Er sannleiksferli lausnin?

Atburðir undanfarinna daga, sýna og sanna að innlend stjórnmál, ráða ekki við það að afgreiða eftirfarandi spurningar um sekt/sakleysi pólitíkusa er tengdust hruninu; þ.e.: Hvort á að ákæra eða ekki? Hverja á að ákæra eða ekki?

Ég held að flestir Íslendingar séu sammála því, að umræðan á Alþingi um þau mál, sé orðin að ómenguðum skrípaleik.

Það hafa verið ímsir toppar - Pétur Blöndal var þó sterkur inni sem leiksmiður fáránleikans, er hann hélt því fram að Geir H. Haarde og Árni Mathiesen, hefðu axlað ábyrgð á hruninu með því að hverfa af vettvangi stjórnmálanna.

En, ég verð að segja, hafandi í huga að ekki hættu þeir sjálfviljugir né hafa þeir virst sakbitnir fram að þessu - að ég sel ekki mína fyrirgefningu svo ódýrt.

 

Rifrildi á rifrildi ofan

Flest bendir til að málið sé farið að snúast yfir í hreinar og ómengaðar partisan kritur, þ.s. fylgismenn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks, standa þétt með sínu fólki, sem ásakað er fyrir vanrækslu í starfi.

Þetta væri ekki vandi, ef á bak við þessar 2. meginfylkingar væri ekki stórt hlutfall þjóðarinnar.

Ekki er mikið gagn í, að lísa restina af þjóðinni fífl - og ráðast fram; þ.s. þá skapast hætta á þróun yfir í borgaraleg átök á götum úti.

En Samfóar og Sjallar, eru nægilega margir til að ef þeir standa þétt með sínum, þá er borgarastyrrjöld raunverulegur möguleiki, ef aðrir taka sig til og mæta með stálinn stinn.

En, þessar deilur geta haldið áfram að vinda upp á sig lengi enn - og engin leið er að segja fyrirfram, hve langt það getur gengið.

Nógu margar þjóðir úti í heimi, hafa lent í því að sjálft samfélagið brotnaði upp og nágranni fór að berja á nágranna, frændi á frænda o.s.frv.

 

Plan B: "Truth Commission" - Sannleiksferli!

Þetta er aðferð sem nokkur fj. þjóða hefur farið, sjá: Truth and reconciliation commission

Sjá einnig: Truth and reconciliation commission of South Africa

Ekki síst: Truth and Reconciliation Commission of South Africa Report

Skýrslan er vistuð á vef S-Afr. stjv. og virðist sjálf aðalskýrslan um niðurst. sannleiksferlisins er þar fór fram - fyrir áhugsama er nenna að verja nokkrum dögum, jafnvel vikum í lestur :)

 

  • Grunni til virðist þetta sett upp með sama hætti og dómstóll.
  • Sannleiks nefndinni, er þá með sérlögum veitt sama staða og völd, og hún væri dómstóll.
  • Hún dæmir þó ekki né ákærir hún nokkurn.
  • Venja er að fólk sem telur sig hafa orðið fyrir skaða vegna þeirra glæpa sem nefndin er að rannsaka, fái að koma fram fyrir nefndina og segja frá / útskýra sín sjónarmið.
  • Nefndin, fær skv. lögum sem hún starfar eftir, rétt til að veita einstaklingum sem eru ásakaðir um að vera gerendur uppgjöf saka, gegn því að þeir komi fram fyrir nefndina, veiti þær upplýsingar er þeir búa yfir.
  • Sú uppgjöf saka, er háð því að þeir gefi allt upp og þ.e. nefndin sem ákveður, hvort þeir hafi staðið við þau skilyrði sem þeir samþykktu - svo uppgjöf saka öðlist gildi fyrir lögum.
  • En, reikna má með, þegar þekkt andlit koma fram, að ímsir dragi sig fram úr skúmaskotum með erfiðar spurningar, og þ.e. nefndin og starfsmenn hennar sem skoða/meta þær upplýsingar, og gagnsvör þess sem stendur frammi fyrir henni.

 

Þurfum við á þessu að halda?

Sannarlega hafa þær aðrar þjóðir er beitt hafa slíku sannleiksferli, vanalega gengið í gegnum umtalsvert meira dramatíska atburðarás en við höfum fram að þessu.

Á hinn bóginn, verður ekki á móti mælt að mál tengd hruninu - þ.e. þeirra sem ásakaðir eru fyrir að hafa staðið sig ílla þannig að meiri skaði hlaust af en ástæða var til sbr. ásakanir gegn ráðherrum Þingvallastjórnarinnar - annars vegar - og - hins vegar - mál þeirra sem sakaðir eru um að hafa leist úr læðingi þá röð orsakaþátta er leiddi til hrunsin; kljúfa þjóðina í herðar niður.

Slíkt ástand er hættulegt, þ.s. slíkar deilur geta haldið áfram að stigmagnast og engin leið - eins og ég sagði - er að vita fyrirfram, hve langt slík stigmögnun getur farið.

Mín skoðun sem áhorfandi af þessu og Íslendingur á fertugu, er að engin leið sé til að innlend pólitík geti fundið á þessu ásættanlega lausn.

Mér finnst einnig á hæsta máta líklegt, að hingað verði að fá okkur til aðstoðar einstaklinga erlendis frá, er þekkingu hafa á sannleiksferlum - ekki síst þá er unnið hafa við slík.

En, þ.s. allar megin pólitískar hreyfingar landsmanna í gegnum árin eru djúpt innviklaðar og stuðningsmenn þeirra eru svo stór hluti almennings, þá verður mjög erfitt að finna hérlendis nokkurn þann, sem talist getur nægilega hlutlaus svo að meginfylkingar geti sætt sig við þeirra niðurstöðu!

Svo, ég held að það sé klárt að ekki einu sinni sé það svo, að ísl. pólit. ráði ekki við málið, heldur að auki það, að slíkt hið sama eigi við sjálfa þjóðina - aðstoð þekktra einstaklinga að utan muni verða að koma til!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Hafðu þökk fyrir góð skrif Einar, þetta er akkúrat það sem við þurfum á að halda.

Rökin eru mörg, en það er svo margt sem er hulið, það eru svo margir sem gerðu rangt.

Ekki bara topparnir, verkfæri þeirra eins og endurskoðendur, lögfræðingar, fótgönguliðar í bönkunum (til dæmis þeir sem véluðu gamla fólkið) gerðu líka ýmislegt misjafnt, og þar eru beinu lögbrotin líklegust, sbr að mafíuforinginn miðar sjaldnast byssunni.

Og það er ennþá verið að í skúmaskotum viðskiptalífsins, gambla með fjármuni sem menn eiga ekki, nýta skattaskjól, nýta tengsl til að ná undir sig þrotaeigur o.s.frv.

Og ekki hvað síst, þá eru leikendur og hugmyndafræðingar þeir sömu.

Brýnasta hagsmunamál þjóðarinnar er að fá sannleikann, fá aðferðirnar, fá Tortilla samböndin, og fá upplýsingar um núverandi Hrunspilara, fá að vita allt sem skiptir máli svo þetta endurtaki sig aldrei aftur.

Og réttlætið felst í að bæta úr.

Og sáttin að það sé gert og allir fái tækifæri að bæta sig, og öðlast fyrirgefningu ef því er að skipta.

Núverandi leið er leið Hruns og sundrungar, auk fullkomins valdaafsals til þeirra sem ekkert hafa lært.  Svo augljóst að þjóðin neitar að sjá það og eltir lýðskrumara gálganna, til að enda sjálf að nýju í gálga.  En vonum það besta, að út úr núverandi skrípaleik komi krafan um eitthvað vitrænt.

Megi sem flestir lesa þennan pistil þinn í dag.

Kveðja að austan. 

Ómar Geirsson, 22.9.2010 kl. 06:26

2 Smámynd: Jón Ólafur Vilhjálmsson

Það á að láta réttvísina hafa sinn gang með ákæru og þannig veður einstaklingurinn sýkn eða sekur  við kvað eru þingmenn og fyrrum ráðherrar hræddir vilja þeir freka að einhverjir vinir hafi komi þeim undan réttvísinni og þar með eru þeir sekir í augum almennings alla tíð en það er hreint ekki víst að þeir fengju dóm en það er bara ekki þingmanna að dæma það.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, 22.9.2010 kl. 23:51

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekki endilega ósammála því - Jón - en, miðað við atburðarás undanfarna efins að réttvisin fái að spila sína rullu í friði. Þ.e. eins og þetta fólk lifi í núinu þ.e. sé að hugsa um hvað þ.e. hrætt við réttvísina í dag, og hvað getur gerst á morgun, sé einhvern veginn minna mikilvægt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.9.2010 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 846658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband