Mér sýnist hryðjuverkaárásin í London sýna að aðgerðir gegn hryðjuverkum eru að bera árangur

Málið sem ég vek athygli á er með hvaða hætti árásin var framin: London attackers kill seven, PM May says 'enough is enough.

  1. Theresa May - ""We believe we are experiencing a new trend in the threat we face as terrorism breeds terrorism," - "Perpetrators are inspired to attack not only on the basis of carefully constructed plots ... and not even as lone attackers radicalized online, but by copying one another and often using the crudest of means of attack."
  2. "Three attackers drove a van into pedestrians on London Bridge before stabbing revelers nearby on Saturday night, killing at least seven people in what Britain said was the work of Islamist militants engaged in a "new trend" of terrorism."

Þetta eru sem sagt -- "ad hog" árásir smárra hópa öfgamanna.
Engin vopn önnur en hnífar og ökutækið sjálft.

  1. Engar sprengjur, hvort sem heimatilbúnar eða að fullkomnari gerð.
  2. Ekki heldur skotvopn.

--Það segir manni, að yfirvöldum hafi gengið vel í því að ráða niðurlögum þrautskipulagðra hópa, sem ráða yfir þróaðri og um leið hættulegri aðferðum - og sem séu færir um að skipuleggja flóknari aðgerðir.

  1. Það að hryðjuverkamenn beita þessum afar einföldu "ad hog" árásum.
  2. Sé augljóst veikleikamerki.

Theresa May talaði um að beita auknum aðgerðum gagnvart öfgahópum er ala á hatri.
Sem leiði til árása af þessu tagi.

--Sennilegt virðist þ.s. þetta séu svo einfaldar árásir, með litlum sjáanlegum undirbúningi.

Að þær séu ekki framkvæmdar af þjálfuðum hryðjuverkamönnum.
Heldur eins og May sagði -inspired- þ.e. framin af öfgamönnum, sem hafi drukkið inn áróður öfgasamtaka og hvatningu þeirra til að standa fyrir árásum - af hvaða tagi sem er.

Ef þetta sé allt og sumt sem öfgasinnaðir -íslamistar- í Bretlandi ráða við að framkvæma.
Sé sigur yfirvalda yfir öfgasamtökum meðal breskra Múslima - hugsanlega í sjónmáli!

 

Niðurstaða

Ég ætla að leyfa mér að trúa því, að árásir af þetta einfaldri gerð - framkvæmd sennilega af óþjálfuðum aðilum, sé veikleikamerki - sem bendi til þess að yfirvöld hafi náð raunverulegum árangri gegn hreyfingum öfgasinnaðra íslamista, sem hafi verið færar um skipulagningu hættulegri hryðjuverka og er hafi ráðið yfir meðlimum þjálfaðir í notkun vopna og sprengjugerð.

Það geti þítt að hryðjuverkaógnin sé í rénun!

 

Kv.


Bloggfærslur 4. júní 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 219
  • Sl. sólarhring: 279
  • Sl. viku: 302
  • Frá upphafi: 846940

Annað

  • Innlit í dag: 207
  • Innlit sl. viku: 289
  • Gestir í dag: 201
  • IP-tölur í dag: 201

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband