Spurning hvort Evrópuvirkið gegn flóttamönnum - gangi upp?

Í sumar hefur verið mikið flæði af Afríkufólki yfir Sahara auðnina til Líbýu - en ný stefna gagnvart flóttafólki er kemur til Líbýu yfi Sahara auðnina virðist hafa verið beitt síðan sl. sumar.
--Þ.e. að borga stjórnendum Líbýu fyrir að hindra flóttafólk frá því að leggja út á Miðjarðarhaf.
--Það safnast þá væntanlega þess í stað saman innan Líbýu!

Number of migrants arriving in Italy from Libya falls by half in July

Why Europe's Migrant Strategy Is an Illusion

Líbýa er í raun og veru skipt í -- 2 ríki, þ.e. Austur Líbýu eða Tripolitaniu og Vestur Líbýu eða Cyrenaicu

https://cdn.static-economist.com/sites/default/files/images/print-edition/20150110_FBM959.png

  1. Ég er hreinlega búinn að spá því um nokkurt skeið að þetta geti orðið varanlegur klofningur landsins í 2 - ríki.
  2. Enda verulegur munur milli landshelminganna, m.a. munur á samsetningu íbúa - sbr. megnið af Berbum er búa í Líbýu búa í vestur hlutanum samtímis því að austur hlutinn sé stærstum hluta arabískur.
    --Fyrir utan er Cyrenaica svæðið í raun og veru fornt menningarsvæði sem hefur verið þekkt undir því nafni alla tíð aftur a.m.k. á 4. öld fyrir kristburð.

Hvað um það -- punkturinn er sá að það flækir málið af hafa tvær ríkisstjórnir, tvö þing og í raun og veru tvær höfuðborgir.

  1. Vestur höfuðborgin er auðvitað Tripoli.
  2. Austur höfuðborgin er Tobruk.

Í hvorri höfuðborg fyrir sig er þing - ríkisstjórn, og hvor ríkisstjórn ræður yfir her.
M.ö.o. er landið skipulagslega séð greinilega að þróast í 2 - ríki.

  • Aðalátökin þeirra á milli hafa verið um olíulyndirnar -- virðist í seinni tíð Tobruk stjórnin ráða stærstu lyndunum.
  • Virðst ekki síst tilkoma ISIS er um hríð réð landsvæði í kringum bæinn Sirte -- hafa veikt stöðu Tripoli stjórnarinnar, þannig að hún missti stjórn á megin hluta olíulyndanna.

 

ESB virðist síðan sl. sumar vera - að borga ríkisstjórninni í Tripoli fyrir að halda flóttamönnum á sínu landsvæði, auk þess að uppbygging flota hefur verið greidd af ESB

Fyrir utan þetta, virðist ríkisstjórn Ítalíu greiða tveim þekktum smygl hringjum á Líbýu strönd - peninga fyrir að smygla ekki fólki yfir; má líkja því við greiðslu "Danagjalda" í sögu Englands.

Það virðist ekki mikil langtíma hugsun í þessu - en fréttir hafa borist af því, að flóttamönnum sé haldið í líbýskum fangelsum við mjög ömurleg skilyrði. Jafnvel að flóttamenn gangi kaupum og sölum milli aðila -- gæti verið að skapast verslun þ.s. menn græða peninga per flóttamann sem haldið er.

Der Spiegel segir að skv. skýrlu frá utanríkisráðuneyti Þýskalands sé aðstæðum líkt við búðir nasista í Seinni Styrrjöld.
Meðferðin sé slík að ekkert Evrópuríki gæti löglega sjálft beitt því.
En augunum sé lokað í von um að vandamálið fari í burtu.

  1. Það má vera að verið sé að prófa vinsæla kenningu, sem er nokkurn veginn á þá leið, að ef flóttamönnum býður hræðileg vist - ef lokað er á ferðir þeirra til Evrópu.
  2. Ætti að vera unnt að sannfæra fólk um að hætta að koma.

--Nýi flotinn sem Tripoli stjórnin hefur byggt upp virðist síðan sl. sumar -- hafa stoppað sjálfstæð hjálparsamtök við það verk, að aðstoða flóttamenn á bátum.
--Meðan að hinn nýi floti Tripoli stjórnarinnar hafi sent bátana aftur að strönd Líbýu.

  • Líklegast virðist að Tripoli stjórnin sé einfaldlega að taka við flóttamönnunum, meðan að peningarnir streyma frá Brussel.
  • Hvernig síðan sé farið með þá, sýni að Tripoli stjórninni sé sama um þá að öðru leiti - en aðbúnaður bendi til þess að allur kostnaður sé skorinn við nögl.

Hvaða áhrif peningarnir sem streyma frá ESB - til Tripoli stjórnarinnar hafa síðan á átök hennar við Tobruk stjórnina til lengri framtíðar -- á eftir að koma í ljós.
En það ætti ekki að koma manni á óvart að þeir fari í kaup á vopnum.

--Það á síðan að sjálfsögðu eftir að koma einnig í ljós, hvort að flóttamannastraumurinn yfir til Líbýu yfir Sahara auðnina stöðvast.
--Ef það fréttist skv. kenningunni að farið sé hræðilega með flóttamenn.

 

Niðurstaða

Ítalía virðist hafa átt upptök af samvinnunni við Tripoli stjórnina - væntanlega vegna þess hvaða leið flestir flóttamennirnir sem streymdu til Líbýu og síðan yfir Miðjarðarhaf fóru. Skv. Der Spiegel virðist Angela Merkel hafa síðar ákveðið að veita stuðning við þessa tilraun.
--Engin leið sé að vita hvað gerist, en ef t.d. kenningin vinsæla stenst ekki.
--Flóttamenn hætta ekki að streyma að til Líbýu, gæti landið misst tökin á málum.
Eftir allt saman eru enn stríðsátök í gangi milli ríkisstjórnanna tveggja í landinu.

Mér virðist persónulega ekki blasa við nokkur önnur lausn en að viðurkenna skiptingu landsins er virðist -- "De Facto" þó hún sé ekki enn "De Juro."

Flóttamönnum er greinilega haldið við hræðilegar aðstæður -- sennilega mun verri skilyrði en t.d. flóttamönnum sé haldið í Tyrklandi.

--------------

Ps: Frétt Reuters segir Donald Trump vera að íhuga uppsögn kjarnorkusamningsins við Íran: U.S. weighs whether to stay in Iran nuclear deal.

 

 

 

Kv.


Bloggfærslur 20. september 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband