Landbúnaður á Íslandi, á alveg að geta verið þjóðhagslega hagkvæmur!

Ég vil gera tilteknar grunnbreytingar. Afleggja framleiðslustýringu og því framleiðslukvóta. Síðan, vil ég skipta um styrkjakerfi, og taka upp búsetustyrki í stað framleiðslustyrkja.

Að auki, vil ég að landbúnaðurinn, fari í það að vinna metan í þeim mæli er hann getur, svo að hægt verði í framtíðinni að knýja landbúnaðartæki með því innflutta eldsneyti.

Að auki, er ég alveg til í að skoða það, að aðskilja þjónustu- og eftirlit sem Bændasamtökin hafa lengi séð um, og þess í stað hafa þá sömu starfsemi aðskilda í sérstofnun. Sú þarf ekki endilega að vera nákvæmlega skv. fyrirmynd slíkra stofnana innan ESB. En, eitthvert eftirlit mun þurfa að viðhafa. Ég held að síður sé heppilegt, að hagsmunasamtök séu með það en að ríkið sjái um það beint.

 

Rýnifundi um landbúnaðarmál lokið

Ég skrifa þetta í tilefni þess, að svokölluðum rýnifundum um landbúnaðarkafla ESB er nú lokið. Og á hlekk að ofan, sem opnar síðu - þ.s. má finna fleiri hlekki á skýrslu þeirra Íslendinga er sátu þessa rýnifundi ásamt starfsmönnum stofnana ESB.

Ef þær skýrslur eru lesnar, kemur margt áhugavert í ljós um tilhögun landbúnaðarmála innan ESB.

Ég held að það sé algerlega öruggt, að landbúnaðarframleiðsla mun skreppa verulega saman hérlendis, eftir að reglur ESB um landbúnaðarmál hafa tekið gildi af fullum þunga.

Mest mun þetta koma niður á -líklega- framleiðslu mjólkurvara sem líklega mun hér smáma saman deyja drottni sínum, og annarri fj.framleiðslu þ.e. kjúklinga og svínarækt. Persónulega, mun ég sjá meir eftir mjólkinni okkar og öllum þeim afleiddu vörum.

Í staðinn fengum við aðrar - sjálfsagt einnig ágætar vörur - sem geta reynst e-h ódýrari. Ekki er hægt að álykta, hve mikill sá munur myndi reynast vera. En, mér virðist að ekki sé nokkur leið að mjólkurvöru framleiðsa muni eiga hinn minnsta möguleika, nema í einhverri dýrri sérvöru. En, alls ekki almennri neytendavöru.

  • Muna verður að flutningskostnaður hingað er verulegur, sem fullkomlega óhjákvæmilega þíðir að verð hér verða alltaf hærri en á meginlandi Evrópu.
  • En, síðan eru líkur þess að fákeppni á matvörumarkaði muni viðhaldast hér áfram.
  1. Ég bendi á að markaður hérlendis fyrir olíu- og bensínvörur, hefur svipaða eiginleika þ.e. fákeppni - að örfá fyrirtæki skipti markaðinum á milli sín og standa saman í því að halda keppinautum niðri.
  2. Síðan EES samningurinn tók gildi á 10. áratugnum, hafa olíu- og bensínsölu fyrirtæki í Evrópu haft fullt frelsi til að koma sér fyrir á markaðinum hér, til að keppa við innlendu fyrirtækin.
  3. En, ekkert hefur breist hér - hingað hafa ekki streymt slík fyrirtæki að utan; vegna þess að Ísland er lítill og fjarlægur markaður. Í augum útlendinga, er almennt séð ekki eftir miklu að slægjast. Svarar ekki kostnaði.
  4. Mér sýnist því líklegast, að það sama gerist á matvælamarkaði hérlendis, að fákeppni leidd af innlendum aðilum haldi áfram, þannig að matvælaverð sé áfram eftir sem áður haldið uppi af ástandi fákeppni.
  • Ég tel því, að mjög margir stórlega ofmeti líklega lækkun verðlags á matvælum, sem geti orðið við hugsanlega aðild!


Gjaldeyrissparnaður

Þetta er gríðarlega vanmetið. En, Ísland framleiðir mjög fátt í reynd, þannig að flest til alls er innflutt. Til þess að hafa efni á þeim innflutningi, þurfum við gjaldeyristekjur á móti.

  • Þannig, að allur okkar innflutningur er kostaður af okkar - ath. - takmörkuðu gjaldeyristekjum.
  • Ef þær minnka, þarf innflutningur að skreppa saman, svo ekki verði halli á viðskiptum - en slíkur veldur skuldasöfnun.
  1. Punkturinn er sá, að ef framleiðsla minnkar hérlendis á matvælum, þá þarf í staðinn að flytja þau inn.
  2. En, gjaldeyristekjurnar eru takmarkaðar - sem þíðir að þá þarf eitthvað annað að láta undan, þ.e. annar innflutningur að dragast saman á móti, svo ekki skapist halli.
  • Þetta er punktur sem ekki hefur komist inn í umræðuna. En, þ.s. matvæli eru framleidd af landsins gæðum, þá þíðir sá hlutfallslegi sparnaður á gjaldeyri, að þá þarf ekki að flytja inn þá tilteknu vöru - - þannig að þá er meiri gjaldeyrir fyrir hendi fyrir annan innflutning sbr. "zero/sum".

Þennan gjaldeyrissparnað má auka með því, að draga úr gjaldeyrisnotkun við landbúnaðarframleiðslu, með þeim hætti, að landbúnaðurinn fari með skipulögðum hætti að framleiða eins mikið metan og framast unnt er, svo að þá sé þannig hægt að knýja landbúnaðartæki með innlendu eldsneyti.

 

Síðan frekari hagræðingaraðgerðir

  • En ég tel framleiðslustyrki óheppilega, þ.s. þeir hvetja til framleiðslu annars vegar og hins vegar þeir hafa tilhneygingu til að safnast til þeirra sem framleiða mest.

En, framleiðslukvótar eru aðferð til þess að stemma stigu við þeirri hvatningu til offramleiðslu, sem liggur í því að hafa styrki til framleiðslu. En, þá færðu meiri styrki eftir því sem þú framleiðir meira.

Þannig, að án framleiðslustyrkja eru framleiðslukvótar í reynd gerðir fullkomlega óþarfir.

  • Að auki hvetja framleiðslustyrkir til spillingar.

En þetta liggur í því, að menn græða á því að framleiða því þá fá þeir styrki vs. að því stærri sem aðilinn er í framleiðslu því meir fá þeir í styrki. Þannig, að það borgar sig fyrir aðila - sérstaklega stóra aðila - að styrkja kosningabaráttu stjórnmálamanna gegn því að þeir á móti, styðji við það að framleiðslustyrkjakerfi sé viðhaldið.

  • Það framkallast því nokkurs konar samtryggingarkerfi milli stórra styrkþega framleiðslustyrkja og þeirra pólitíkusa í eigin héraði sem þeir halda uppi.
Þannig verða til áhrifamiklir aðilar bæði úti í þjóðfélaginu og á þingi, sem koma fram sem vörslumenn þessa fyrirkomulags.

 

 

Búsetustyrkir

Ég vil þess í stað taka upp búsetustyrki, þ.e. að búseta á jörðum sé styrkt með beinum styrkjum, gegn kvöðum um framleiðslu af einhverju tagi sem telst til framleiðslu á landbúnaðarvörum og gegn því að landinu sé viðhaldið í a.m.k. ekki verra ástandi en áður.

  • Þetta væri gott fyrir bændur, þ.s. slíkir styrkir renna beint til þeirra sjálfra en ekki kerfisins.
  • Að auki, mættu þeir framleiða eins mikið og þeir vilja, svo fremi sem það kemur ekki niður á landgæðum.
  • Einnig, mættu þeir algerlega ráða því, hverkonar landbúnaðarframleiðlsu þeir viðhafa.
  • Með þessu væri því frelsi bænda til athafna stórfellt aukið.

Að auki, er ég alveg til í að heimila sameiningu jarða - þá á ég við að bú stækki með því að einn kaupi út annan.

  • En þá gildi sömu kvaðir áfram - þ.e. að landgæðum sé viðhaldið og framleiðsla stunduð. 
  1. Útgangspunkturinn væri í reynd sá, að tryggja að landbúnaðarland hætti ekki að vera landbúnaðarland.
  2. Að auki, um að tryggja tiltekna grunntekjur þeirra sem lifa á landbúnaðarlandi.
  3. Og síðan, að tryggja að landgæðum sé viðhaldið. 

Auðvitað mun þurfa eftirlit - fræðilega geta alveg Bændasamtökin séð um slíkt - en ég tel heppilegra að ríkisstofnun sjái um þau mál fremur en að hagsmunasamtök séu að vasast í slíku.

 

Stófelld aukning á frelsi innan kerfisins

Í framhjáhaldinu, myndi ég afnema allar hömlur á því við hverja bændur kjósa að eiga viðskipti eða ekki. Að auki, afnema samtímis allra hömlur sem takmarka rétt afurðastöðva til að kaupa af bændum hvar sem er á landinu, og til að keppa hver við aðra um viðskipti bænda hvar sem er á landinu.

Þetta myndi skapa smám saman tel ég mikla hagræðingu innan kerfisins.

Bú myndu stækka - sem myndi skila stærðarhagkvæmni.

Samtímis, myndu afurðastöðvar einnig stækka, þeim fækka eins og ætti sér stað um bú.

Hagkvæmnin myndi aukast innan alls landbúnaðargeirans.

 

Niðurstaða

Ég held að þjóðhagleg hagkvæmni landbúnaðar hér, sé stórfellt vanmetin af mörgum. En, hún felst einkum í því að nýta landsins gæði til framleiðslu á því sem annars þarf að flytja inn.

Á hinn bóginn, er rétt að minnka kostnað við landbúnað eins og hægt er. Í því skyni vil ég umbylta styrkjakerfi landbúnaðar hérlendis með afnámi framleiðsutengdra styrkja og framleiðslukvóta; en taka þess í stað upp búsetustyrki - sem myndu renna óskiptir til bændanna sjálfra.

Að auki, vil ég afnema allar samkeppnishömlur innan kerfisins sem byggt hefur verið upp í kringum landbúnaðinn.

Í ofanálag, að skapa hvata fyrir landbúnaðinn að skipta yfir í noktun á innlendu eldsneyti fyrir landbúnaðartæki.

Samanlagt, tel ég að hagkvæmni landbúnaðarins myndi aukast, og niðurstaðan yrði hagkvæmari landbúnaður, sem myndi áfram bjóða innlendum neytendum upp á gæðavöru, en hér eftir á hagstæðari verðum en í dag.

Þó aldrei eins lág og þau geta orðið á meginlandi Evrópu. En, á móti kemur raunverulegur gjaldeyrissparnaður.

Þannig, að ég tel að með þessum lagfæringum yrði landbúnaður hérlendis þjóðhaglega hagkvæmur, heilt yfir litið!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband