Ísland er enn í bankakreppu!

Nú er nýútkomið annað tölublað ritsins Fjármálastöðugleiki, sem Seðlabanki Íslands gefur út. Ég tek hérna til skoðunar umfjöllun um stöðu bankakerfisins.

Fjármálastöðugleiki 2010/2 

Fyrst vil ég nefna þ.s. AGS sagði í sumar um ísl. fjármálakerfið:

  • 45% útlána miðað við bókfært virði séu "non performing" þ.e. ekki verið að greiða af þeim.
  • 63% útlána miðað við "claim value" þ.e. rukkað virði "non performing".
  • Meðal eiginfjárhlutfall sagt 17%.

Klárlega fer það algerlega eftir raunvirði hins slæma hluta útlána, hver raunveruleg eiginfjárstaða er. Ef virði væri ekkert, er staðan klárlega neikvæð og vel það.

Skoðum núverandi ástand í samanburði við sögu bankakrísa í SA-Asíu: 

Banking Crises in East and South Asia (1980–2002)

Economy.............Period.........Non performing loans

Bangladesh.........1985–1996...........20%

China.................1990–..................50%

Indonesia...........1997–2002............70%

Japan.................1991–..................35%

Korea.................1997–2002...........35%

Malaysia.............1997–2001............30%

Nepal.................1988.....................29%

Philippines..........1983–1987............19%

Philippines..........1998–...................20%

Sri Lanka............1989–1993............35%

Taiwan...............1997–1998............26%

Thailand.............1997–2002............33%

Vietnam..............1997–..................18%

Iceland...............2010....................45% (bæti Íslandi inn)

 Eins og sést - er staða okkar banka með því versta sem gerist, mið tekið af bankakreppum!

 

Fjármálastöðugleiki 2010/2 

  • "Samanlögð arðsemi eigin fjár samstæðna stærstu viðskiptabanka nam um 16% á fyrri árshelmingi 2010." 

Þetta hljómar ekki slæm arðsemi - en þetta er mikill hagnaður.

  • "Á tímabilinu voru umtalsverðar tekjur af metinni virðishækkun útlánasafnsins sem nýju
    bankarnir tóku yfir af þeim gömlu. Samanlögð tekjufærsla viðskiptabankanna vegna metinnar virðishækkunar yfirtekinna útlána nam þannig 33 ma.kr. eða 33% af hreinum rekstrartekjum." - bls. 11.

1/3 rekstrartekna, kemur með öðrum orðum ekki til fyrir annað en það, að bankarnir fengu útlánapakka inn skv. bókfærðu virði - en ákveða að rukka skuldara skv. upphaflegu virði án þeirrar niðurfærslu.

Er þetta ekki frábært - smá bókhaldsfix, fengum lánin á 75 og rukkum 100, mismuninn skráum við sem tekjur.

Niðurstaða - ef enginn skoðar nema rétt yfirborðið, umtalsverður hagnaður.

Ég þarf varla að taka fram, að þetta er bara tilbúinn hagnaður. Ég meina, að ekki er um að ræða raunverulega virðishækkun lánanna eða raunverulegann rekstrarhagnað. Auðvitað einungis hægt að nota þetta fiff einu sinni.

 

  • "Í lok júní 2010 nam bókfært virði heildarútlána viðskiptabankanna tæplega 2.000 ma.kr."
  • "Rúmlega helmingur útlána bankanna var gengisbundinn og um fjórðungur verðtryggður."

Hvað þarf frekari vitnan við - liðlega helmingur lánapakkans er í óvissu, vegna réttaróvissu og líkur á virðislækkun.

Það þarf ekki mjög mikla viðbótar virðisrýrnun hafandi í huga hátt hlutfall slæmra lána - til þess að ég tel, bankarnir gerist mjög viðkvæmir fyrir frekari minnstu sveiflum.

 

Ekki furða að Már segði efirfarandi:

"Á næstu mánuðum mun skýrast hvort ólögmæti gengistryggingar hefur þær afleiðingar að eigendur fjármálafyrirtækja þurfi að leggja þeim til aukið eigið fé." - "Það mun þó ekki nægja til að gefa fjármálafyrirtækjunum það heilbrigðisvottorð sem þarf til þess að hægt sé að losa verulega um gjaldeyrishöftin." - "Fjármögnun fjármálafyrirtækja er nú varin af höftunum og yfirlýsingu stjórnvalda um að innlán séu að fullu tryggð." - "Mikilvægt er að traust á fjármálakerfið verði nægjanlegt til að fjármögnun kerfisins standist án þessara varna."

  • Ég er handviss um að rétt sé, að staða bankanna sé það alvarleg, að eiginfjárinnspýting - geti reynst nauðsynleg. En, reyndar held ég að hennar verði nær alveg örugglega þörf - sennilega þegar á fyrstu mánuðum næsta árs.
  • Áhugavert er að Már skuli telja, að bankarnir muni samt þó svo til eiginfjár aukningar komi, vera of viðkvæmir til að þola aflagningu hafta.

 

Afleiðing:

Athugið töfluna að ofan, og takið eftir að bankarnir eru í dag í verri stöðu en japanskir bankar voru í, þegar Japan var á leið inn í áratuginn tínda, þ.e. japönsku stöðnunina.

Ég skynja verulega hættu á því, að Ísland sé á leið inn í írskan feril, þ.e. bankarnir voru endurreistir svo veikir, auk þess að líkur á frekara tjóni á innlánum virðast hafa verið vanmetnar - sem minnir á mistaka röð írskra stjórnvalda eftir að þau tóku skyndi ákvörðun um að hjálpa bönkunum sínum í stað þess að gera þá gjaldþrota.

Þá á ég við, að eins og á Írlandi nú undanfarið ár, komi fjárinnspýting stjórnvalda eftir fjárinnspýtingu - skuldir ríkisins hækki í hvert sinn, kostnaður vegna vaxtagjalda vaxi úr hófi sem og halli ríkisins.

Þetta er þ.s. mig grunar að ferill næsta árs verði - en því miður þ.s. skuldastaða ísl. er til muna verri en þegar Írl. lagði upp í sinn leiðangur, þá muni hann taka skjótar enda. 

En þá er ég að tala um eiginlegt annað hrun bankakerfisins, ásamt því að ísl. ríkið muni lenda í mikilli krýsu með eigin fjármál.

Málið er, að ég er viss að framvinda efnahags mála verður til muna slakari en spár ASÍ, Seðlabanka og Hagstofu reikna með. Þannig, að slæmum lánum muni halda áfram að fjölga - og hrap eignaverðs haldi einnig áfram.

En, það muni einmitt verða sú þróun, sem muni valda endurtekinni þörf fyrir frekari stuðning við bankakerfið.

Auðvitað fýkur þá AGS planið algerlega út um gluggann. 

 

Niðurstaða

Mín skoðun er að það þurfi að gera bankana upp á nýjan leik, síðan búa til nýjan banka/nýja banka.

Við búum við raungjaldþrota bankakerfi. Því miður held ég, að ekki sé valkostur um annað, þ.e. fjárhagur ríkisins eins og komið er leyfi ekki meira, en að fókusa á að tryggja að í algeru lágmarki verði einn banki starfandi hér.

Með öðrum orðum, Arion Banki og Íslands Banki verði látnir róa. Þ.e. ríkið þvoi hendur sínar af þeim. Þeir lifi eða farist, eftir því hvort kröfuhafar Glitnis og Kaupþings Banka telja sig hafa hag af því að tryggja rekstur þeirra eða ekki.

Ég myndi þó ekki veðja stórum upphæðum um það, að þeir ákveði að tryggja þeirra áframhald!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Ég er sammála því að það er lítið sem hefur breyst til batnaðar og staðan er ennþá slæm. Hins vegar las ég það einhverstaðar að Íslandsbanki sé eini bankinn sem er virkilega að snúa blaðinu við frá því hrunið varð. Arion banki og Landsbanki eru ennþá að spóla í sömu drullunni...

Sumarliði Einar Daðason, 26.11.2010 kl. 16:00

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband