Hægt að neita um aðgang að upplýsingum í allt að 110 ár!

Þetta hljómar nánast eins og grín, á okkar litla Íslandi. En í fjölmiðlum í gær, var komið á framfæri gagnrýni á nýtt ákvæði í glænýju fumvarpi ríkisstjórnarinnar til upplýsingalaga. Í því frumvarpi, er einnig breytt nokkrum ákvæðum úr eldri lögum um Þjóðskjalasafn Íslands. Og þ.e. einmitt þær breytingar sem gagnrýndar hafa verið sérstaklega, nánar tiltekið við 9. grein laga frá 1985 um Þjóðskjalasafn Íslands.

Þingskjal. 502 - 381. mál. Frumvarp til upplýsingalaga. 

(Lagt fyrir Alþingi á 139. löggjafarþingi 2010–2011.)

-----------------------------

c.      9. gr. orðast svo: ...

  • g. Við lögin bætist ný grein, sem verður 9. gr. d, svohljóðandi: Þegar sérstaklega stendur á getur þjóðskjalavörður ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamálefni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða.       

-----------------------------

Það er sem sagt þessi nýja undirgrein 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands, þ.e. liður g. undir grein 9., sem fólk hnýtur um.

  • Það verður að segja það, að þessi undirgrein lítur vægast sagt ílla út!
  • En hún virðist setja ákvæði sem er algerlega að best verður séð, háð mati Þjóðskjalavarðar.
  • En orðinu almannahagsmunum er einfaldlega hægt að snara yfir á ensku, með enska orðinu "security" og þ.e. sennilega ekkert orð í heimssögunni, sem eins rækilega hefur verið misnotað, eins og orðið "security".
  • Sagan sýnir að akkúrat ákvæði, sem eru almennt orðuð sem eru hættuleg, því útkoman úr því vill oft verða að þá er meiningin þar á bakvið mjög svo teyjanleg, sem einmitt er ástæða þess að stjv. heimsins líkar almenn og teyjanleg ákvæði, því þ.e. svo auðvelt að fela á bakvið slík ákvæði og einnig að beita þeim sem hindrun.
  • Íllur grunur læðist að manni, að sem dæmi að ráðuneyti muni láta Þjóðskjalavörð vita með óformlegum hætti, hvaða skjöl þeim þætti vænt um, að nytu verndar hans skv. þessu ákvæði. En, ekki verður betur séð, að það séu ekki nokkur takmörk fyrir því, hvaða skjöl úr ríkiskerfinu geta notið verndar Þjóðskjalavarðar, með þeim hætti.

 

Niðurstaða

Ekki verður betur séð að þessi hin umdeilda nýja viðbótarundirgrein 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands, gangi þvert gegn yfirlístum markmiðum, hinna nýju upplýsingalaga að tryggja aðgang almennings, að opinberum gögnum.

Svo, ég held að taka beri undir þá gagnrýni, að þessi tiltekna grein skapi hættu á alvarlegri afturför í aðgangi að upplýsingum, frá stjórnkerfinu.

Vonandi eru þetta mistök ríkisstjórnarinnar, sem verða leiðrétt í meðferð Alþingis á málinu, og þessi tiltekna viðbót við 9. gr. laga um Þjóðskjalasafn Íslands verði fjarlægð, og ekki höfð inni í afgreiddri útgáfu breytinga á þeim lögum.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband