Gjaldþrot Grikklands hangir enn sem damoklesar sverð yfir bankakerfi Evrópu! Ekkert gengur að snúa hlutum til betri vegar!

Grikkland er statt inni í "debt depression" miðað við nýjustu fréttir. En, skv. þeim þá er allt meira að minna að ganga á afturfótum. Skatttekjur eru minni en reiknað var með. Ekki bara vegna undanskota, sem er klassískt vandamál í Grikklandi, heldur vegna þess ekki síður að samdráttur í gríska hagkerfinu er meiri skv. endurskoðuðum hagtölum en áætlun hafði gert ráð fyrir að yrði reyndin.

 

Hole in Greek finances bigger than thought as bond flight continues : "The deficit in the Greek government's budget amounted to 10.5pc of GDP in 2010, EU statistics agency Eurostat reported on Tuesday, putting it significantly above February's 9.6pc estimate from Brussels." - "The Greek finance ministry said the latest "deviation" was "mainly the result of the deeper than anticipated recession of the Greek economy that affected tax revenues and social security contributions"."

Þessar fréttir höfðu neikvæð áhrif á markaðinn, og skuldatryggingaálag Grikklands, Portúgals og Írlands hækkaði á mörkuðum, og að auki hækkaði vaxtakrafa fyrir 2 ára bréf.

 

Greek debt yields soar on deficit fear

....................Skuldatryggingaálag.........Ávöxtunarkrafa fyrir 2. ára ríkisskuldabréf.

Grikkland,..........1.435........................................24,34%

Portúgal,...............681........................................12,09%

Írland,..................669........................................11,46%

 

Undanfarnar 2. vikur hefur verið mjög sterkur orðrómur uppi um það, að gríska ríkisstjórnin væri við það að gefast upp, og lísa sig gjaldþrota. Nú síðast um páskahelgina!

Klárt er að Evrópusambandið tekur ástandið á Grikklandi alvarlega! Sendinefnd frá Seðlabanka Evrópu og AGS, mun taka út ástandið í Grikklandi snemma í maí nk.

EU poised for Greece crisis talks : "Senior officials from the European Union, the European Central Bank and the International Monetary Fund are expected to make a "lightning visit" for two days to ensure Greece can meet plans to cut its deficit by €24bn (£21bn). The trip is being planned for May 9, although insiders said this could be brought forward to May 5."

"On Saturday (laugardaginn fyrir viku) Jurgen Stark, an executive board member of the ECB, warned that a restructuring of debt in any of the troubled  eurozone countries could trigger a banking crisis even worse than that of 2008. "A restructuring would be short-sighted and bring considerable drawbacks," he told ZDF, the German broadcaster. "In the worst case, the restructuring of a member state could overshadow the effects of the Lehman bankruptcy."

Þetta er einmitt orðalagið til að róa markaðina - draga úr paník :)

  • En, ég samt sem áður trúi því að herra Stark viti um hvað hann er að tala!
  • Það væri því ekkert gamanmál fyrir Evrópu, ef Grikkland springur á limminu!

En tekið saman, með þeim sterka orðrómi sem uppi er, að mjög bersýnilegt er orðið að AGS planið í Grikklandi er ekki að virka og að mjög klárt er orðið í flestra augum sbr. mat markaðarins að gjaldþrotslíkur Grikklands séu komnar upp í 67%, að Grikkland einfaldlega mun aldrei geta staðið í skilum - munum einnig eftir orðum Stark sem sér ástæðu til að segja þetta upphátt og við fjölmiðla - munum einnig eftir sendinefnd Seðlabanka Evrópu og frá AGS; þá virðist sem greiðsluþrots tilkynning frá Grikklandi, geti jafnvel verið rétt handan við hornið.

 

En það eru mjög sterk öfl andvíg slíkri yfirlísingu!

  1. Þýskir bankar lánuðu mikið fé til Grikklands, og það myndi alls ekki henta Merkel, að þurfa að endurfjármagna banka í Þýskalandi og verja til þess tugum milljarða Evra.
  2. Seðlabanki Evrópu, á mikið af grískum ríkisbréfum, og þau myndi þá verða til muna verðminni, og Seðlabankinn mun sannarlega frekar vilja forðast að þurfa að bókfæra slíkt tap.
  3. Grísku bankarnir, munu sennilega allir með tölu hrynja því þeir sjálfir hafa fjárfest mikið í ríkisbréfum eigin ríkisstjórnar, og talið líklegt að þeir myndu ekki höndla þá afskrift sem til þyrfti þ.e. á bilinu 50-60%.

Timing of Bailout-State Restructuring Could Affect Survival of the Euro Zone : "The earlier a restructuring occurs, the more it will hurt euro-zone banks. But the later it occurs, the more conscious taxpayers in creditor nations will be of giving help to another country. And that will provide a major test of the currency area's cohesiveness. "

  • Paul Hannon kemur með áhugaverðann punkt, að það sé í reynd betra fyrir Grikkland að fara sem fyrst í greiðsluþrot.
  • En, hann bendir á, að í augum almennings í öðrum Evrópuríkjum, verði greiðsluþrot aðildarlands og sú tilhugsun að tapa eigin skattfé til annars aðildarlands, ekki síður óvinsælt 2013 en á þessu ári.
  • Þannig, að viðbrögð annarra Evrópulanda muni einnig þá eins og í dag, vera þau að beita þrýstingi á Grikkland, að borga - að bjóða frekar viðbótarlán en að taka á vandanum.
  • Þrýstingur um að halda áfram, að skera frekar niður - auka samdrátt o.s.frv., verði sá sami og í dag, en á sama tíma valdi sú krafa enn frekara tjóni á gríska hagkerfinu og hag almennings á Grikklandi.
  • Þar sem, þ.e. mjög klárt að betra er fyrir hin Evrópuríkin, að Grikkland fresti greiðsluþroti sem lengst - því það mun kosta þau minna.
  • Og, eftir því sem frá lýður, þá ættu bankakerfin í hinum löndunum smám saman að geta náð því að endurfjármagna sig.
  • Þá má einnig halda því fram, að einmitt í dag - hafi Grikkland bestu samningsaðstöðuna; ef einhverntíma Grikkland þorir að taka áhættuna, og segja við hin ríkin - þið verðið að gefa meir eftir gagnvart okkur.
  • Einmitt vegna þess, að greiðsluþrot í dag mun verða erfiðara og kostnaðarsamara fyrir hin ríkin, en greiðsluþrot seinna. En, á móti mun þá grískur almenningur þurfa að búa við stöðugann þrýsting á þeirra kjör, umfram þ.s. þyrfti að vera ef skuldirnar væru lægri.
  • Þarna sýnist mér að ætti að vera að finna einhvern milliveg. En, til þess að vinna hann fram, þarf gríska ríkisstj. að þora að stíga á einhverjar tær.
  • Slíkur millivegur, getur verið lenging á lánum og á sama tíma veruleg lækkun á vöxtum. Jafnvel einhver eftirgjöf af höfuðstól.

Að sjálfsögðu, verður slíkt ekki vinsælt - en mig grunar að Hannon hafi rétt fyrir sér, að líkur á að það gangi betur fyrir ríkisstj. Grikklands að semja seinna, séu ekkert betri á morgun - þvert á móti sýnist mér, því einmitt með minna í húfi á morgun þá munu sennilega hin aðildarríkin sjá minni ástæðu til eftirgjafar.

En sagan kennir, að til að ná fram málamiðlun, þurfa aðilar báðum megin borðs að standa frammi fyrir tjóni; og ef annar aðilinn gefur hinum tíma til að komast út úr tjónshættu, þá verður sá aðili minna líklegur til eftirgjafar - ekki meir.

Þannig, að það væri röng ákvörðun fyrir grísku ríkisstjórnina, með hagsmuni eigin íbúa í huga, að bíða fram yfir þetta ár með það að semja um umtalsverðar tilslakanir frá hinum ríkjunum, varðandi þau lán sem Grikkland hefur frá þeim fengið.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband