Tilkinning frá Borginni: "Þjóðarleiðtogar á herflugvélum skulu lenda í Keflavík"! Er þetta liður í því að leggja völlinn af?

Hvað er eiginlega í gangi í Borgarstjórn? En, athygli vekur að tillagan var samþykkt einróma. Fulltrúar Sjálfstæðismanna eru ekki þekktir herstöðvaandstæðingar, svo maður veltir fyrir sér hvað býr að baki!

Það er algengt að svokallaðar minni flugvélar lendi í Reykjavík. En venja að stærri vélar lendi á Kefló. Þannig lenda mjög margir hér í svokölluðu ferjuflugi í Reykjavík. Þá vanalega um að ræða minni skrúfuvélar og minni þotur, þá er ég að tala um vélar á stærð við hefðbundnar einkaþotur og ef til vill svipaðar Fokkerum Flugleiða að stærð. 

En, vélar stærri en þetta lendi almennt í Kefló.

Flestar af þessi vélum sem skráðar eru í eigu herja sem lenda í Reykjavík eru ekkert frábrugðnar þeim einkavélum sem lenda hér. Enda, eiga herirnir margar vélar sem eru fyrir svokallað "VIP" flug. En, yfirmenn í herjum fljúga gjarnan á slíkum vélum sem einfaldlega eru fullkomlega svipaðar litlum einkaþotum. Eru í reynd slíkar en í eigu hers. Að auki eru þeir með margar litlar farþegavélar, sem fljúga með flugáhafnir milli staða, og aðra mikilvæga starfsmenn.

Þessar vélar eru að sjálfsögðu ekkert minna öruggar en vélar sem eru algerlega sambærilegar, en skráðar í eigu fyrirtækis eða einstaklings - hafa sem sagt almenna skráningu.

Þetta með öryggisástæður hljómar því sem klárt yfirvarp til að hilma yfir raunverulegt markmið!

 

Heflugvélar lendi í Keflavík :„Eins og fram hefur komið í fréttum hafa margir þjóðhöfðingjar komið til landsins í svokölluðum State aircraft sem flokkast sem herflugvélar sem skráðar eru í eigu hernaðaryfirvalda viðkomandi þjóðríkja. Með samþykkt borgarráðs í síðustu viku er Reykjavíkurborg ekki að leggjast gegn því að erlendir þjóðhöfðingjar komi í heimsókn til landsins. Kjósi þeir hins vegar að koma í herflugvél  er það ósk borgaryfirvalda að flugmálayfirvöld beini þeim til lendingar á Keflavíkurflugvelli sem er alþjóðaflugvöllur. Á Keflavíkurflugvelli er jafnframt öll aðstaða til lendingar fyrir herflugvélar og gætt fyllsta öryggis sem felst í því að þeim er lagt á sérstakt stæði langt frá öllu farþegaflugi.

Borgaryfirvöld telja mikilvægt að farið verði vandlega yfir þær reglur sem í gildi eru um umferð herflugvéla á Reykjavíkurflugvelli. Vinna þurfi enn frekar að nánari skilgreiningu á því hvaða flugvélar verði skilgreindar sem herflugvélar með það að markmiði að auka öryggi í borginni sérstaklega í ljósi þess að flugvöllurinn er í nálægð við íbúabyggð. Rétt er í þessu samhengi að vekja athygli á því að Reykjavíkurflugvöllur er fyrst og fremst ætlaður til innanlandsflugs og staðsetning hans í miðri borg gerir kröfur til öryggis sem umferð herflugvéla getur ekki samræmst nema í undantekningartilvikum. Hins vegar er flugvöllurinn varaflugvöllur og þjónar að sjálfsögðu áfram sem slíkur eins og áður var nefnt. "

 

Mig grunar að þetta sé allt yfirvarp, og allt annað liggi að baki:

  • Það eina sem ég get lesið úr þessu sem rök, er að borgarstjórn sé að leitast við að minnka lendingar í Reykjavík.
  • Hugmyndin sé að vinda ofan af umferð um völlinn - með það í huga í framtíðinni, að leggja hann niður!
  • Þetta sé einfaldlega fyrsta skrefið.
  • Næsta verði að amast gegn því að almennar flugvélar millilendi hér á flugi yfir hafið.
  • Sko - klárlega myndi það skapa andstöðu, ef það markmið væri yfirlístur tilgangur.
  • Svo þess í stað, virðist hafa verið ákveðið að fara laumulega að málum.
  • Yfirlístur tilgangur verði alltaf, að auka öryggi með því að draga úr umferð. Þetta á klárlega að blinda fólk fyrir hinum raunverulega tilgangi.
  • Síðan, eftir nokkur ár, þá verða mál vallarins aftur skoðuð og þá mun koma í ljós að lendingum hafi fækkað mikið, tekjur af vellinum hafi minnkað, og hann því orðinn í fjárhaglegur baggi - svo þá verða komnar nýjar röksemdir fyrir því að leggja hann af; ekki satt?

 

Þarna sé komin ástæða þess, að hægrimenn skrifa undir þessa nýju opinberu stefnumörkun um að takmarka heflug um Reykjavíkurvöll.

Raunveruleg ástæða, sé að minnka umferð um völlinn, og styrkja þá röksemd í því siðar meir, að rétt sé að leggja Reykjavíkurvöll af.

Með því að fara svo laumulega að, sé leitast við að ná markmiðum fram, án þess að andstæðingar þess að leggja Rvk.völl af uggi að sér. 

Svo loks, verði um seinan að bregðast við!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það getur líka verið, að þar eð Ísland er herlaust land, þá megi Reykvíkingar ekki sjá neitt sem minnir á hernað. T.d. gætu stafirnir R.A.F. á þotum haft varanlega skaðleg áhrif andlega á hvern þann sem er staddur í Vatnsmýrinni og sér þetta óvart. Sama gildir einkennisbúninga hermanna. Sveiattan. Það yrði vinna fyrir sálfræðinga í áfallahjálp allan sólarhringinn.

Þegar ameíski herinn hafðist við á Miðnesheiði, mátti starfsfólk þaðan ekki fara í einkennisbúningum til Reykjavíkur (og aðeins fara á skemmtistaði hér í bænum á miðvikudagskvöldum, sem voru þurr). Þetta var eins konar forræðishyggju-apartheid-stefna til að vernda Reykvíkinga frá þeirri vitneskju að það væru hermenn staðsettir á Íslandi. Þetta var fyrir utan kynþáttastefnu íslenzkra yfirvalda á 6. og 7. áratugnum. 

Vendetta, 22.12.2010 kl. 19:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, svo voru alltaf öðru hverju slagsmál á börunum, sem einhverjir heimskir ísl. ruddar, störtuðu til þess að sanna, hve mikið þeir væru á móti könum, og auvitað hve harðir þeir væru, gagnvart dömunum á svæðinu :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2010 kl. 23:19

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 248
  • Sl. sólarhring: 306
  • Sl. viku: 331
  • Frá upphafi: 846969

Annað

  • Innlit í dag: 234
  • Innlit sl. viku: 316
  • Gestir í dag: 226
  • IP-tölur í dag: 226

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband