Stórríkið Evrópa - er það á næsta leiti?

Það hefur vart farið framhjá mörgum, að alvarleg krísa er nú uppi á Evrusvæðinu í Evrópusambandinu.

Merkel, kanslari Þýskalands, sagði þetta ekki vera spurningu um Evruna, heldur hvort sjálft Evrópusambandið lifir eða deyr.

Angela Merkel, telur þó að krísan feli í sér möguleika, á sterkara sambandi - og þangað beri nú að stefna.

 

'If Euro Fails, So Will the Idea of European Union'

"If the euro collapses, Merkel warned, "then Europe and the idea of European union will fail."" - ""We have a common currency, but no common political and economic union," she said. "And this is exactly what we must change. To achieve this -- therein lies the opportunity of the crisis." - "European governments, she said, promised their citizens stability for the common currency, the euro, "and we must keep that promise." Merkel described the current crisis as the "greatest test for the EU since the collapse of communism." If we do not succeed in mastering this crisis, she warned, it will have "unforeseeable consequences" for Europe. "But if we succeed, then we will have a stronger Europe than ever before.""

 

Trichet, seðlabankastjóri Evrópusambandsins, segir vandann vera þann versta, sem Evrópa hefur lent í, um 65 ár.

Jean Claude Trichet, tekur í svipaðann streng, og Merkel - nefnilega að bregðast þurfi við þessari krísu, einmitt með því að stórauka sameiginlega stjórnun í peninga- og væntanlega einnig í efnahagsmálum.

 

A 'Quantum Leap' in Governance of the Euro Zone Is Needed

Trichet: ...it is clear that since September 2008 we have been facing the most difficult situation since the Second World War -- perhaps even since the First World War. We have experienced -- and are experiencing -- truly dramatic times.

Trichet: ...we must now demand extensive adjustment programs from the governments, which the heads of state and government committed to the Friday before last. They are committed to accelerating the consolidation of their budgets. They know what is at stake now.

Trichet:...There is a need for a quantum leap in the governance of the euro area. There need to be major improvements to prevent bad behavior, to ensure effective implementation of the recommendations made by "peers" and to ensure real and effective sanctions in case of breaches (of the Stability and Growth Pact). The ECB is calling for major changes, and I will explain this in the task force chaired by (European Council President) Herman van Rompuy.

 

Ég bendi síðan og stórmerkilega greiningu Martin Wolf, ristjóra Financial Times. Wolf leggur einnig til, að farin verði leið sameiginlegra lausna, sem væntanlega feli í sér að mynduð verði einhverskonar sameiginleg hagstjórn.

Hann nefnir nokkur atriði sem að hans mati, þarf að takast á við.

 

Governments up the stakes in their fight with markets

  1. "The first and most fundamental is whether to go towards greater integration or towards disintegration. The answer has to be the former."
  2. "The second is how to manage divergence. The eurozone cannot rely on markets alone. It will have to police divergence in upswings and cushion adjustment in downswings. This is why a monetary fund is essential."
  3. "The third is how to facilitate changes in competitiveness. This means labour market reform. It may also mean legal means for adjusting nominal wages, on a one-off basis."
  4. "The fourth is over how to reinforce solidarity. One interesting idea, from the Brussels-based think-tank, Bruegel, is that eurozone countries should pool up to 60 per cent of GDP of their national debts, thereby creating one of the world’s two largest public debt markets."
  5. "The last is over how to restructure excess debt. This must be allowed. The alternative creates vast moral hazard, not among politicians, as has been feared, but among financiers."

 

Martin Wolf, kemur einnig með sína eigin greiningu á, hvers vegna mál fóru svo ílla. En, eins og hann lýsir, náðust ekki fram þau viðmið sem sett voru fram í upphafi, svokölluð "convergence criteria".

Reglur um hámarks halla, hafi verið virtar að vettugi, eða sbr. Spán hafi myndun bóluhagkerfis um tíma búið til sýndartekjur fyrir ríkisstjórn Spánar, sem hafi virst um tíma vera með afgang. Ég bendi á, að það akkúrat sama átti sér stað á Íslandi, þ.e. þegar bóluhagkerfið hér var í sem mestum uppgangi, þá var ríkissjóður rekinn með afgangi skv. eigin tölum. En, eins og var með Spán, var þetta sýndarhagnaður ekki raunverulegur - alveg eins og Ísland, sytur Spánn uppi með hrun, og alvarlega timburmenn. Hér hrundi bankakerfi, en þar byggingaiðnaður. En um tíma, virstist sem það væri orðin útbreidd tíska, að eiga sumarhús á Spáni, og gríðarleg uppbygging nýbyggða átti sér stað á Spáni, langt - langt umfram eigin þörf Spánverja. Nú er sú byggingabóla sprungin, og eftir sytja ekki bara heilu draugahverfin - heldur heilu draugaborgirnar.

Síðan lengi framan-af, þá leit markaðurinn nánast sömu augum á öll ríkisskuldabréf, óháð því hvaða ríkissjóður Evruríkis gaf þau bréf í Evrum út. Þannig, gat Grikkland selt skuldabréf og fengið nánast sömu kjör og Þýskaland. Þetta var bilun - þ.s. langt - langt er á milli raunverulegs trúverðugleika grískra stjórnvalda og þeirra þýsku. Þetta notfærðu sér fyrirtæki, almenningur og ríkissjóðir, S-Evrópuríkjanna. Því, í þeim löndum, voru kostnaðarhækkanir - ergo verðbólga - mun hærri en í Þýskalandi, en þó voru þau einungis að borga sömu vexti. Þetta þíddi, að þ.s. launastig fór hraðar hækkandi, þ.s. þeirra verðbólga var í tilvikum í reynd hærri en vaxtastigið; þá skapaðist sú tilfinning, að lán væru nánast gjafafé. (Þetta akkúrat sama, átti sér stað á Íslandi, þ.s. stór hluti atvinnulífs og hluti einstaklinga, skuldbatt sig í Evrum, og öðrum mynntum, til að ná í lán á svipuðu vaxtastigi og tíðkaðist á erlendum mörkuðum. Á sama tíma var krónan mjög há, og lán virtust kosta nánst ekki neitt. Þannig, að skapaðis mjög há skuldsetning mjög margra. Við fórum sem sagt, í mjög svipað fyllerí eins og S-Evrópulönd Evrópusambandsins, nema ef e-h er enn íktara).

---------------------

Hérna fyrir neðan, er myndin með gröfunum, sem Martin Wolf setur upp, í umfjöllun sinni. Myndin er ögn óskýrari, en á síðunni hans Wold - en, þeir sem vilja, geta þá opnað síðuna hans, með því að virkja hlekkinn.

Fyrsta grafið, sýnir að lengi vel voru S-Evrópulöndin, að greiða mjög óverulegt álag ofan á þ.s. Þýskaland þurfti að bjóða fyrir sín skuldabréf, en síðan kreppan skall á hefur sá vaxtamunur vaxið hröðum skrefum.

Næsta graf, þ.s. súlum er raðað hverri ofan á aðra, kemur skýrt fram hve mikill munur og vaxandi, þróaðist á milli þeirra landa, sem fluttu út vs. þau lönd sem fluttu inn. Með öðrum orðum, lönd með viðskipta afgang, þeirra afgangur stækkaði, á sama tíma, og lönd með viðskiptahalla, að þeirra halli stækkaði. Þessi þróun, gekk þvert á þ.s. Evru sinnar höfðu spáð, þ.e. þróun í sitt hvora áttina í stað þróun átt að auknu jafnvægi. Þetta misræmi, er einn höfuðvandi Evrunnar í dag, og hann stafar af því, að hagkerfi S- og N-Evrópu, eru eiginlega of ólík til að þrífast vel, innan sama gjaldmiðils.

Þriðja grafið, sýnir svo hvernig framleiðslukostnaður, hefur vaxið hröðum skrefum í S-Evrópu, og bilið milli þeirra og Þýskalands vaxið hröðum skrefum, síðan Evran var tekin upp. Þetta aukna misræmi, sýnir mismuninn á verðbólgu milli Þýskalands og þeirra landa. Þennan mun, geta þessi lönd ekki jafnað með gengisfellingu, eins og gert hefur verið hér, heldur eingöngu með beinum launalækkunum - sem munu þurfa að verða mjög verulegar á næstu misserum, með meðfylgjandi lífskjaraskerðingu. (En, þessi lönd lyfðu um efni fram, alveg eins og við Íslendingar. Þ.e. mjög áhugavert, að bera saman þróun mála í S-Evrópu og hérlendis, akkúrat vegna þess hve hún hefur að mörgu leiti verið keimlík - sem bendir til þess, að ef við hefðum tekið upp Evru á 10. áratugnum, hefðum við mjög sennilega spilað sama "game" bara innan Evrunnar, alveg með sama árangri og hjá Grikkjum - Spánverjum - og Portúgölum.)

 

Eurozone country bond spreads

Governments up the stakes in their fight with markets

"Why has such radical intervention been found necessary? It (the monetary union) rested on three central assumptions: first, treaty-defined limits would constrain fiscal deficits of members; second, to the extent that this failed, the “no bail-out” clause would constrain them; and, third, member economies would converge over time. Alas, none of this has proved to be true."

  1. "First, the treaty-defined limits on deficits proved both ineffective and irrelevant. They proved ineffective, because, when they should have been binding, they were ignored. This was most spectacularly true of Greece, which made its figures up. They proved irrelevant, because some countries that have big deficits today, notably Spain, easily met the fiscal criteria, so long as their bubble economy was inflating: Spain ran a fiscal surplus in 2005, 2006 and 2007."
  2. "Second, markets long paid no attention to emerging fiscal frailty, rating all eurozone bonds similarly. As Paul De Grauwe of Leuven university states, in a mordant note for the Centre for European Policy Studies: “The source of the government debt crisis is the past profligacy of large segments of the private sector, and in particular the financial sector.” The financial markets financed the orgy and now, in a panic, are refusing to finance the resulting clean-up. At every stage, they have acted pro-cyclically." 
  3. "Third, the story of the eurozone economy has, in consequence, been one of divergence, not convergence. The rough external balance masked the emergence of countries with huge current account surpluses and corresponding exports of capital, notably Germany, and of others with the opposite condition, notably Spain. In countries with weak domestic demand and low inflation, real interest rates were high; in countries with strong demand and higher inflation, the reverse was true. The result is not just huge fiscal deficits, now that private-sector spending has collapsed, but a need to regain lost competitiveness. But, inside the eurozone, this is possible only with falling wages, higher productivity growth than in Germany (and so soaring unemployment), or both."


Tveggja hraða Evrópa?

Þeir sem hafa karpað um Evrópumál, kannast við þennan frasa, en hann felur í sér þá hugmynd að sum Evrópuríki taki í vissum skilningi framúr hinum, þ.e. þá þeim skilningi að þau taki upp enn nánara samstarf, en önnur lönd standi þá eitthvað baka til og sleppi ímsu því sem þessi kjarna lönd geri.

Þetta er og hefur lengi verið, möguleg útfærsla.

Önnur hugmynd, er "Evrópa ala carté" - þ.e. að Evrópusamstarfið fúnkeri eins og matseðill, og sum smakki á einu en ekki öðru. Jafnvel, að hópaskipunin eftir málefnum, sé á misvíxl. 

  • Ég nefni þetta, vegna þess að ef Evrulöndin taka upp sameiginlega hagstjórn, þá eru þau þar með búin að stíga mjög stórt skref í átt að myndun hins sameiginlega ríkis. 
  • Svo mikið liggur á, að framkvæma eitthvað - að það getur verið, að þetta verði einfaldlega ákveðið fyrir lok sumars, 2010.

Martin Wolf varar við, að hinn valkosturinn sé ekki íkja fýsilegur -

Governments up the stakes in their fight with markets 

"Of course, it is possible to imagine a return to national currencies. But this would cause the financial system to implode, since the relations between assets and liabilities now in euros would become so uncertain. There would be massive capital flight into the banks of those countries deemed safe."

 

Þetta er sennilega rétt hjá honum - að ef mistekst að mynda þessa sameiginlegu hagstjórn, þannig að hrun Evrunnar fari á endanum fram - og það sennilega ekki mikið seinna en næsta haust, að ég held; þá verðu alvarlegt fjármálahrun sem vart lyktar með öðru, en kreppu 2 í Evrópu.

  • Sú kreppa verði þá enn dýpri en sú er hófst, 2008.
  • Það hrun, getur jafnvel orðið "trigger event" fyrir enn stærra alþjóðlegt fjármála-kerfis-hrun.

Það er því mikið í húfi, og ríkisstjórnirnar verða undir gífurlegum þrýstingi, að leisa málin eitt skipti fyrir öll - þ.e. með því að koma á legg "Political Union as well as economical one".

Merkel, hefur því sennilega alveg 100% rétt fyrir sér, í krísunni liggja tækifæri - þ.e. fyrir þá, sem fylgja draumnum um Evrópuríkið.

Það getur raunverulega gerst, að Evrópuríkið verði til - í augum stuðningsmanna, eins og fuglinn fönix úr rústunum.

--------------------------

En, þá verður orðin til 2. hraða Evrópa - þ.s. vart verður annað séð, en að nokkurs konar ríkisstjórn Evrópu, verði einungis fyrir meðlimi Evrunnar.

En, þaðan í frá, felur líka innganga í Evruna í sér, inngöngu í sjálft Evrópuríkið og þar með það endanlega fullveldis afsal sambærilegt því ef t.d. - ef um Ísland er að ræða, að ákveðið væri að sækja um inngöngu í Bandaríkin. En, þ.e. hægt. Með formlegu samþykki allra fylkja Bandaríkjanna, getur nýtt fylki fengið inngöngu - sbr. að innganga í Evrópusambandið krefst samþykkis allra meðlimaríkja.

Hvað með Evrópuþingið: Verður þar t.d. efri og neðri deild? Þ.e. efri deild er lönd Evrunsambandsins og pólitíska sambandsins, hefðu ein aðgang að. Meðan, þau sytja einnig í neðri deild, ásamt þeim aðildarlöndum Evrópusambandsins, sem ekki eru aðilar að Evunni og pólitíska sambandinu.

Hvað með Ráðherraráðið: Verður þar einnig myndaður, sér klúbbur fyrir meðlimaríki þessa innra sambands þeirra ríkja, sem eru meðlimir Evrunnar og pólit. sambandsins henni tengdu? Þannig, að þar verði ennig A flokkur ríkja og B flokkur ríkja?

Hvað með leiðtogaráðið: Eiginlega sömu spurningar.

-------------------------------

Eitt er þó öruggt, að framundan er harðasta rimma í sögu Evrópusambandsins.

En, t.d. er ljóst að sum ríki eru ekki á leið inn í Evru - sbr. Bretland, Svíþjóð, Danmörk. 

Önnur, t.d. Pólland, hafa frestað tilraunum til upptöku Evru, í mörg ár til viðbótar.

  • Það sama gildir og áður, að ríki eins og Bretland, verða mjög treg til að heimila fyrir sitt leiti, stofnun innra klúbbs Evrópusambandsins. 
  • Það sama á við um nokkurn fj. annarra ríkja,- en ástæðan er ótti við það að missa áhrif.
  • En, alla tíð síðan hugmyndin um 2. hraða Evrópu kom fram, hefur það verið hindrun fyrir þá hugmynd, að ríki utan klúbbsins myndu verða tiltölulega áhrifalaus - enda bendir flest til að klúbbinn myndu mynda nægilega mörg og sterk lönd, til í reynd myndi klúbburinn ráða flestu sem löndin innan hans vildu, þ.e. innan heildar sambandsins.
  • Löndin, sem ekki vilja gefa frekar eftir af sínu sjálfstæði, munu því fara fram á einhverja stóra bitlinga á móti. Þ.e. öruggt.

---------------------------

Ég held að þetta sé síðasta tækifærið, til að bjarga Evrunni - þ.e. myndun pólitíska sambandsins langþráða.

Þá er nokkurn veginn, búið að fullklára hina raunverulega ríkis myndun.

  • Enn er þó langt í frá ljóst, akkúrat hvernig.
  • En, ennþá eru ekki uppi hugmyndir, um að skapa embætti sameiginlegs forsætisráðherra.
  • Hætta er á, að fyrirkomulagið verði - svona hálfbakað.

T.d. að útfæra þetta skv. þeim starfshefðum, sem eru til staðar - sem hafa fengið þá gagnrýni, að vera ólýðræðislegar.

  • Það væri þá þannig, að um væri að ræða í reynd, embættismanna stjórn. Svipað fyrirkomulag og í dag, nema með meiri völd.
  • Síðan fara mál fyrir þing- og svo ráðherra; til endanlegrar ákvörðunar.

En, aðilar innan Framkvæmdastjórnar séu þeir, sem fari með hina eiginlegu ríkisstjórn - þ.e. daglega stjórnun.

Betra væri, að fylgja lýðræðishefðum, eins og þær hafa orðið til, innan einstakra ríkja, þ.e. að skipa ráðherra titla - einhverjir sem skipaðir séu, pólitískir ráðherrar tiltekinna málaflokka.

Eiginlega ríkisstjórn. Það væri skýrara fyrirkomulag - en að bein embættismanna stjórn væri óheppileg.

Hérna er spurningin, um þ.s. kallað er "accountability" þ.e. að hæg tök séu á að gera aðila ábyrga.

Einnig, að um sé að ræða lýðræðislega ákvörðun, sem sé rót þess hverjir það eru, sem fá að stjórna.

Það hefur fram að þessu, ekki verið svo gríðarlega alvarlegt þ.s. kallaður hefur verið lýðræðishalli, þ.s. eftir allt saman þó áhrifamikil hefur Evrópusambandið fram að þessu, haft verulega takmörkuð völd. En, ef það verður að eiginlegu Evrópsku ríki, þá er það allt breitt.

Þá er ekki lengur ásættanlegt, að hafa hálfbakað stjórnskipulag. Ef það verðu, þá mun það valda vanda síðar - þ.e. "accountability" og "credibility".

 

Niðurstaða

  • Atburðir liðinna 2. vikna, hafa breitt öllu innan Evrópusambandsins.
  • Merkel hefur sennilega rétt fyrir sér, að valið sé milli nánara pólit. samstarfs eða sennilega hruns draumsins um Evrópusamband - sem stórríki Evrópu.
  • Hvað verður er ómögulegt um að spá - en öruggt hvað sem gerist, að niðurstaðan verður "söguleg".
  • Þetta verður sennilega komið í ljós fyrir haustið - jafnvel fyrr.

Valið í staðinn, er sennilega mjög alvarlegt fjármálahrun innan Evrópu - sem getur komið af stað á ný, mun víðtækara hruni hins alþjóðlega fjármálakerfis.

Persónulega, er ég ekki viss, hvort ég vil frekar. En, þ.e. önnur saga.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Fín greining, sem endranær.

Spurningin liggur nærri...er þessi krísa hönnuð til að ná þessu markmiði...þ.e. að sameina Evrópu enn frekar ? Ef það er tilgangur einhverra stór-peningaafla, þá er þeim að ganga ljómandi vel.

Hitt er svo annað mál að frekari sameining svona ólíkra landa væri mikil synd.

Haraldur Baldursson, 16.5.2010 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband