Trump hótar að afnema styrki sem gera milljónum fátækra Bandaríkjamanna mögulegt að hafa efni á heilsutryggingum

Það sem um er að ræða, er fé sem bandaríska ríkið greiðir til einkarekinna tryggingafélaga, á móti kaupendum trygginga sem hafa lágar tekjur.
--Þannig niðurgreiðir bandaríska alríkið að hluta til kostnað lágtekjufólks við kaup á heilsutryggingum.
--Þetta hafa neikvæðir hægri menn í Bandaríkjunum titlað - "bailout" til tryggingafyrirtækjanna, sem er í raun og veru form af lýgi, eða m.ö.o. að verið er að veita afar villandi mynd!

http://cdn1.thr.com/sites/default/files/2015/08/splash-trump-a1.jpg

Trump threatens to end insurance payments if no healthcare bill

Donald Trump -- If a new HealthCare Bill is not approved quickly, BAILOUTS for Insurance Companies and BAILOUTS for Members of Congress will end very soon!

  1. Kostnaður bandaríska alríkisins við þessar niðurgreiðslur eða styrki - nemur 8 milljörðum bandarískra dollara.
  2. Þetta mótframlag alríkisins - tryggir að milljónir bandarísks lágtekjulaunafólks, nær að skrapa fyrir heilsutryggingum, og þar með hefur fullt aðgengi að heilsugæslu; sem það annars hefði ekki.

--Tvít Trumps lýsir þarna afar andstyggilegum viðhorfum.
--En í staðinn hyggst Trump fjármagna skattalækkun til handa auðugum Bandaríkjamönnum, og hátekjumönnum - m.a. skattalækkun er mundi gagnast fjölskyldu Trumps.

Um þetta virtist tilraun Donalds Trumps og þingrepúblikana snúast, að fjármagna skattalækkanir til auðugra Bandaríkjamanna -- á kostnað rýflega 20 milljón Bandaríkjamanna er hefðu misst aðgengi að heilsugæslu. Ef þeim hefði tekist ætlunarverk sitt, að afnema "Affordable Care Act" oftar þekkt sem "ObamaCare."

 

Niðurstaða
Donald Trump virðist æfur yfir hruni tilrauna hans og Repúblikana til þess að afnema ObamaCare.
Í staðinn virðist Donald Trump vera íhuga áform um -- vísvitandi skemmdarverk á gildandi fyrirkomulagi.
Með því að afnema með lagabreytingu fjárframlög til kerfisins.
Til þess að þannig ná fram þeim skattalækkunum til auðugra er Donald Trump virðist alltaf hafa stefnt að -- á kostnað aðgengis lægri tekjuhópa í Bandaríkjunum að hælsugæslu og almennri læknisþjónustu.

  • Þetta er þ.s. hann á við er hann talar um, að láta "ObamaCare" í staðinn hrynja.
    --Ef hann gerir það, þ.e. vísvitandi fremur skemmdarverk á kerfinu, til þess að svipta rýflega á annan tug milljóna Bandaríkjamanna aðgengi sínu að heilbrigðiskerfinu og almennri læknisþjónustu.
    --Þá mun hann eiga fullkomlega skilið það fár meðal almenns launafólks og verkafólks í Bandaríkjunum, sem hann þá uppsker.

--Ég áttaði mig á því heilu ári fyrir kosningarnar 2016 að Trump væri andstyggðar karakter.
--Hann virðist ekkert hafa breyst til batnaðar!

 

Kv.


A-Úkraína svokallaðra uppreisnarmanna - ekkert himnaríki fyrir íbúa

Rakst á þessa umfjöllun í Der Spiegel: Pro-Russian Separatists Harden Split from Ukraine.
Á þessu ári hafa 53 fyrirtæki verið þjóðnýtt af Alþýðulýðveldunum tveim í A-Úkraínu, undir stjórn svokallaðra - uppreisnaramanna.
--Þ.e. áhugavert hvað virðist hafa gerst með þessi fyrirtæki, eftir þjóðnýtinguna.
--Þ.e. yfirtöku stjórnenda alþýðulýðveldanna á þessum verkmiðjum og námum.

A pro-Russian rebel guards as workers work at the Uzov Metallurgical Works in Donetsk.

Miðað út frá frétt Spiegel, er Rússland ekki að standa sig vel í því að halda hagkerfi Alþýðulýðveldanna í Donbass í gangi!

"Using WhatsApp, we finally manage to contact one of the best-known men in the Donetsk Republic, Alexander Khodakovsky, the former military head of the republic and commander of the Vostak ("East") militia battalion, and later the head of state security and a member of the separatist parliament."

Alexander Khodakovsky: "All the plants, he says, were placed under the control of a company called Wneschtorgserwis. It is registered in South Ossetia, the small Caucasus republic that was de facto taken over by Russia after the 2008 war against Georgia. This approach was used to cover up what was happening in the nationalized plants and Moscow's role in the matter, he explains, adding that it was necessary to avoid the imposition of international sanctions on the companies involved." - "Khodakovsky says entire factories are being dismantled and sold to Russia, including the equipment from the October mine."

  1. "In early June, the Donetsk Republic decided to stop pumping water out of several mines and to dismiss the miners."
  2. "Even in mines still in operation, like the Sassyadko mine in Donetsk, workers are pressured to quit, while others are advised to join the people's militias."
  3. "The working week in government-owned coal companies was reduced to two days on July 1, and wages were reduced by more than half."
  4. "The confiscated Donetsk smelting works has suspended operations because diesel fuel is no longer available."
  5. "And the situation in the vicinity of the wagon manufacturing plant in Stakhanov is now so dramatic that the management requested 1,500 food packets from the leadership of the people's republic."
  • "Dennis Denissov admits that Russia needs neither the steel nor the coal from the Donbass mines, which is what makes the situation so dramatic."

 

Viðskiptabanns aðgerð Úkraínu virðist miðað við frétt Spiegel hafa gengið vel!

En í 3 ár höfðu þessi fyrirtæki verið starfandi án mjög mikilla truflana. En snemma á þessu ári - lokaði Úkraína á öll viðskipti við - Alþýðulýðveldin eða svæði svokallaðra uppreisnarmanna í A-Úkraínu.
Þá strax í kjölfarið voru fyrirtækin þjóðnýtt eða yfirtekin af yfirvöldum hinna svokölluðu uppreisnarmanna.
--Og síðan eins og fram kemur í frétt Spegilsins þýska.
--Þá gengur ekki vel hjá hinum svokölluðu uppreisnarmönnum og stjórnvöldum Rússlands, að halda hagkerfi alþýðulýðveldanna svokölluðu eða svæða hinna svokölluðu uppreisnarmanna - gangandi.

  • Atvinnuleysi hlýtur að vera óskapleg.
  • Höggið fyrir kjör verkafólks fullkomlega svakalegt.

--En aðgerð stjórnvalda Úkraínu er rökrétt, að loka á öll efnahags samskipti.
--Eiginlega er ég einna helst hissa, að viðskipti sem héldu starfseminni í A-Úkraínu gangandi, var leyft að halda áfram svo lengi sem 3-ár eftir að átök hófust.

 

Niðurstaða

Miðað við upplýsingar sem koma fram í grein þýska spegilsins - þá virðist viðskiptabanns aðgerð úkraínskra stjórnvalda á uppreisnarhéröðin innan Lugansk og Donetsk héraða - Úkraínu; vera að skila miklum árangri. Ef haft er mið af því að greinilega gengur hinum svokölluðu uppreisnarmönnum ákaflega erfiðlega að halda starfseminni gangandi í kolanámunum og stáliðjuverunum.
--Atvinnuleysi og högg fyrir kjör fólks á þeim svæðum hlýtur að vera mjög verulegt.

Það sé að sjálfsögðu markmið að auki í sjálfu sér.
Að hámarka kostnað stjórnvalda í Moskvu við það að halda þessum svæðum gangandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 29. júlí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband