Spurning hvort Guðni Th hafi einnig sett niður í tengslum við mál Hjalta Sigurjóni Haukssonar - málið sem var að fella ríkisstjórnina

Ég held að það sé alveg ljóst að Guðni Th framdi verulega stórt axarskaft er hann samþykkti að veita Hjalta Sigurjóni Haukssini uppreist æru.
--Ég veit það, umræðan snýst núna um þá feðgana Bjarna Ben og Benedikt Sveinsson - sem var einn þeirra þriggja er skrifaði undir meðmælabréf til dómsmálaráðuneytis um veitingu uppreist æru til handa gömlum vini Benedikts Sveinssonar: Benedikt Sveinsson segist hafa þekkt Hjalta í gegnum kunningjafólk sitt.

  1. En mér finnst alveg í lagi að ræða þátt Guðna Th - einnig.
  2. En sjálfsögðu þurfti hann ekki að haga sér eins og stimpilpúði Dómsmálaráðuneytisins - er það sendi honum tillögur um náðanir skv. framlögðum nafnalista.

--En þ.e. eins og að Guðni Th hafi álitið það ekki sína ákvörðun, hverjir fá uppreist æru frá forseta -- heldur sem nokkurs konar stjórnvalds ákvörðun, undir ranni ráðherra.
--Þetta er eiginlega umræðan um vald forseta, þ.e. hver fer með það, forseti eða ráðherra.
--Eins og að Guðni Th hallist í hina áttina, samanborið við fyrri forseta - Ólaf Ragnar.

  • En með því að samþykkja öll nöfnin, þar á meðal nafn Hjalta Sigurjóns Haukssonar -- þá tók hann augljóslega þátt í þeirri ákvörðun -- að hleypa dæmdum barnanýðingi aftur til sinna gömlu starfa sem lögmaður.
    --En skv. lögum þá var honum ekki heimilt að starfa við lögmannsstörf eftir að hafa verið dæmdur fyrir það alvarlegan glæp.

Mér finnst eiginlega kostuleg -- ummæli Benedikts Sveinssonar, að hann hafi álitið þetta lítinn greiða við gamlan vin, að veita honum aftur - tiltekin mannréttindi.

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/is/6/6f/Gudni_th_kynning.jpg

Sagði Bjarni Ben satt?

Ég verð að segja að ég upplyfi óvissu: „Rök Bjartrar standast ekki skoðun“.

Ég viðurkenni að mér finnst ekki öruggt að BB segi rétt frá að hann hafi ekki haft nokkra vitneskju um undirskrift föður síns -- fyrr en í sl. júlí.
Að hann hafi engan hlut átt að máli -- að mál Hjalta Sigurjóns eða Roberts Downey hafi fengið eðlilega máls-meðferð skv. lögum, m.ö.o. ekki flotið í gegn einungis vegna tengsla við þá feðga.

Þar fyrir utan þekki ég ekki hvort að hann segir satt - að honum hafi verið óheimilt að nefna nafn föðurs síns; hann hafi verið bundinn leyndarákvæði.

  1. Rétt að nefna að brot Hjalta Sigurjóns var gríðarlega alvarlegt, þ.e. hann beitti dóttur sína kynferðisofbeldi frá 4. ára aldri til 14. ára aldurs eða 10 ár.
  2. Mér finnst ekki rétt að slíkur einstaklingur, jafnvel þó að hann hafi setið af sér brotið - fái aftur að gegna lögmanns störfum.

Fólki er eðlilega brugðið - finnst málið andstyggilegt.
Fólk upplyfir örugglega eins og ég, óvissu um það hvort satt og rétt sé greint frá.

  • Bjarni Ben er greinilega búinn að fá á sig aukið óorð.

Bjarni vissi a.m.k. svo staðfest er um málið í 4. mánuði, áður en það kemst í hámæli að faðir hans hafði skrifað undir -- dómsmálaráðherra var þá að sjálfsögðu kunn málavöxtu. Hún hafði rætt málið við BB - en ekki virðist að hann hafi tjáð ríkisstjórn sinni frá því.

  1. Mörgum finnst þarna hafa verið yfirhylming - en ekki er greint frá af hálfu BB fyrr en ljóst er að málið er á leið í fjölmiðla hvort sem er.
  2. Sannfæring um yfirhylmingu eðlilega fyllir fólk -- aukinni tortryggni.

M.ö.o. segir Bjarni Ben raunverulega satt frá?

  • Staða BB hlýtur að teljast veikluð.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir að kosningar gefi tækifæri á að koma ákveðnum málum í réttan farveg.

Sigmundur Davíð ætlar í framboð!

Það er áhugaverð þróun efling flokks er nefnir sig -- Flokk Fólksins. En ég tel öruggt að fylgisaukning þess flokks, hafi mjög verulega þrengt möguleika SDG, að mynda nýjan flokk.

Það ætti því ekki að koma á óvart, að hann bjóði sig enn á ný fram fyrir Framsóknarflokkinn: Sjálfur ætlar hann í framboð fyrir Framsóknarflokkinn.

  1. En mér sýnist að FF - muni sækja að Framsóknarflokknum, sérstaklega þegar kemur að atkvæðum fólks með mjög eindregna þjóðernissinnaða afstöðu.
  2. Að auki taka atkvæði þeirra sem eru fremur en hitt andvígir fjölgun útlendinga sem er setjast að á Íslandi - sérstaklega ef þeir eru frá fátækum löndum, eða löndum í upplausn.

--Það þrengi þá möguleika að taka Framsóknarflokkinn í slíkar áttir.

En mér virtist stundum eins og að SDG - gæti hugsað sér slíka stefnu.
Hinn bóginn, fannst mér yfirleitt afar óljóst hvaða stefnu akkúrat SDG boðaði.
--Virtist oft hann vera sammála hverjum þeim - sem hældi honum, burtséð frá því hvaða stefnu sá boðaði.
--Ég meina, mér virtist hann tala oft út og suður, því óljóst hvort hann styddi þess konar skoðanir eða ekki.

  1. Það sem sé jákvætt fyrir framsóknarflokkinn sé þá það, að líklega sé lokað á það að stefna með flokkinn í átt til -- harðrar þjóðernisstefnu.
  2. Og hitt, að líkur á klofningi flokksins hafi líklega stórfellt minnkað - er ljóst virðir að sennilegast sé úti um möguleika SDG á að stofna sinn eigin flokk er ætti raunhæfa möguleika á að ná inn á þing.

Kannski þíðir það að auðveldar verði að ná sátt innan flokksins eftir átök um forystu.

 

Niðurstaða

Ég er að segja að ég er ákaflega ósáttur við Guðna Th fyrir að hafa ekki hafnað því að veita Hjalta Sigurjóni - uppreist æru. En ég er þess fullviss að Guðni hafði alveg þann rétt að segja - NEI. Jafnvel þó það hefði hugsanlega verið fordæmalaust -- sýndi Ólafur Ragnar Grímsson fram á það að fordæmaleysi þíddi ekki að forsetinn hefði ekki valdið til að segja - NEI.
--Það hafi verið rangt hjá Guðna Th að fela sig bakvið ákvörðun ráðuneytisins, er það afhenti honum lista yfir þá sem það lagði til að fengju uppreist æru.

  • Ég er ekki að leggja til afsagnar Guðna Th -- en mundi gjarnan vilja að hann bæðist afsökunar á sínum þætti málsins.

Varðandi Bjarna Ben sjálfan, virðist mér fullljóst að orðstír hans meðal þjóðarinnar hafi beðið verulegan hnekki - ofan í fyrra óorð er fór af honum. En það þykir alveg örugglega án nokkurs vafa hálfu verra óorð að tengjast ákvörðun um að endurreisa mannorð dæmds barnanýðings.

  • Þetta mál á örugglega ekki eftir að vera lyftistöng fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningabaráttunni framundan.

Það verður áhugavert að fylgjast með Sigmundi Davíð - greinilega ætlar hann að halda spilum þétt að sér, en mér virðist þó a.m.k. ljóst að hann fer ekki í það að kljúfa flokkinn.
--Kannski fer hann aftur í formannsslag, en það þarf ekki endilega fara svo.
--Á hinn bóginn, er það viss greiði fyrir hann ef BB fær fram kosningar í nóvember því þá fer landsfundur Framsóknarflokksins væntanlega fram í góðu tómi eftir þær kosningar -- hinn bóginn með formanns-slag framundan, eru möguleikar flokksins á stjórnarþátttöku líklega veikir.

  • Flokkurinn gæti misst aftur af tækifæri til ríkisstjórnarþátttöku, nema að samkomulag náist milli fylkinga innan flokksins er skili sátt -- mundi slíkt samkomulag líklega þurfa að liggja helst fyrir mjög fljótlega eftir nk. kosningar eða fyrir þær.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. september 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband