Er ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks í býgerð? Álver á Reykjanesi á næsta leiti skv. frétt!

Er verið á bakvið tjöldin að mynda nýja stjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks?

Það virðist stefna í ný átök út af álmálinu. En, skv. sterkum orðrómi sem mér hefur borist til eyrna, hafa öfl innan Samfylkingar verið að ræða við Ross Beatty um möguleika Magma Energy, til að fjármagna virkjanir fyrir álver á Reykjanesi.

Ég held að það sé ljóst að þó VG sé tilbúinn til að gleypa margt, þá sé VG ekki til í að gleypa það að Roos Beatty fái að eiga risavirkjun sem sjái risaálveri í Helguvík fyrir rafmagni, þannig að hann og hans fyrirtæki fái til sín megnið af arðinum af háhitaauðlindum á Reykjanes-skaga.

Þannig, að þessu máli getur Samfó sennilega einungis náð fram með samstarfi við Sjálfstæðisflokk. En eins og örugglega einhverjir muna, þá bauð formaður Sjálfstæðisflokk Samfylkingu nýlega að þeir tveir flokkar myndu rugla saman reitum á ný. 

Spurningin er því hve langt leyniviðræður eru komnar á milli flokkanna?

Er það einhver vísbending að MBL skuli koma með þessa frétt akkúrat í dag?

Sjá frétt MBL óstytta:

 

Álver að komast á skrið

Skriður virðist aftur kominn á undirbúning álvers við Helguvík. Á samráðsfundi sem iðnaðarráðuneytið efndi til í gær kom til að mynda fram að tilraunaborun á Reykjanesi gæfi góðar vonir og háhitasvæðið ætti að standa undir fyrirhugaðri stækkun Reykjanesvirkjunar.

Stjórnendur Norðuráls hafa ákveðið að einbeita sér að því að reisa álverið í Helguvík í þremur 90 þúsund tonna áföngum. Verður árleg framleiðslugeta þess þá 270 þúsund tonn. Fyrirtækið hefur til þessa miðað við 360 þúsund tonna álver en Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, segir að unnið verði að fjórða áfanganum þegar aðstæður leyfa.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er Norðuráli ekkert að vanbúnaði að hefja framkvæmdir um leið og samkomulag um orkukaup og nauðsynleg leyfi liggja fyrir.

 

Ross Beatty - Magma Energy

Þ.s. ég hef heyrt varðandi lausnina á fjármögnun framkvæmda - en engin leið virðist vera til að opinber virkjana fyrirtæki fái erlenda lánsfjármögnun, er að samningur verði gerður við Magma Energy.

Magma muni fá lán fyrir orkuframkvæmdum, muni eiga þær virkjanir að fullu, því fá til sín hagnaðinn af þeim. En, með þessu verði hægt að koma þessari álversframkvæmd af stað.

Sannarlega tekur Magma Energy nokkra fjárhagslega áhættu - en á móti er líklega um að ræða samning um eign á viðkomandi virkjunum til mjög langs tíma, þ.e. eitthvað sambærilegt við 65+35 ára samning Reykjanesbæjar, þ.e. 100 ár.

Virðisaukinn fyrir þjóðfélagið til lengra litið verður lítill - þ.s. Magma fær hagnaðinn af orkusölu, eigandi þess fær að flytja hann út. Þeir greiða einungis skatta, sem eru lágir á Ísl. til fyrirt. Síðan auðlindagjald, sem einnig er lágt.

Erlenda álfyrirtækið, sannarlega reisir batterýið - og meðan á framkv. stendur skapast nokkur fj. starfa. En, þessa framkv. verður að bjóða út á Evr. efnahagssvæðinu, og óvíst að ísl. fyrit. fái verkið.

En veita verður verkið skv. reglum EES þeim sem býður lægst, þó að í mati á tilboðum felist nokkur svigrúm til túlkunar, er þetta þó fremur stíf regla. Erlendur aðili er líklegur til að koma til landsins með eigin starfsm. til að vinna verkið.

Þetta getur því farið svo, að mun færri störf skapist við verkið en stjv. reikna með - en fjárfestingin skilar ríkinu tekjum það árið sem aðalfjárfestingin á sér stað - sennilega er ríkið ekki að hugsa um annað en þá aukningu tekna í eitt skipti.

Síðan eiga eigendur álvers rétt á að flytja hagnað úr landi - innflutningur súráls verður að draga frá aukningu útflutnings, vegna framleiðslu þess. Virðisaukinn er fyrst og fremst, skattar og laun sem fyrirt. greiðir.

Heildarframkv. skilar þá einungis til Íslands - lengri tíma litið:

  • Skattar sem öll fyrirt. greiða.
  • Lágt auðlinda gjald.
  • Laun.
  • Síðan hugsanleg kaup á þjónustu af innlendum aðilum - "that's it".

 

Skv. Hagstofu Íslands, var skipting útflutnings þessi 2009:

  • Fiskur 42%
  • Orkufrekur iðnaður 36% 

En, draga ber frá innflutning á súráli, þ.e. hráefnið til álveranna.

Þannig, að raun hagnaður er mun minni en þessi 36% tala gefur til kynna.

Þannig að í reynd er fiskur aftur mikilvægasta starfsemin á Íslandi.

 

Er stjórnarmyndun í gangi, bakvið tjöldin?

Ég neita að trúa því að VG gefi sig með álmálið, hafandi í huga að eina leiðin til að starta álframkvæmdinni er að erlend eignaraðild sé um virkjunina einnig.

Þetta verður auðvitað stórt stílbrot þ.s. fram að þessu hefur verið þjóðarsátt um að virkjanir séu í ísl. eigu þ.s. um er að ræða notkun okkar mikilvægra auðlinda í eigu þjóðarinnar.

Þannig, að ég reikna með stjórnarslitum á næstu dögum eða vikum vegna þessa máls.

Hvenær þau verða, hlýtur að standa á því hve hratt og vel viðræðurnar við Sjálfstæðisflokkinn ganga.

Þær viðræður geta reyndar orðið nokkuð snúnar.

  • Í reynd eru þarna helstu elítur þjóðfélagsins að semja sín á milli og hagsmunir almennings komast líklega ekki að á því samningsborði.
  1. Spurning hvort LÍÚ - Sjálfstæðisflokkur og banka-/fjármálamenn - Samfó, nái samkomulagi sín á milli.
  2. Samfó er klárlega sterkari aðilinn í því samstarfi þ.s. útgerðin stendur höllum fæti gagnvart fjármálalífinu vegna skuldamála.
  • Bankamenn vilja ESB aðild - mál 1 og 2. Mál 3 er - engin eftirgjöf gagnvart almenningi.
  • LÍÚ vill að kvótinn verði áfram hjá þeim, og engin raunveruleg breiting verði gerð. LÍÚ er á móti ESB aðild. En, LÍÚ er veikari aðilinn þ.s. útgerðin er svo skuldug.
  • Útgerðin þarf nægar afskriftir lána, svo hún lifi áfram. En bankamenn vilja ekki gefa meira eftir en svo, að áfram renni stór hluti tekna hennar til bankanna.
Sem sagt, í þessu samstarfi verður Sjálfstæðisflokkurinn hækjan.

  1. Klárlega þarf Sjálfstæðiflokkurinn að samþykkja að viðræður við ESB haldi áfram - en LÍÚ getur sennilega fengið að vera með á samningafundum.
  2. Sennilega komast flokkarnir að samkomulagi um óbreytt ástand í kvótamálum - á sama tíma og Samfó tryggir að núverandi bankar starfi áfram óbreyttir, þ.e. þeir haldi áfram að vera atvinnubótastarfsemi fyrir þeirra bakhjarla - bankamenn. Þannig að áfram haldi þeir að blóðmjólka fyrirtækin og almenning.
  3. Ég reikna með að Samfó fái í gegn, að engin eftirgjöf verði til handa almenningi.
  4. Flokkarnir verða sammála um álverið á Reykjanesi og einnig um að Ross Beatty muni eignast þá virkjun, um það efast ég ekki. Stórvirkjanir og ál, verður þá helsta trompið í atvinnumálapakka beggja.


Hversu líklegt er þetta?

Ég neita því ekki, að þetta er spekúlering. En, mér finnst þetta líklegt. Bendi á að formaður Sjálfstæðisfl. greinilega kom með tilboð til Samfóa. Síðan, að Samfóar eru klárlega pirraðir á VG - hafa lengi verið.

En, á sama tíma er klárt, að Samfó vill að ríkisstj. sé myndið á grunni sem samrímist þeirra vilja. 

Einnig, Samfó klárlega er sterkari aðilinn og vill að tryggt sé að svo sé áfram.

  1. Þ.e. ESB mál nr. 1.
  2. Tryggja stöðu bankamanna, virðist mál nr. 2.

Sjálfstæðifl. þarf að fá í gegn, að staða LÍÚ þ.e. útgerðarinnar sé tryggð.

 

  • Það að Norðurál ætli að reisa 90þ. tonna áfanga - getur bent til að það sé sú stærð sem Ross Beatty treysti sér að standa undir, varðandi aðgang hans fyrirtækis að lánsfé.
  • Það að þetta hefur komið fram, getur verið vísbending þess, að samningar séu mjög langt komnir.
  • Þá er bara eftir að skipta um stjórn.
  • Engum skal láta það detta sér í hug, að þeir sem stjórna Samfó, hafi nokkra hina minnstu samvisku af því, að skipta á einni hækju fyrir aðra.


Hvernig tekur almenningur þessu?

Það er stóra óvissu atriðið - en miðað við talsmáta bloggliðs Samfó á netinu undanfarna daga, virðast þeir halda, að með því að hafa sett 5 mánaða viðbótar bann við sölum á húsum undan fólki, hafi þeim tekist að komast hjá uppreisn almennings.

Þeir skilgreina uppreisnina sem uppreisn gegn þeim sölum, en ekki sem gagnrýni á þá eða þeirra stefnu.

Mér finnst sem almenningur hljóti að upplifa samstjórn þessara flokka, sem eins og þeir hafi rétt almenningi fingurinn.

  • Klárlega snýst hún um samtryggingu valdahópanna - gegn almenningi.
  • Erfitt að sjá annað en að almenningur muni sjá hana sem hina samspilltu stjórn.

En Samfylkingin - er ekki lengur vinstriflokkur, heldur nýr hægri flokkur í þeim anda sem Sjálfstæðisflokkur var á fyrri árum.

En, það var stórt "coup" að Samfó hefur tekist, að ná fjármálaelítunum yfir til sín frá Sjálfstæðisflokknum. Það eru þær sem klárlega ráða öllu innan Samfó.

Við erum í reynd með 2 íhaldsflokka. 2 valdaflokka, og átök þeirra, eru átök valdapólanna fjármálaaflanna vs. útgerð.

Andstaðan við slíka stjórn - verður mjög hrein og tær andstaða almennings við samtryggingu valdaaflanna í þjóðfélaginu, ofsaríku elíturnar - sem eru að reyna að samtryggja sína hagsmuni.

Þetta verður mjög merkilegt tímabil - spurning hvort það endar með byltingu eða ekki?

 

Hvað haldið þið - kæru lesendur?

Hvað mun gerast - þegar þessi stjórn tekur við?

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 846656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband