Fyrirhuguð opinber heimsókn Trumps til Saudi Arabíu og Ísraels - virðist líkleg að snúast um, samstöðu gegn Íran

Rétt að minna á það að í kosningabaráttunni, kallaði Trump --> Íran hættulegasta ríkið í Mið-austurlöndum, og það ríki sem ætti mestan þátt í útbreiðslu hryðjuverka!
--Afstaða sem auðvitað hljómar vel í eyru ráðamanna í Riyadh og Jerúsalem.

Auk þessa, gagnrýndi Trump - Obama fyrir þ.s. Trump vildi meina að hefði verið, slök samstaða ríkisstjórnar Obama með bandamönnum Bandaríkjanna!
--Þá átti trump án vafa við - Íran og Saudi Arabíu.

  • Í ljósi þesa -- fannst mér alltaf merkileg gagnrýni þeirra er fullyrtu að Hillary Clinton, ef hún hefði náð kjöri, að hún hefði verið svo hættulegur forseti.
    --Fremur skopleg afstaða í ljósi fundar Trumps sem fyrirhugaður er!

En ljóst virðist t.d. að Trump er þegar að ganga mun lengra en ríkisstjórn Obama gerði, í því að styðja stríð Saudi Arabíu -- í Yemen.

Að auki virðist sennilegt, að Trump formlega samþykki að selja svokallaðar -nákvæmnis sprengjur- til Saudi Arabíu -- sem Obama hafði neitað að selja, vegna stríðsins í Yemen.

Saudi Arabia says Trump visit to enhance cooperation in fighting extremism

Trump to visit Saudi Arabia and Israel on first foreign trip

http://shoebat.com/wp-content/uploads/2014/10/Saudi_Peninsula_Map_Circled-e1413642854522.jpg

Það virðist ljóst að umtalsverður stefnumunur er að koma fram á ríkisstjórn Donalds Trump, í samanburði við stjórn Obama!

En ríkisstjórn gagnrýndi töluvert stríðsrekstur Saudi Arabíu í Yemen -- vegna gríðarlegs mannfalls almennra borgara í loftárásum Saudi Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna á svæði í Yemen undir stjórn svokallaðrar -- Hútí fylkingar og araba hers undir stjórn fyrrum forseta landsins, Saleh.
--Þess vegna setti Obama bann á sölu - nákvæmnis sprengja.

En síðan Trump tók við, hafa Bandaríkin framið a.m.k. 2-umdeild strandhögg í landinu, annað sem leiddi til töluverðs mannfalls almennra borgara og nokkurs manntjóns þeirra sérsveitarmanna er framkvæmdu það strandhögg.

Og það virðist ljóst, að Trump mun afnema bann Obama við sölu - nákvæmnis sprengja til Saudi Arabíu og Sameinuðu-arabísku-furstadæmanna.

  • Trump hefur alltaf sagt samkomulag það sem ríkisstjórn Obama gerði við Íran -- svokallaður 6-velda samningur um kjarnorkumál -- herfilega slæmt.
    --Trump meira að segja hefur látið vinna rannsókn, þ.s. rannsaka átti hvort Obama fór gegn hagsmunum bandarísku þjóðarinnar í málinu - ég hef þó ekki frétt af niðurstöðu þeirrar rannsóknar.
  • Fram að þessu, hefur Trump þó ekki slegið af þátttöku Bandar. í samkomulaginu.
    --Þrátt fyrir harða gagnrýni á það.

Trump virðist vera að endurreisa fyrri afstöðu Bandaríkjanna til Írans.
--En hlutfallsleg þíða gagnvart Íran ríkti í tíð Obama, eftir gerð 6-velda samkomulagsins.

Aftur sé talað um, Íran sem hættulegasta land Mið-austurlanda, og nauðsyn um samstöðu með Ísrael og arabalöndunum við Persaflóa - gegn Íran.
--Þá afstöðu má rekja alla tíð aftur til írönsku byltingarinnar 1979.

Ég var að vonast til þess, að Clinton næði kjöri --> Og að hún mundi halda áfram með nokkurn veginn stefnu Obama í málinu.
--Þannig að þíðan milli Bandar. og Írans, gæti skotið frekari rótum.

Þess í stað - virðist Trump venda Bandaríkjunum til baka, til fyrri afstöðu - þá sem lengst af hefur verið ríkjandi síðan 1979.

Norður vs. Suður Yemen -- fyrir sameiningu landsins 1990!

Image result for northern southern yemen map

Staða stríðsins í Yemen ca. í dag!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/thumb/9/96/Yemeni_Civil_War.svg/1200px-Yemeni_Civil_War.svg.png

Niðurstaða

Þrátt fyrir að Donald Trump virðist vera að vinda klukkunni í Washington aftur til baka - til stefnu þeirra forseta gagnvart Íran er ríktu á undan Obama forseta.
--Þá á ég alls ekki von á því að aðgerðir Trumps gegn Íran -- verði harðari en aðgerðir fyrirrennara Trumps.

M.ö.o. ekkert stríð gegn Íran!

Líklega þíði þetta þó, að auknar líkur séu á því að Bandaríkin skipti sér með stórfellt auknum mæli, að stríðinu í Yemen -- þ.s. Yemen virðist nokkurn veginn aftur klofið í Norður og Suður Yemen.
--Eins og var fyrir 1990.

Takið eftir hvernig skipting Yemen í Norður og Suður Yemen, hefur risið aftur -- í ljósi þess að þau svæði sem bandalag Húthí fylkingarinnar og arabahers undir stjórn Saleh fyrrum forseta hins sameinaða Yemen; fara mjög nærri því að vera akkúrat sömu landsvæðin og áður hétu Norður Yemen.
--Mér virðist augljóst blasa við - að réttast væri að skipta landinu að nýju.

Það gæti bundið endi á átökin!
--Þetta fólk geti greinilega ekki búið saman í friði - í sameinuðu landi!

Punkturinn varðandi Norður og Suður Yemen -- sé það að íbúar þess svæðis er áður hét Norður-Yemen, virðast klárlega standa með þeim her, þ.e. bandalag Hútha og hermanna hliðhollum Saleh fyrrum forseta, sem verji það svæði nú gegn Saudi Arabíu og Sameinuðu-furstadæmunum.
--Þannig að ef Bandaríkin mundu senda her á svæðið, gætu þau blandað sér í átök --> Sem séu átök milli þjóðahópa.

Það gæti alveg endað sem sambærileg reynsla fyrir slíkan bandarískan her.
--Og þegar Ísrael hersat stór svæði í Lýbanon milli 1980 og 1990.

  • Spurning hvort að Donald Trump -- kemur Bandaríkjunum inn í nýtt langvinnt stríð í múslimalandi?

A.m.k. hafði Obama vit á því að forðast slíkt.
--M.ö.o. hann sendi engan her til nokkurs Múslimalands í Mið-austurlöndum!

 

Kv.


Bloggfærslur 4. maí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband