Spurning hvar Donald Trump mundi hitta Kim Jong-un?

Trump hefur sagt ákaflega margt, en nýleg ummæli Donalds Trump vekja eftirtekt!

“If it would be appropriate for me to meet with him, I would absolutely, I would be honoured to do it,” - Most political people would never say that but I’m telling you under the right circumstances I would meet with him.”

Skv. því telur Donald Trump það koma ágætlega til greina að hitta Kim Jong-un að máli.
--Hvað sem réttar kringumstæður annars væru: Trump says he ‘would be honoured’ to meet N Korea’s Kim Jong Un.

http://fpif.org/wp-content/uploads/2016/12/Kim-Trump-722x361.jpg

  1. Rétt að taka fram að síðan Kim Jong-un tók við völdum í N-Kóreu 2011.
  2. Hefur hann ekki farið út fyrir landsteina - né hitt nokkurn erlendan þjóðarleiðtoga yfir höfuð.
  3. Mig grunar að Kim Jon-un telji sér ekki óhætt að yfirgefa landið.
  4. Á sama tíma grunar mig að Donald Trump sé ekki tilbúinn að hitta Kim Jon-un í N-Kóreu.

Það þíði þó ekki endilega að slíkur fundur sé óhugsandi!
En það mætti hugsa sér að hann væri haldinn á stað á landamærum Norður og Suður Kóreu.
--En slíkir landamærastaðir eru til, sem notaðir hafa verið áður til fundahalda milli Norður og Suður Kóreumanna.

Slíkur fundur virðist þó ekki sérdeilis líklegur í augnablikinu.
--Alltaf góð spurning hvort unnt sé að fá N-Kóreumenn til að halda eitthvert samkomulag.
--En þeir hafa nokkrum sinnum áður undirritað sáttmála, en alltaf á endanum fundið tilliástæðu til þess að virða það ekki lengur, stundum nokkrum árum síðar.

  • Það blasi því ekki endilega við mér að Donald Trump ætti að halda slíkan fund.

 

Niðurstaða

Miðað við sögu deilna við N-Kóreu, sé ég ekki persónulega mikinn tilgang í hugsanlegum fundi Trumps og Kim Jong-un. En vandinn sé að fá N-Kóreu til að halda undirritað samkomulag - til lengdar. Fram til þessa, hafi tilraunir til samkomulags alltaf endað með því að N-Kórea hefur fyrir rest fundið ástæðu til þess að hætta að virða gert samkomulag.

 

Kv.


Bloggfærslur 2. maí 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband