Þjóðarmorð í gangi í Myanmar - aðfarir virðast ekki síður ljótar en aðfarir ISIS liða í Sýrlandi eða Írak

Skv. fréttum virðist víðtæk þjóðernishreinsun í gangi á Rohingya fólkinu sem býr á landsvæði nærri landamærum Bangladesh.
--Sennilega sætir enginn hópur í heiminum eins alvarlegum ofsóknum, og Rohingar í Rakhine héraði í Myanmar.
--Að mörgu leiti minnir þetta á atburði er urðu í Rúvanda á 10. áratug 20. aldar.
En þá hófst skipulögð morðalda gegn svokölluðu Tútsi fólki, af öðrum hóp - Hútúum.
Þeir hópar hafa eldað grátt silfur við og við í Rúvanda og Búrúndi, í ca. miðri Afríku.

Með sama hætti, virðast ofsóknir gagnvart Rohingya fólkinu - þrautskipulagðar.
Með sambærilegum hætti, og gerðist í Rúvanda -- eru ríkjandi stjórnvöld og embættismenn, sjálf þátttakendur í ódæðunum.

  • Þátttaka Aung San Suu Kyier sorgleg - miðað við að hún á árum árum barðist fyrir mannréttindum.
  • Það er greinilegt, að til staðar eru alvarlegir og djúpstæðir fordómar.

UN report details 'devastating cruelty' against Rohingya population in Myanmar's Rakhine province

Nearly 50,000 Rohingya flee violence in Myanmar

Thousands more Rohingya flee to border as Myanmar violence flares

This Is Why Tens Of Thousands Of People Are Fleeing Myanmar

  1. Fréttir virðast benda til þess, að víðtæk skipulögð hreinsunaraðgerð sé í gangi, þ.s. þorp Rohingya eru brennd - íbúar hraktir á flótta.
  2. Gerfihnattamyndir sýna fjölda þorpa brennandi á 10 svæðum nærri landamærum Bangladesh, á ca. 100km. belti.

Á sama tíma - hótar ríkisstjórn Burma alþjóða hjálparsamtökum öllu illu.
Fyrir meinta aðstoð við - hryðjuverkaöfl.

  • En hryðjuverkaöfl - virðist nýja tískuorðið, sem notað er af ríkisstjórnum, sem stunda það að berja á - minnihlutahópum, eða andstöðuhópum hvers konar.
  • Eða í þetta sinn, að heill minnihlutahópur - er skilgeindur, hryðjuverka-afl og þar með, réttdræpur.
  • Þannig, séu hjálparsamtök sem gera tilraun til að aðstoða Rohingya sökuð um - aðstoð við hryðjuverkamenn.

--Þetta er víðri fjarlægð frá því að vera heilbrigð viðbrögð stjórnvalda.
--Er ættu að hafa það hlutverk, að vernda almenna borgara - að stilla til friðar.
Frekar en að sjálf stunda skipulagðar ofsóknir og morð á hluta eigin íbúa.

Það sé áhugavert - að lög landsins beinlínis skilgreina Rohingya -- réttlausa með öllu!
--Þó þeir hafi lifað í landinu um aldir!

  1. Eina skýringin sem við blasi.
  2. Séu ólík trúarbrögð!

Þ.e. meirihluti landsmanna er búddatrúar - meðan Rohingyar eru íslamtrúar.
Í þessu tilviki eru búddar að skipulega ofsækja fámennan minnihluta hóp sem meirihluta eru íslamtrúar.
--Það sérkennilega við það, er að Búdda sjálfur - boðaði frið, að sjálfsögðu ekki hatur.

 

Niðurstaða

Skipulögð þjóðarmorð/hreinsanir eru sem betur fer ekki algengir atburðir. Þess vegna eðlilega stuða atburðir af því tagi heimssamfélagið er þeir gerast. Enn minnast menn atburða í Rúvanda er um 800þ. manns voru myrtir, og atburða í Bosníu er þúsundir Bosníu múslima karlmanna voru myrtir með skipulögðum hætti - með hryllingi.
--Það sem virðist í gangi gegn Rohingya fólkinu, virðist fullkomlega standast samanburð við þá atburði.

  1. Það er líklega komin næg ástæða, til að standa fyrir alþjóðlegum refsiaðgerðum gagnvart Myanmar.
  2. Og hugsanlegun ákærum gagnvart landstjórnendum fyrir glæpi gegn mannkyni.


Kv.


Bloggfærslur 31. ágúst 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband