Uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran væri slæm hugmynd fyrir Bandaríkin

Skv. fréttum er Donald Trump að íhuga hugsanlega uppsögn svokallaðs 6-velda (Bandaríkin, Rússland, Kína, Frakkland, Bretland, Þýskaland) samkomulags við Íran: U.S. weighs whether to stay in Iran nuclear deal.

Sjá fyrri umfjöllun: Ég fagna samkomulagi Vesturvelda og Írans - Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!.

Helsta gagnrýnin á samninginn hefur verið á þá leið að hann útiloki ekki að Íran síðar meir geti hugsanlega að nýju endurreist sitt kjarnorkuprógramm.
--Það er algerlega rétt!

Trump og hægri sinnaðir Repúblikanar hafa kallað samninginn, einhliða Íran í hag og ósanngjarnan.
--Trump gekk svo langt í kosningabaráttu sinni að kalla Íran helstu uppsprettu óstöðugleika og hryðjuverka í Mið-austurlöndum, samninginn við Íran - hræðileg mistök.

Skv. Reuters virðist talið Trump hallast að afsögn samningsins, en talið líklegast að hann snúi málinu þannig - að hann muni lísa því yfir að Íran hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins.
--Síðan láta það til þingsins að segja samningnum upp.

 

Átök við Íran hefðu það alvarlega afleiðingar að ég tel þau óhugsandi

Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!

https://www.worldofmaps.net/typo3temp/images/topographische-karte-iran.jpg

Vandamálið sem gagnrýnendur átta sig ekki á, er hve veik staða Vesturvelda var!

  1. Niðurstaða samnings sýni að samningsstaðan gagnvart Íran var einfaldlega veik - þ.e. tilraunir til að stöðva prógramm Írans höfðu allar beðið skipbrot.
  2. Íran var þrátt fyrir allar þær tilraunir mjög nærri því að ráða yfir nægu magni auðgaðs úrans til að geta hafið smíði kjarnasprengju -- þ.e. úrans sprengju, en kjarnasprengju má einnig smíða með plútoni svokallaða plútonsprengju.

Málið er að Íran hafði lært af mistökum annarra, sbr. og komið mikilvægustu þáttum sinnar áætlunar fyrir í fullkomlega sprengjuheldum byrgjum - undir fjöllum Írans.
--Þ.s. líklega ekki einu sinni kjarnasprengja hefði getað grandað þeim.

Bandaríski herinn var búinn að áætla, þ.e. í tíð George Bush, hvað þyrfti til að tortíma kjarnorkuprógrammi Írana -- George Bush lét ekki til skarar skríða.
--En áætlunin gerði ráð fyrir innrás á bilinu 40-60þ. manna herliðs bandarísks er mundi taka mikilvæg svæði í Íran þ.s. mikilvægir þættir kjarnorkuáætlunarinnar væru, og eyðileggja þau mannvirki.
--Síðan mundi herinn yfirgefa Íran.

  1. Augljóslega hefði slík aðgerð mjög miklar afleiðingar - þaðan í frá. Bandaríkin væru þá stödd í stórfelldri Mið-austurlanda styrrjöld.
  2. Og ég er nokkuð viss, að Íranar mundu reynast miklu mun erfiðari andstæðingar heldur en her Saddams Hussain -- fyrir utan að Íran er mjög fjöllótt.
  • Og Íran mundi án vafa gera allt til að starta kjarnorkuprógramminu aftur í slíkri sviðsmynd, og líklega takast að smíða sprengju í formlegu stríðsástandi við Bandaríkin.
    --Vart þarf að nefna hve hættuleg staða það gæti orðið.

Niðurstaðan er m.ö.o. sú að það var hreinlega ekki mögulegt að stöðva Íran.
Þannig að það varð að reyna "Blan B" að bjóða Íran -- gulrætur til að stoppa kjarnorkuprógramm sitt.

  1. Ég hef ekki heyrt neitt það "Plan C" frá gagnrýnendum sem líklega skilaði annarri niðurstöðu en þeirri.
  2. Að Íran mundi ræsa kjarnorkuprógramm sitt að nýju og fljótlega verða kjarnorkuveldi eins og Norður Kórea.
  • Niðurstaða - að Bandaríkin væru þá stödd í tveim kjarnorkudeilum/krísum.

Það sé afar ósennilegt að Evrópa mundi fylgja Bandaríkjunum.
Ef Bandaríkin einhliða segja samkomulaginu upp fyrir sína parta.

Macron um daginn, varaði Trump við afsögn samningsins.
Benti einmitt á þá afleiðingu, að slík afsögn mundi einungis kalla yfir aðra kjarnorkukrísu.

--Málið sé einfaldlega það að kjarnorkusamkomulagið hafi verið skársta niðurstaða í boði.
--Það hafi ekki breyst!

 

Niðurstaða

Eins og ég hef áður rökstutt, tel ég að Bandaríkin mundu tapa sjálf á uppsögn kjarnorkusamkomulagsins, þar sem að fá ef nokkur lönd mundu fylgja Bandaríkjunum að máli með slíka einhliða uppsögn. Auk þess að líkur mundu stórfellt vaxa, ekki minnka, á því að Íran mundi raunverulega láta verða af því að ljúka smíði sinnar fyrstu kjarnorkusprengju -- úran sprengju líklegast.

Íran ræður yfir eldflaugum eins og Norður Kórea, ekki alveg eins langdrægum eða fullkomnum.
En íranskar eldflaugar líklega ná um öll Mið-austurlönd, og hugsanlega jafnvel til S-Evrópu.
--Bandaríkin mundu þá einfaldlega koma sér í þá verri stöðu, að þurfa að glíma við stöðuga kjarnorkuógn fyrir sín bandalagsríki á Mið-austurlanda svæðinu.
--Möguleiki á kjarnorkustríði innan samhengis Mið-austurlanda mundi geta skapast.

Mið-austurlönd eru nægilega hættuleg fyrir - takk fyrir!
Ef bátnum er ekki ruggað gagnvart Íran - er alls ekki öruggt að Íran síðar meir láti af smíði kjarnavopna - en ég tel það nærri fullkomlega öruggt að þau drífi sig í það ef samkomulaginu væri sagt upp.

Það er ekkert sam Bandaríkin geta raunverulega gert til að hindra eða stöðva Íran.
Þannig að það ætti að blasa við öllum, að engin skynsemi sé í því að rugga þessum bát!

 

Kv.


Bloggfærslur 21. september 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 715
  • Frá upphafi: 846645

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 653
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband