Lítum á "Nei" forseta Íslands sem tækifæri, í stað þess að fórna höndum, og álykta að nú fari allt til fjandans. Ísland, er nú aftur í erlendum fjölmiðlum, og það akkúrat getur einnig verið tækifæri!

Það ætti vart að koma neinum hugsandi manni á óvart, að fyrstu viðbrögð erlendra fjölmiðla væru hörð, enda voru breskir fjölmiðlar að vitna í viðbrögð eigin stjórnvalda og svipað var gert af hollenskum fjölmiðlum, þ.e. að vitna í eigin stjórnvöld. Engum heilvita manni, hefði átt að detta annað í hug, að slíkar tilvitnanri myndu lýsa vonbrigðum og sterkri neikvæðni gagnvart, neitun forseta vor.

Nú þegar á öðrum degi, virðist umræðan taka breytingum, þ.e. komnar eru fram greinar, sem verða beinlínis að kallast vinsamlegar. Síðan, virðast kannanir gerðar í nokkrum stórum blöðum, ekki benda til harðra viðbragða almennings,,,þvert á móti, virðist áberandi sú afstaða að íslendingar hefðu orðið fyrir því sama og þeir, þ.e. kostnað og kreppu.

Það veldur vonbrigðum, ef ekki endilega undrun, viðbrögð málsmetinna manna hérlendis, einkum stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar, sem koma hver eftir öðrum fram í fjölmiðlum, og kalla ákvörðun forseta í besta falli ílla grundaða, og saka þá sem eru á annarri skoðun en þeir um lýðsskrum. Þar á meðal þekktur stjórnsýslufræðingur, í ríkisútvarpinu í dag.

Það veldur að sjálfsögðu vonbrigðum, að þeir sem vilja kalla sig fræðimenn, skuli ekki getað risið yfir slíka augljósa flokkspólitíska skiptingu - og skuli greina hluti fullkomlega í samræmi, við þ.s. kemur frá áróðursmeisturum, Samfylkingar. Maður, verður að sjálfsögðu að vísa ásökunum um lýðsskrum, til föðurhúsa.

 

Áhugaverð fjölmiðlaumræða

Fyrst er að sjálfsögðu, mjög áhugaverð forysturgrein Financial Times, sem er með áhrifamestu fjölmiðum í heiminum, lesið af milljónum manna á hverjum degi.

Do not put Iceland in a debtors’ prison

"It is hard to fathom the need to make an example of Iceland. For the creditors, the loans are trivial: they sum to €3.9bn, one-hundredth of what the UK alone will borrow this year and next. Neighbourly generosity would cost Amsterdam and London next to nothing."

Tónninn, er vægt sagt, vinsamlegur. Setningin að ofan, hefði allt eins getað verið skrifuð af fulltrúa t.d. Indefese. 

Reyndar, er þetta punktur, sem margítrekað hefur verið notaður af stjórnarandstöðunni.

 

Ef ég held áfram með Financial Times þá er einnig að finna mjög áhugaverða grein, skrifaða af fulltrúum þekkst bresks lögfræði fyrirtækis, þ.e. "Ann Pettifor and Jeremy Smith,
Advocacy International."

Unjust for Iceland to take sole responsibility

"The UK and the Netherlands, with a combined population of 76m, should cease to use economic force majeure on a tiny country, and accept the principle of co-responsibility for the crisis. Repayment of the nationalised losses of a private bank amounts to €12,000 (2.400.000 KR) per Icelandic citizen, and will inevitably impact harshly on their lives and public services. By contrast the cost to Dutch and British taxpayers of the bail-out will be about €50 (10.000 Kr) per capita." - "What is unjust is that the tiny population of Iceland should be forced to bear the full costs of the laxity of Icelandic, British and Dutch regulators and the reckless behaviour of private bankers and risk-takers."

Þessa grein, tekur einnig fyrir rök, sem margoft hafa komið fram hjá þeim Íslendingum, sem hafa bent á að meðferð Breta og Hollendinga á okkur, sé ekki sanngjörn. Einnig, að á meðan þetta sé okkur mjög erfitt, sé þetta mjög lítið mál fyrir meðal Bretann og Hollendinginn.

Gott að sjá tölfræðilegann samanburð, þ.e. hver íslendingur þarf að bera 2,4 milljónir Kr. á meðan að hver hollendingur eða breti þarf að borga 10 þúsund Kr. per haus - ef þeir bera kostnaðinn.

 

Síðan byrtist einnig í Financial Times  grein eftir íslandsvininn, Michael Hudson. Sá ver eins og vanalega okkar málstað og rétt.

Iceland has the right to refuse debt servitude

"Under normal conditions Iceland, a prospective EU member that had signed up to European deposit insurance rules, would have availed itself of the right to settle with depositors in an orderly manner. Article 10 of EU Directive 94/19/EC gave Iceland's Depositors' and Investors' Guarantee Fund (TIF) nine months to settle matters after the failure of a financial institution. Privately funded by domestic banks (unlike Britain's public Financial Services Agency), the TIF collected just 1 per cent of deposit liabilities as a risk premium." - "The EU law did not anticipate a systemic failure and made no provision for the government to be liable beyond its insurance agency."

 

Enn ein greinin úr Financial Times, eftir "Michael Waibel, British Academy Postdoctoral Fellow, Lauterpacht Centre for International Law, University of Cambridge, UK."

Iceland has no clear legal obligation to pay up

What is often overlooked amid this unfolding drama is that Iceland is under no clear international legal obligation to pay up - a fact that Fitch’s premature downgrade of Iceland’s credit rating on January 5 also overlooks. The UK would likely face substantial obstacles in court. The chance of winning is no more than 60 per cent, and even then the UK is very unlikely to obtain more than in this settlement.

Ég stari á þessi orð með lotningu, en hann telur líklegra en ekki, að Íslendinga myndu vinna dómsmál. Takk fyrir!

 

Síðan er það, mjög vinsamleg grein dálkahöfundar viðskiptahluta Irish Times, sem að vísu er ekki neinn risafjölmiðill eins og Financial Times, en þ.e. samt ánægjulegt að sjá slíka umfjöllun frá Írlandi.

En, sá er skrifar er greinilega kunnugur þeim rökum, sem notuð eru af stjórnvöldum hérlendis, ber þau síðan saman við rök eigin stjórnvalda og gerir háð og spott af.

More proof if it is needed  that Ireland is not Iceland

"If we don’t keep AIB and Bank of Ireland going – and Anglo on life-support – the ability of the country to borrow will be severely impaired, or so we are told." - "Events in Iceland may well prove a test of this hypothesis, assuming the people of Iceland don’t “see sense” and vote through the proposal to repay Icesave depositors in a referendum. Assuming they don’t, it will be interesting to see if the apocalyptic consequences that have been predicted manifest themselves. If they don’t, and such things rarely do, it will call into question the logic of our own bank-friendly approach to dealing with the banks."

Af skrifum hans að merkja, er margt svipað með áróðri írskra og íslenskra stjórnvalda, þ.e. að ef ekki er farið eftir markaðri stefnu, þá muni enginn nokkurntíma vilja lána aftur, o.s.frv.

Gað gætir jafnvel vissrar öfundar hjá honum í garð Íslendinga, að þeir skuli hafa þorað að gera uppreisn.

 

Síðan er það stórblaðið The Independent, en ljóst er af grein þess, að Íslendingar hafa alla samúð ritstjórnar þess blaðs.

Iceland should not be bullied

"The British Government has behaved like a bully in its treatment of Iceland. First, when the country's banking crisis broke, it froze Icelandic assets in Britain using legislation that had been introduced to target the funds of terrorist groups. And then, when the Icelandic President ratified legislation last summer that would have seen the country compensate Britain for its losses, the Government effectively vetoed the plan, insisting it could not accept the various caveats that applied to Iceland's plans." - "Since then, Britain has used every avenue possible to pressure Iceland. It is clear the government has used its influence within the European Union and at the International Monetary Fund to block aid packages that hold the key to Iceland escaping its ongoing economic crisis. Good old fashioned blackmail, one might call it." - "During this week's row, the government has returned to the bully-boy tactics."

Andstæðingar Icesave hafa að sjálfsögðu sagt svipaða hluti, eins og flestum ætti að vera kunnugt.

 

Síðan er það náttúrulega Íslansvinur excellence, Eva Joly.

Viðtalið við Evu Joly

En hún segist hafa talað við einstaklinga, er áttu þátt í að semja reglugerð Evrópusambandsins, um innistæðutryggingar, og hún staðfestir að ekki hafi verið gert ráð fyrir hruni heilst bankakerfis.

Hún segist bjartsýnni nú eftir ákvörðun forsetans, og að það séu "openings" eing og hún orðar það, þ.e. fleiri möguleikar í stöðunni nú. Hún telur, að við þurfum aðstoð. Hvetur til þess, að við fáum Frekka eða Breta til að veita milligöngu. Eva er æðisleg.

Sjá einnig frétt RÚV

 

Að lokum, nýlegt viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson, á BBC. Ég held að karlinn, hafi staðið sig nokkur vel :)

 

 

PS:

Glænýtt viðtal við Ólaf Ragnar á Bloomber, þ.s. hann gagnrýnir Fitch Rating;

 

 

 

Förum ekki á taugum

Þegar á öðrum degi, er umræðan að breytast. Að auki, virðist ekki að bresk stjórnvöld, séu á leiðinni með að beita Íslendinga einhverjum hörðum viðurlögum. 

Flest virðist með öðrum orðum benda til þess, að örvæntingarkennd viðbrögð margra stuðningsmanna stjórnarflokkanna, hafi verið skot langt yfir markið, og að afleiðingar verði sennilega alls ekki neitt alvarlegar.

Þvert á móti, ef ég tjái mína eigin afstöðu, þá er mér mjög létt. Eins og þungu fargi væri af mér létt, því mér finnst við hafa möguleika á ný.

En, mér hefur verið ljóst um allnokkurt skeið, að borgunarplan stjórnvalda einfaldlega er vonlaust. Þ.e. gjaldþrot er næsta alveg öruggt, ef við bætum fleiri stórum skuldbindingum við okkur.

Að án þeirrar viðbótar, séum við samt í mjög erfiðum málum, og hætta á gjaldþroti sé samt veruleg.

En, þ.e. þá möguleiki, að við getum komist hjá gjaldþroti.

 

Lítum á "Nei" forseta vors, sem tækifæri. Tækifæri til að nálgast málið með nýjum hætti. Tækifæri til að koma sjónarmiðum okkar á framfæri, þegar nafn Íslands er aftur komið í fjölmiðla.

Það þarf alls ekki að vera svo, að þetta verði för til ófarnaðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 191
  • Sl. sólarhring: 252
  • Sl. viku: 274
  • Frá upphafi: 846912

Annað

  • Innlit í dag: 179
  • Innlit sl. viku: 261
  • Gestir í dag: 174
  • IP-tölur í dag: 174

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband