Trump í ræðu sinni í Phoenix virtist vera egna til haturs gagnvart Latneskum Ameríkumönnum? Trump virtist, óttast að bandaríska þingið fjármagni ekki landamæravegginn sem hann lofaði á landamærum við Mexíkó

Í ræðu í borginni Phoenix - ræddi Trump m.a. um þann landamæravegg sem hann hefur lofað að reisa. Það má greinilega sjá í ummælum hans, að hann óttast að bandaríska þingið fjármagni ekki smíði hans!

Sjá: Here’s What Trump Said

Trump: "Build that wall. Now the obstructionist Democrats would like us not to do it. But believe me, if we have to close down our government, we're building that wall.
Let me be very clear to Democrats in Congress who oppose a border wall and stand in the way of border security: You are putting all of America's safety at risk. You're doing that. You're doing that."

Ummælin að Trump væri frekar til í að loka alríkinu - sköpuðu óróa á mörkuðum: Trump government shutdown threat draws criticism, unnerves markets.

  1. Það er þó óneitanlega sérstakt að Trump sjálfur komi fram með slíka hótun.
  2. En eru nokkrar líkur á því - að þingið mundi óttast slíka hótun?

--Ég man vel enn eftir vandræðum Obama forseta með þingið, sem eins og nú var með Repúblikanameirihluta.
--En þá notuðu þingmenn Repúblikana -- trekk í trekk, hótunina um að loka alríkinu, sem svipu á Obama!

Einhver annar en ég ætti að muna eftir dramanu - um skuldaþakið.

  1. Hótun þingmanna Repúblikana á Obama -- virkaði þannig, að þeir hótuðu því að samþykkja ekki nýjar útgjaldaheimildir fyrir Alríkið.
    --Tilgangur að þvinga Obama til að samþykkja meiri útgjaldaniðurskurð hjá alríkinu, en Obama hafði óþvingaðan vilja til að framkvæma.
  2. En Trump, getur einungis hótað -- að neita að skrifa undir fjárlagafrumvarp, er ekki inniheldur fjármögnun fyrir vegginn hans.
    --Hann hefur ekki nokkra aðra hótun!
  • Spurningin er þá -- hvort þingmennirnir hafa nokkra ástæðu til að hræðast þá hótun?

En það eru ekki bara, Demókratar - sem vilja hugsanlega ekki fjármagna vegginn.
Það eru einnig til Repúblikanaþingmenn - með svipaða afstöðu.

  1. Trump auðvitað sem forseti, ber æðstu ábyrgð á alríkinu.
  2. Það sé því óneitanlega sérstakt, að forsetinn hóti að loka hugsanlega -- ríkinu sem heyrir undir hann.

--Alríkið heyrir með engum beinum hætti á sama tíma undir þingið.
--Þingið ber enga beina ábyrð á því!

 

Ummæli Trumps um innflytjendur -- stuða mig!

Ath. ummælin vísa til ólöglegra innflytjenda frá Latnesku Ameríku, yfir landamæri Mexíkó.

  1. Trump: "All around the nation, I have spent time with the wonderful Americans whose children were killed for the simple reason that our government failed to enforce our immigration laws, already existing laws."
  2. Trump: "One by one we are finding the gang members, the drug dealers and the criminals who prey on our people. We are throwing them out of the country or we're putting the hell, fast in jail."
  3. Trump: "We are cracking down on these sanctuary cities that shield criminal aliens, finally."

Það sem stuðar mig í þessu, er að hann talar eingöngu um ólöglega innflytjendur í þessu samhengi.
Sem glæpamenn - eyturlyfjasala - morðingja -- meðlimi skipulagðra glæpahringja.

Þess konar framsetning - er klassísk aðferð til að leiða fram ofsareiði hjá þeim sem hlusta.
--En ég neita að trúa því, að milljónir ólöglegra innflytjenda séu upp til hópa verra fólk en annað fólk er býr innan Bandaríkjanna.

Að sjálfsögðu eru glæpamenn meðal þeirra!
--En glæpahneigð er hreint ekki óþekkt fyrirbæri meðal -- annarra íbúa Bandaríkjanna.

Þetta sé þar með, afskaplega subbuleg nálgun - að ræða erlenda ólöglega innflytjendur út frá þeim forsendum; að verið sé að úthýsa - glæpamönnum - eyturlyfjasölum og öðru því sambærilegu.

  • Mér virðist slíkt hreinlega ætlað - að ýta undir fordóma gagnvart fólki frá latnesku Ameríku.

Að sjálfsögðu þegar Donald Trump talar um fjölmennan hóps fólks, milljónir einstaklinga - með þessum hætti.
--Þá ýtir það undir umræðu um, fordóma Donalds Trumps.

Í mínum augum var þetta mjög fordómafull framsetning - afskaplega mikið svo!

 

Niðurstaða

Sannast sagna er ég ekki sjokkeraður yfir tali Trumps - um að loka frekar bandaríska alríkinu.
En ég er fullkomlega sjokkeraður yfir því hvernig hann talar um - ólöglega innflytjendur frá latnesku Ameríku.
--Hversu sjokkeraðir? Þetta minnir mig á ræður Adolf Hitlers er hann á seinni hl. 3. áratugarins og fyrri hluta 4. áratugarins -- hélt ræðu eftir ræðu, þ.s. hann kenndi gyðingum um margt sem hann sá sem galla á þýsku samfélagi.

En framsetning af því tagi sem Trump var með!
Ýtir undir hatur, gæti stuðlað að alvarlegu ofbeldi gagnvart fólki af latnesku bergi brotið.
--Þannig minnir mig þetta á það er Hitler var að æsa upp Þjóðverja gegn gyðingum.

 

Kv.


Bloggfærslur 23. ágúst 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 757
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 693
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband