Peter/Paul dómurinn frægi, virðist útiloka möguleikann á því að unnt sé að krefjast bóta umfram 20.000€

Þrátt fyrir að margoft sé búið að ræða um hinn margfræga Peter/Paul dóm, á blogginu og í fjölmiðlum. Hafði ég aldrei tekið mig til og lesið dóminn fyrr en nú. En, þ.e. ekki til nein áreiðanlegri leið, til að komast að sannleika máls, en að kynna sér sjálfur þær upplýsingar sem rifist er um.

Ástæða þess, að ég fór allt í einu að velta þessu fyrir mér, er grein í Financial Times um páskahelgina, sem ég kom mér ekki í að lesa fyrr en nú. En hún er eftir John Dizard fjármálaspeking.

En, við lestur, virðist Peter/Paul dómurinn útiloka að misstök eftirlitsaðila skapi stjórnvöldum skaðabótaskildu umfram, 20.000€ lágmarkið - svo fremi að til staðar sé innistæðutryggingakerfi, er tryggir greiðslur á þeim 20.000€. Síðan er það auðvitað deila út af fyrir sig, hve mikla ábyrgð Ísland ber á þeirri lágmarkstryggingu. En, svo fremi að lágmarkið sé raunverulega tryggt, virðist hið minnsta ekki vera hægt að krefjast frekari bóta, á grundvelli mistaka við stjórnsýslu eða eftirlit.

 

Peter - Paul dómurinn!

Sjá: Heavy hands do not help stability

  • "Except that there has been a decision by the European Court of Justice (Case C-222/02, from 2004) that rejected state liability for “defective supervision”."
  • "So it would seem the many commonly agreed shortcomings of Icelandic and Irish bank supervision do not put those country’s taxpayers at legal risk."

Málið er, að þetta tiltekna dómsmál er Peter/Paul dómurinn frægi. Svo, það var ekkert um annað að ræða, en að gera örstutta netleit og fá Peter/Paul dóminn beint á skjáinn og hefja lesturinn.

Peter / Paul - Case C-222/02, from 2004 European Court of Justice

En forsaga máls er sú að tiltekinn einstaklingur átti inneign hjá þýskum banka. Sá banki fór á hausinn, og átti viðkomandi einstaklingur því kröfu í bankann, vandi þess einstaklings var sá að viðkomandi banki hafði ekki staðist reglur sem þá giltu í Þýskalandi um aðgang að innistæðutryggingasjóð - svo sá banki var ekki hluti af innistæðutryggingakerfi er hann féll; svo sá ágæti maður sá einungis fram á að fá greitt eftir dúk og disk og þá sennilega einungis hluta af kröfu.

Sá banki fór á hausinn áður en Þýska þingið kom því í verk að leiða í lög "Directive 94/19EC". Einstaklingurinn vildi meina, þ.s. bankinn fór á hausinn eftir 1995 þegar skv. Directive 19/94 átti að vera búið að leiða það í þýsk lög, þá hefði þýsk yfirvöld að hans mati í reynd verið skuldbundin skv. ESB lögum að starfa skv. því, og hann vildi meina að skv. því væru yfirvöld skuldbundin til að taka niður banka, sem ekki uppfylltu lágmarksreglur; og að ef yfirvöld væru sein til - en Peter gerðist ekki innistæðueigandi fyrr en eftir að hann vildi meina að bankinn hefði átt að hafa verið tekinn niður og vildi því meina að stjv. ættu að bæta allt hans tjón þar með en ekki einungis skv. 20.000€ lágmarkinu.

Spurningin var því nánar tiltekið, hvort Þýska ríkið gæti með slælegu eftirliti með bönkum, skapað sér skaðabótaskildu umfram 20.000€?

"32. The answer to the first question must therefore be that, if the compensation of depositors prescribed by Directive 19/94 is ensured, Article 3(2) to (5) thereof cannot be interpreted as precluding a national rule to the effect that the functions of the national authority responsible for supervising credit institutions are to be fulfilled only in the public interest, which under national law precludes individuals from claiming compensation for damage resulting from defective supervision on the part of that authority."

Svar Evrópudómstólsins er flatt "Nei".

Mér sýnist skv. þessum dómi falla martyggðar fullyrðingar þess efnis, að Ísland geti verið skaðabótaskilt, hugsanlega, umfram 20.000€ lágmarkið! A.m.k. á grundvelli þess að Ísland hafi staðið rangt að innleiðingu tilskipunar eða haft slakt eftirlit með bönkum.

Eini mögulegi eða hugsanlegi grundvöllurinn fyrir kröfu um upphæð umfram 20.000€ er þá á grundvelli mismununar! Það er ef EFTA dómstóll úrskurðar að Ísland hafi mismunað ísl. og breskum sparifjáreigendum!

Ég hef talið alla tíð, að þetta væri hin gildandi regla - en ágætt að sjá það staðfest á prenti, að þannig sé það í reynd!

 

Spurning um mismunun!

Vonandi kemur í ljós að þrotabú Landsbanka Íslands hf, standi undir þeim endurgreiðslum að fullu.

Ég treysti mér ekki að fullyrða neitt um svokallaða mismunun, en bendi þó á að sú meinta mismunun er átti sér stað var ekki á grundvelli þjóðernis - enda allir tryggðir á Íslandi óháð því hverra ríkisborgarar þeir eru; heldur á grundvelli landsvæðis, þ.e. hér.

  • Ísland klárlega gat ekki veitt sambærilega tryggingu í Bretlandi og Hollandi!
  • Að tryggja ekki sparifé hér, hefði haft mjög alvarlegar afleiðingar á Íslandi.
  • En, þá hefðu allir reikningar verið lokaðir!
  • Ísl. hagkerfið hefði skollið í algerann baklás.
  • Við hefði tekið samfélagskrísa af óþekktri stærð.
  • Síðan, að fyrir Bretland og Holland, var það ekki líklegt til að vera nærri því eins alvarlegt, að þeirra fólk væri ekki tryggt - en sá hópur er mjög lítill hluti heildarfj. innistæðna þar.

Svo, það eru klár málefnaleg rök, fyrir því sem neyðaraðgerð, að Ísland hafi framkvæmt þessa tilteknu aðgerð með þessum hætti!

Þannig að ég er bjartsýnn á að dómur muni ekki dæma Ísland brotlegt á grundvelli mismununar!

Auðvitað sem Íslendingur er ég ekki endilega hlutlaus skoðandi í þessu máli!

 

Ísland ekki skuldbundið til að greiða vexti! - svo fremi við vinnum mál í sambandi um kröfu á hendur okkur vegna meintar mismununar!

Á hinn bóginn, sé ég enga sérstaka ástæðu til þess, að Ísland sé skuldbundið að greiða Hollendingum og Bretum vexti, þ.e. að við viðurkennum að um hefðbundið lán sé að ræða.

Þeir greiddu sínu fólki, til að tryggja kyrrð og ró heima fyrir - sem sagt tryggðu sína hagsmuni. Þannig tóku þeir yfir rétt að fá greitt úr Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta (TIF). En, hvergi kemur fram í Directive 94/19EC að það séu nokkrir vextir sem menn eiga rétt á að fá á þá peninga - ef greiðslur þess fjár hafa dregist e-h af óviðráðanlegum ástæðum, miðað við einhvern tiltekna viðmiðunar dagsetningu. Sannarlega er dráttur vel umfram þann tíma sem á að vera búið að greiða þetta fé. En, hvergi er þó tekið fram, að ef dráttur á greiðslum samt á sér stað, þá eigi að greiða einhverja vexti á það fé, frá þeirri dagsetningu sem lögin kveða á um að féð hefði átt að hafa verið greitt í allra síðasta lagi. Þó menn geti ef til vill hártogað einhver sanngirnisrök, þá kemur hvergi neinst staðar fram að réttur sé til slíkra vaxtagreiðsla. Ég sé því ekki nokkurn lagagrundvöll fyrir Breta og Hollendinga skv. Directive 94/19EC að krefja Ísland yfirleitt um vexti á það fé.

Þeir fá einfaldlega sín 20þ.€ greiddar og ekki Evru umfram. Og þá er skilda Ísland uppfyllt skv. Directive 94/19EC - eins og ég sé það (Auðvitað svo fremi, að við svokölluð mismununar kæra falli fyrir dómi).

En ég vil meina að Ísland hafi ekkert gert til að með nokkrum hætti tefja endurgreiðslur. Þær muni fara fram virkilega eins fljótt og nokkur möguleiki er um.  Svo ég sé engan grundvöll skaðabóta í formi vaxta á grundvelli einhverrar ákvörðunar, sem hér hafi verið tekin - því ekkert hefur hér verið gert til að tefja endurgreiðslur frá TIF.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband