Líklega ekki tilviljun að Trump gefur fyrirskipun um -- loftárás á sýrlenska herstöð, rétt fyrir fundinn við Xi Jinping

Nokkrir greinendur hafa bent á, að með árásinni hafi Trump sýnt vilja sinn í verki.
--En árásin á sýrlensku herstöðina getur allt eins verið aðvörun til Kína.
En Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi að -- beita afli Kína gegn N-Kóreu.
--Ella sé sennilegt að Trump beiti sér einhliða gegn N-Kóreu.

Is Syria strike the beginning of a ‘Trump doctrine’?

 

Það áhugaverða er, að Trump hefur verið að draga úr stuðningi Bandaríkjanna við uppreisnarmenn í Sýrlandi!

  1. Það bendi til þess, að Trump sé frekar að nota árásina á sýrlensku herstöðina.
  2. Til þess að senda skilaboð til Xi Jinping.

En það feli í sér skyndilega róttæka stefnubreytingu gagnvart Rússlandi - eða Sýrlandi.

Þannig má líta svo á, að árás Sýrlandshers á byggðalag í Idlib héraði -- sem næg gögn virðast nú staðfest að sannarlega hafi verið framin af Sýrlandsher!
--Hafi þá komið upp í hendurnar á Trump.
Sem tækifæri -- þ.e. með því slái hann 2-flugur í einu höggi.

A)Hann rökstyður árásina, sem svar við glæpasmlegu mannréttindabroti Assad stjórnarinnar - slær sig þannig með ódýrum hætti til riddara, sem verjanda þeirra lítilmagna sem sæta alvarlegum árásum.
B)Hann sendi Xi Jinping þau skilaboð --> Að Kína verði að taka hótun hans varðandi N-Kóreu, alvarlega.

Þó að Pútín fari nú hamförum í fjölmiðlum -- reikna ég ekki með því að Pútín erfi þetta endilega lengi við Trump.
--Ef Trump lætur vera frekari aðgerðir af þessu tagi innan Sýrlands.
--Og ef Trump geri engar tilraunir til þess að -- steypa Assad.

M.ö.o. að ef Trump ógnar ekki hagsmunum Rússlands innan Sýrlands.
Þá líklega muni áfram standa tilboð Pútíns til Trumps -- um fund.

 

Niðurstaða

Ég skal ekki fullyrða að árás sú er Trump fyrirskipaði á sýrlenska herstöð, árás er virðist réttlætanleg í ljósi árásar frá þeirri herstöð með gassprengju á byggðalag innan Idlib héraðs; að sú árás geti ekki falið í sér upphaf að róttækri stefnubreytingu Trumps innan Sýrlands.

Hinn bóginn, þá í ljósi þess að Xi Jinping var við það að hefja opinbera heimsókn til Bandaríkjanna.
Og Trump hefur verið að beita Xi þrýstingi í tengslum við N-Kóreu.

Virðist árásin frekar vera -- lítt óbein skilaboð til Xi.
Að taka alvarlega ummæli Trumps þess efnis, að ef Xi - beitir N-Kóreu ekki nægilegum þrýstingi.
Sé Trump vís til þess að taka einhliða á málinu.

 

Kv.


Bloggfærslur 8. apríl 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband