerfis. 

Sannarlega gerðist ekki mikið síðast þegar svona lagað átti sér stað í Bandar. - 1995/96, þ.e. við áramót. Samkomulag náðist fljótlega á nýárinu. Alríkið greiddi dráttarvexti. Það var svo það.

Vandinn er að í dag, er ekki endilega ljóst að þingfylkingar myndu ná samkomulagi, eins og gerðist síðast, fljótlega eftir að alríkið varð greiðsluþrota. Heldur, miðað við gjána milli aðila, gæti það allt eins dregist vikum saman.

Að auki er alþjóðlega fjármálakerfið, í mun viðkvæmara ástandi en þá var.

Hættan er að því lengur sem samkomulag milli þingfylkinga dregst eftir 2/8 því stærri verði neikvæð áhrif innan alþjóðlega fjármálakerfisins.

En aðilum munar alveg örugglega um þær greiðslur, sem þeir fá - í gegnum eign sína á bandar. ríkisskuldabréfum. 

Hjá fjölmörgum aðilum, mynda þau einnig hluta af eigin fé, svo verulegt verðfall þeira myndi skaða fjárhagslega stöðu mjög margra aðila.

----------------------------------------

Hættan er klár að þetta verði trigger fyrir stóra alþjóðlega krýsu - þ.e. þ.s. ég átti við er ég sagði að ofan, að verið getur að kínv. stjv. séu brunninn inni á tíma.

Að of seint sé úr þessu hjá þeim, að vinda ofan af bólum innan eigin hagkerfis.

Ef alþjóðleg fjármálakrýsa hefst einhverjum dögum eftir 2/8, þá getur það hæglega, raskað svo mjög kínv. efnahag, að þá springi þær húsnæðisbólur sem þar hafa upp hlaðist. 

Svo, ef það fer saman við verulegt verðhrun dollars og bandar. ríkisbréfa, sem mynda stórt hlutfall þeirra varasjóða sem kínv. stjv. hafa upp á að hlaupa, til að fjármagna hagkerfislegar reddingar heima fyrir.

Tja, þá getur verið full ástæða til að leggjast á bæn og byðja fyrir heimshagkerfinu.

 

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Gíslason

Ég las líka vangaveltur vegna skuldasöfnunar sveitarfélaga í Kína. spurningin var hvort það væri ekki orðið of mikið og þeir gætu hreinlega ekki greitt þessar skuldir.

Ómar Gíslason, 24.7.2011 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband