Spurning hvort á að leggja niður möguleikann á - uppreist æru

Eins og Sigríður Andersen hefur bent á - Ráðherr­um heim­ilt að kynna sér gögn­in - virðist framkvæmd 85. gr. hegningarlaga orðið algert rugl.

Mynd með færslu

Mér virðist rétt að lesa þessar greinar saman!

84. gr.1)
Nú hefur maður hlotið í fyrsta sinn refsidóm fyrir brot, sem hefur skerðing borgararéttinda í för með sér, og refsing fer ekki fram úr 1 árs [fangelsi], 2) þá nýtur hann að liðnum 5 árum frá því að refsing er að fullu úttekin, fyrnd eða uppgefin, allra réttinda, sem fást með uppreist á æru, enda hafi hann ekki sætt ákæru á þeim tíma fyrir brot, sem þyngri hegning liggur við en sektir.
    
85. gr. Þegar liðin eru 2 ár af fresti þeim, sem í síðari málsgrein 84. gr. getur, og að fullnægðum öðrum skilyrðum, sem þar eru sett, getur [forseti], 1) ef dómfelldi hefur hegðað sér vel á þessu tímabili, veitt honum uppreist æru.
[Forseti] 1) getur og veitt manni uppreist æru, þegar að minnsta kosti 5 ár eru liðin frá því að refsing hans er að fullu úttekin, fyrnd eða gefin upp, enda færi umsækjandi sönnur, sem gildar séu metnar, á það, að hegðun hans hafi verið góð umræddan tíma.
[Þegar sérstaklega stendur á, má veita uppreist æru, þó að refsitími sé svo langur sem í 2. mgr. segir, enda þótt ekki sé liðinn lengri tími en til er skilinn í 1. mgr.] 2)

En greinilegt er að ákvæðin í 85. gr. eru einungis heimildarákvæði. En samt virðist framkvæmdin orðin sú að þeir sem óska eftir uppreist æru og uppfylla skilyrði lagagreinarinnar -- fái sjálfkrafa ósk sína uppfyllta: Hefur ekki viljað afgreiða umsókn barnaníðings.

Vottorð sem þarf að leggja fram, virðast ekki þurfa að beinlínis að vera fengin í þeim tilgangi að fá uppreist æru -- en undanfarin ár virðast mörg dæmi þess að menn mæti með almenn meðmæli vinnuveitanda jafnvel algerlega að vinnuveitanda óafvitandi: Ekkert um að vottorð séu vegna uppreist æru - "Forkastanleg vinnubrögð ráðuneytis".

Starfsmenn ráðuneytisins virðast ekkert samband hafa við veitendur meðmæla - til að t.d. að staðfesta að þeir hafi raunverulega skrifað þau bréf eða séu sáttir við þá tilteknu notkun á þeim meðmælabréfum.
Dæmi um að menn mæti með margra ára gömul meðmælabréf: Vottuðu ekki fyrir uppreist æru barnaníðings.

 

Það sem ég mundi álíta mest gagnrýnisvert sé að ráðuneytið sé að breyta dómum eftir á!

En sumir glæpir eru það alvarlegir að það hafa verið sett inn refsiákvæði að aðilum sem fremja tiltekna tegund glæpa - fái ekki þaðan í frá að gegna tilteknum störfum.
--Síðan hljómar þetta í mín eyru sem að ráðuneytið - sjálfkrafa ógildi hluta dóms viðkomandi - ef sá sem dæmdur hefur verið að umliðnum þeim fresti sem gefinn upp er í lögunum -- æskir.

Mér virðist með þessu að dómsmálaráðuneytið sé farið að taka sér - dómsvald.
Með því að einstaklingar sem löggjafinn ætlaðist til að væri haldið frá tilteknum tegundum starfa - fá samt eftir allt saman að gegna þeim störfum, þrátt fyrir að hafa verið til þess æfilangt verið settir í bann skv. dómi.

  • Maður hefði haldið að -- uppreist æra ætti að vera stór undantekning.

Sem dæmi um uppreist æru er virðist réttlætanleg: Guðjóni veitt uppreist æru fyrir 22 árum.
En um var að ræða einn sakborninga í Guðmundar og Geirfinnsmáli.

  1. Greinilega ef á að hafa áfram - uppreist æru - í lögum.
  2. Þarf fullkomlega að endursemja þau lög.

En greinilega gengur það ekki að menn geti fengið -- uppreist æru, sjálfkrafa.
Ekki gengur heldur að -- uppreist æru, sé óháð algerlega tegund glæps.

--Uppreist æru getur að einhverju leiti gegnt því hlutverki, að leiðrétta rangan dóm.
--Eins og í dæmi Guðjóns Skarphéðinssonar.

En þ.e. einnig unnt að hafa aðra aðferð en -- uppreist æru.
T.d. einfaldlega að refsibann við því að gegna tilteknum störfum -- hafi fyrningu.
--Ef menn hafa ekki brotið af sér með svipuðum hætti innan þess tíma.

  • Það má undanskilja t.d. kynferðis-brot gegn börnum.
  • Og morð!

 

Niðurstaða

Ég held það sé ljóst að gagnrýni Sigríðar Andersen á það hvernig framkvæmd laganna um -- uppreist æru, hefur þróast. Sé fullkomlega á rökum reist.
--En ég held að ég hafi aldrei heyrt um aðra eins steypu um framkvæmd laga fyrr né síðar.

Það virðist algerlega vera búið að snúa út úr upphaflegum anda 85. gr. laga. Sem felur greinilega ef maður les þá lagagrein - einungis í sér heimildarákvæði.
--En seinni ár virðist meðferð ráðuneytisins hafa þróast yfir í nokkurs konar -- stimpil.

Þar sem dæmdir menn virðast geta pantað uppreist æru nánast að vild algerlega óháð tegund eða alvarlegleika brots, eftir að fresturinn sem lagagreining kveður á um er liðinn.

  1. Annaðhvort á að leggja þessa framkvæmd algerlega af með afnámi ákvæðis um - uppreist æru.
  2. Eða fullkomlega endursemja það ákvæði þannig að það sé gert að stórri undantekningu, og feli í sér miklu mun vandaðri málsmeðferð en nú tíðkast.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. september 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband