Stórsköðuð geta hagkerfisins til hagvaxtar, veldur því að skuldir landsmanna eru og verða óviðráðanlegar. En, Samtök Atvinnulífsins vara við minnstu innlendu fjárfestingum síðan landið varð lýðveldi!

Samtök atvinnulífsins, vara við því, að stefni í að innlend fjárfesting hérlendis, verði á þessu ári sú minnsta frá lokum seinni heimsstyrrjaldar.

Þetta er alvarlegt, því ef fjárfestingar verða það litlar, að ekki sé næg endurnýjun í tækjum og búnaði til að halda í við erlenda keppinauta, að ef ekki er fjárfest nægilega í nýjum hugmyndum til að mæta tækninýjumgum sem keppinautar eru líklegir að koma með í framtíðinni - þá dregst atvinnulífið smám saman aftur úr, sem hefur sjálfstæð áhrif, burtséð frá öllum öðrum þáttum, til að draga úr getu hagkerfisins, til að standa undir erlendri skuldabyrði.

Þ.e. því veruleg hætta á, að eftir því sem frá líður, versni enn meir en nú er, geta okkar til að halda í við skuldirnar.

 

Fjárfestingar stefna í sögulegt lágmark

"Mikill samdráttur í fjárfestingum atvinnuveganna á síðasta ári og takmörkuð áform um fjárfestingar á árinu 2010 valda því að ástæða er til þess að hafa áhyggjur af þróuninni í atvinnumálum. Óvissa um framtíðina, háir vextir, gjaldeyrishöft, skattahækkanir og minnkandi kaupgeta stuðla almennt að slæmu andrúmslofti fyrir fjárfestingar. Ef dráttur verður á áformum um fjárfestingar í virkjunum og orkufrekum iðnaði á þessu ári eru líkur á því að fjárfestingar atvinnuveganna verði minni í hlutfalli við landsframleiðslu en þær hafa verið frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar."

"Í þjóðhagsáætlun er gert ráð fyrir að fjárfestingar atvinnuveganna nemi 180-190 milljörðum króna 2010. Áætlaðar fjárfestingar í Helguvík, Búðarhálsvirkjun, Hellisheiðarvirkjun og stækkun álversins í Straumsvík nema um 60-70 milljörðum. Eigendur álversins í Straumsvík hafa samþykkt að ráðast í 1. áfanga stækkunar álversins (straumhækkun) en þar er um að ræða framkvæmd upp á 13 milljarða króna sem slagar hátt í fjárfestingu allra sveitarfélaganna í landinu á árinu sem er áætluð um 15 milljarðar króna á árinu 2010. Fjárfestingar Orkuveitu Reykjavíkur eru áætlaðar um 20 milljarðar á árinu. Eftir stendur yfir 100 milljarða fjárfesting í öðrum atvinnuvegum sem erfitt er að sjá fyrir í núverandi starfsumhverfi íslenskra fyrirtækja."

 

SA er í raun og veru að segja, að það stefni í að áætlanir fyrir þetta ár, gangi ekki eftir og að samdráttur muni reynast meiri og einnig atvinnuleysi meira. Þetta skiptir máli fyrir ríkið, því þá fær það inn minna frá skattheimtu en það gerir ráð fyrir og að auki veldur meira atvinnuleysi meiri kostnaði en gert er ráð fyrir. Svo, ef þetta gengur eftir, þá mun hallinn reynast mun meiri á fjárlögum þessa árs, en nú er stefnt að.

 

Fjárfestinga atvinnuveganna

 

Þ.s. menn virðast ekki enn vilja skilja, þ.e. hve alvarleg kreppan hérlendis er, geta hagkerfisins til hagvaxtar er stórsköðuð - sem veldur því, að geta þess til að standa undir skuldum er einnig stórsköðuð.

Þetta er grunnvandinn.

  • Þ.e. því tóm tjara, að benda á önnur ríki þ.s. geta til hagvaxtar er í betra horfi, og segja að staða okkar sé ekki svo slæm, því skuldir okkar séu ekki neitt að ráði meiri.
  • Að halda slíku fram er mjög alvarlegur þvættingur, því þá eru menn ekki að gera sér ljóst, að um þessar mundir, er geta okkar hagkerfis til að standa undir skuldabyrði, mun minni en geta þeirra hagkerfa.

Þetta er ástæðan fyrir því, að mín niðurstaða er, að við stefnum í þrot og eina leiðin til að komast hjá því, sé að fara í það að undirbúa þrot á meðan að leitast verður við, að knýja fram aðra og skárri lausn, þ.e. lækkun skulda.

En, lækkun skulda, er þ.s. við þurfum. Án þess, er nær algerlega útilokað, að greiðsluþroti verði forðað.

 

Slæm staða innlendrar fjárfestingar, ætti ekki að koma nokkrum manni á óvart:

Staðreyndin er sú, að hér er bullandi samdráttur, og aðgerðir stjórnvalda upp á síðkastið hafa fremur bætt þar í, en hitt.

  • 50% fyrirtækja, skv. fréttum rétt fyrir jól, hafa fengið tímabundna lækkun greiðslubyrði - frysting/eða lækkun. En, hér er um sömu tilboð og almenningur hefur fengið.
  • 2/8 fyrirtækja voru sögð skv. þeirri frétt, í vandræðum - sem væntanlega þíðir að ofangreindar aðgerðir voru ekki nægar.
  • Þetta kemur heim og saman við, að skv. skýrslu AGS séu rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
  • Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
  • Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
  • Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
  • Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.

Allt heggur í sama knérunn, þ.e. getu hagkerfis okkar til hagvaxtar.

Allt ofantalið, dregur úr getu hagkerfisins til hagvaxtar, og allt er í gangi á sama tíma. Þetta þíðir á mannamáli, að ekki eru horfur á neinum umtalsverðum hagvexti hér á næstunni - en í reyn er innlenda hagkerfið í mínus fremur en á núlli. Einungis með mjög miklum erlendum fjárfestingum, er hægt að hífa hagkerfið tímabundið yfir núllið - þ.e. meðan á framkvæmdum stendur.

Ég spáí framtíðahagvexti, næstu 15 árin frá um 1% - rúmlega 1%. 

Niðurstaða - ekki séns, að plan AGS og ríkisstjórnarinnar, geti mögulega gengið upp.

Ég er sammála því, að atvinnuleysi mun aukast mikið í ár, og einnig að samdrátturinn sem var frestað í fyrra með tímabundinni lækkun greiðslubyrði sé einnig á leiðinni.

 

Í þessu ljósi, er fjarskalega ólíklegt, að Ísland geti staðið undir greiðslum af Icesave.

Reyndar, í ljósi mjög skaðaðrar getu hagkerfisins til hagvaxtar - þá er sennilega mjög líklegt, að Ísland verði greiðsluþrota þá miðað við þær skuldir sem þegar eru komnar.

Ýmsir hafa haldið fram, að skuldir okkar séu ekki mikið meiri en sumra annarra ríkja, sem röksemd um að þetta reddist, en það tekur ekki tillit til mjög skaðaðrar getur hagkerfisins til hagvaxtar.

Í ljósi hver hve sú geta er sköðuð, þ.e. sennilega er gata hagkerfisins til hagvaxtar neikvæð - þ.e. ekki einu sinni “0" þá efast ég einnig um, að við stæðum undir okkar skuldum, þó þær væru helmingi minni.

En, lykilatriðið er geta hagkerfisins til hagvaxtar, þ.e. tekjur, vs. kostnaður af skuldum. En, í dag duga tekjur, ekki einu sinni fyrir vöxtum af skuldum, og svo verður sennilega næstu ár.

Gjaldþrot virðist því nánast, óumflýjanlegt.

Við þurfum því í ljósi stöðunnar, að hefja undirbúning fyrir greiðsluþrot. Þ.e. hinábyrga afstaða.

 

Sjá nokkurn fjölda annarra umfjallana minna, sem tengjast málinu:

Undirbúum greiðsluþrot - það styrkir okkar samningsaðstöðu gagnvart mótaðilum!

Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!

Hrollvekjandi lýsing Prófessors Ragnars Árnasonar, á kreppunni og líklegri framvindu!

Hver er líklegur hagvöxtur á Íslandi, á næstu árum? Skiptir máli, því tekjuhliðin er stórt atriði, þegar við veltum fyrir okkur getu landsins, til að borga af skuldum!

Fáum aðstoð, frá AGS eða ESB, við það að, endursemja við kröfuhafa Íslands.

Kæru Íslendingar, við verðum að fara fram á nauðasamninga fyrir "Ísland"!

Ríkisstjórnin segir okkur, að ástandið sé betra, en leit út fyrir!

Eru bankarnir traustir?

Plan ríkisstjórnarinnar og AGS mun ekki ganga upp, en þ.s. verra er, það getur ekki gengið upp!

Ísland er gjaldþrota!

Er heimskreppan búin?

Snillingarnir í Seðló

Ekki styrkist krónan!

Enn einn fræðimaðurinn, Galbraith, staða Íslands vonlaus! Hvað þurfa margir heimsþekktir sérfræðingar að koma fram, til að stjórnvöld meðtaki þessa staðreynd?

Gylfi - skuldir þjóðarinnar eru víst, hættulegar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Engu líkara en að hagvaxtaspár séu byggðar á óskhyggju þ.e. ýtt hafi verið á goal seeking takkann í Excel.

Ótrúleg léleg vinnubrögð þessarar Ríkisstjórnar. Hún er eins og náunginn sem stingur priki í hjól atvinnulífsins.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 21.1.2010 kl. 05:11

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Já, akkúrat.

Þ.e. eins og fólk, búi inni í sinni eigin heimsmynd, þ.s. allt verður í lagi, undir þeirra stjórn, og sameinuð vinstristjórn haldi áfram um ókomna tíð.

Ég reikna fastlega með, að stjórnin fari ekki frá, þótt hún tapi þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess í stað verði ný samninganefnd send, og síðan boðið upp á Icesave 3 - og sagan endurtaki sig.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.1.2010 kl. 14:29

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ein hlið Alþjóðasamhengi: Fullvinnslu aðilar er frumforsenda  þess að fjárveitingar til 1. stig frumvinnslu fáist. [Sérhæfing Íslands].

EU samkvæmt IMF næstu 5 ár [GDP per capita] en USA með Kína og India upp.

EU neyddist til að loka álveri á Ítalíu [1. stig vinnsla hráefnis] vegna fullvinnslu framleiðslu minnkunar. Skýring sem gefin var upp til að gefa almenningi betri mynd af ráðstjórninni í EU var að það borgaði ekki nógu hátt verð fyrir orku.

Við vitum að Umboð Valdhafanna [Commission] sér um að tryggja láverða samkeppnigrunni og tryggja heildinni aðföng utan Heildarinnar. Sjá stjórnarskrá EU.

Íslenskir Stjórnmálamenn og hagfræðingar hafa ekki prókúru í Brussel. Allir geta látið sig dreyma.  EU menningararfleiðinni breytir ekki breytinganna vegna. Heldur til að tryggja stöðuleika heildarinnar. Common sence enga offræði.

Hversvegna á EU að planta hér niður stóriðju er spursmálið.

Júlíus Björnsson, 24.1.2010 kl. 11:41

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 846661

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband