Trump gagnrýndur fyrir það sem mörgum finnst tregða hans að gagnrýna hegðan hægri öfgamanna innan Bandaríkjanna

Þeir sem hafa verið að fylgjast með atburðum innan Bandaríkjanna, vita ef til vill af óeirðum er urðu sl. helgi í Charlotteville.
En undirrót þeirra er ákvörðun borgaryfirvalda það að fjarlægja styttu af - Generel Lee, sem var yfirhershöfðingi hers sambandsríkis svokallaðra Suðurríkja sbr. "Condederation" í svokölluðu Þrælastríði á 7. áratug 19. aldar.
--Sú stytta hefur lengi verið þyrnir í augum þeirra Bandaríkjamanna, er líta á það sem skammarlegt að hygla hverjum þeim með nokkrum hætti - er var í leiðtogastöðu meðal þeirra, er börðust fyrir því að viðhalda þrælahaldi svartra bandaríkjamanna.
--Í dag er þrælahald hjá langsamlega flestum íbúum Jarðar álitið alvarlegur glæpur gegn mannkyni.

  1. Ég er persónulega því sammála þeirri skoðun, að það sé rangt að hafa á torgum innan Bandaríkjanna, uppi styttur af leiðtogum Suðurríkjanna sálugu.
  2. Það væri nærri því það sama - og að innan Þýskalands væru styttur af mikilvægum foringjum svokallaðs 3ja-ríkis, uppi á torgum.
    --Slíkt væri algerlega óhugsandi að sjálfsögðu þar í landi.

Hópur hvítra sem kalla sig - þjóðernissinna - en margir aðrir nefna, fasista. Um helgina stóðu fyrir mótmælum gegn ákvörðun borgaryfirvalda í Charlotteville - að fyrirhuga að fjarlæga styttuna frægu.
Á sama tíma, mættu skoðana-andstæðingar hinna sjálfskildreindu - þjóðernissinna, til að andmæla mótmælum þeirra.
Og það voru átök þeirra hópa, sem skópu óeirðir helgarinnar í Charlotteville.

After criticism, White House says Trump condemns KKK, neo-Nazis

Charlottesville violence tests Trump's presidential mettle

Victim in Virginia melee wept for social justice, her boss says

 

Styttan umdeilda! Eins og sést þá bregður styttan hetjuljóma á Lee og hermenn hans, er voru að verja þrælahald á svörtum í Suðurríkjunum!

http://gettysburg.stonesentinels.com/wordpress/wp-content/uploads/2015/03/Virginia-4c_2183.jpg

Ímyndið ykkur að ef stytta sem brygði hetjuljóma á einhvern af helstu hershöfðingjum 3-ríkisins, og hermenn hans -- væri í þýskri borg, og rifist væri um að taka hana niður!

  1. Þessa styttu hefði auðvitað átt að taka niður fyrir lifandi löngu síðan! Það sést auðvitað á því, að þeir sem mótmæltu um helgina því að hún væri fjarlægð -- veifuðu fána Suðurríkjanna!
  2. Magnað, að það fólk hélt því fram -- að það væri sama og hatur á hvítu fólki, að vilja fjarlægja styttuna.

--Eins og það gerði sér ekki grein fyrir því - að það væri rangt að álíta hetju.
--Þann sem barðist fyrir því, að viðhalda þeirri verstu tegund af kúgun sem til er, þrælahaldi.

 

Umdeild orð Donalds Trumps

Donald Trump: “We condemn in the strongest possible terms this egregious display of hatred, bigotry and violence on many sides - on many sides,”

Vandamálið er -- að hann leggur að jöfnu, þá sem berjast gegn því að stytta sé tekin niður, sem varpar hetjuljóma á baráttu hvítra suðurríkjamanna - fyrir þrælahaldi.

Og þeirra, sem mættu einnig til að mótmæla - en til að mótmæla skoðunum af slíku tagi.

--Eins og það, að fyrirlíta skoðanir fólks, sem lítur upp til þeirra er fyrir meira en 100 árum - börðust fyrir því, að viðhalda þrælahaldi á svörtum.
--Sé jafngilt fyrirlitningu þeirra, sem líta upp til þrælahaldaranna í suðurríkjunum á sínum tíma, á hverjum þeim sem -- ekki deila þeirra skoðunum.

  1. Klárlega getur það ekki talist eðlilegt að líta það jafngilt - að fyrirlíta þá sem verður að líta svo á - að styðja þrælahald.
  2. Vs. fyrirlitningu þeirra er það virðast gera, á skoðunum meginsþorra Bandaríkjamanna, sem séu sammála því að fordæma skoðanir af slíku tagi.

Það sé ákaflega sérstakt svo vægt sé til orða tekið. Að Donald Trump virðist hafa virkilega fundist -- þessir tveir hópar, jafn-slæmir.
Enda var afstaða forseta Bandaríkjanna - gagnrýnd á Bandaríkjaþingi, og þá einnig af fjölmörgum Repúblikönum á þingi, ekki bara þingmönnum Demókrata.

"Republican Orrin Hatch, who has served as a senator for 40 years, referenced his brother, who was killed in World War II. - "We should call evil by its name. My brother didn't give his life fighting Hitler for Nazi ideas to go unchallenged here at home,"

 

Niðurstaða

Því verði ekki neitað að viðbrögð Trumps um helgina við atburðarás er var í gangi í borginni Charlotteville - vekja grunsemdir þess eðlis að Trump hafi samúð með skoðunum hægri öfgamannanna er mótmæltu fyrirhuguðu brottnámi styttu af General Lee á aðaltorgi þeirrar borgar.
Það verði að álíta skoðanir þeirra sem líta upp til General Lee, sem hæsta máta fyrirlitlegar, í ljósi þess hvað Lee og samstarfsmenn hans voru að verja.
Þannig, að ummæli Trumps þar sem hann greinilega leggur það jöfnu að mótmæla slíkum skoðunum, við það að þeir sem hafi slíkar skoðanir mótmæli brottnámi styttunnar -- verða að skoðast sem fullkomlega fyrirlitleg. Það álít ég alls ekki of harkalega túlkað.

  • Takið einnig eftir því, að bifreið var ekið um helgina inn í mótmælagöngu þeirra, er andmæltu skoðunum hægri öfgamannanna, og lést þar kona að nafni Heather Heyer.
    --Sá sem ók bifreiðinni, þekktur fyrir nýnaskískar skoðanir.

 

Kv.


Bloggfærslur 14. ágúst 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband