Spurning hvort að hryðjuverkið í Pétursborg leiði til aukinna samfélagsátaka milli íbúa Rússlands sem eru kristnir eða múslimar

Milli 11-12% íbúa Rússlands eru múslimar, eða ca. 20 milljónir. Veruleg fjölgun er í gangi í múslimahluta Rússlands -- meðan að enn virðist í gangi samdráttur í fólksfjölda meðal - kristinna íbúa Rússlands; eða m.ö.o. hinna eiginlegu Rússa.

  1. Ég hef orðið töluvert var við þá umræðu -- að fjölgun múslima sé ógn við Evrópu.
    --Á hinn bóginn er heildaríbúafjöldi Evrópusambandsins -- milli 500 og 600 milljón, hlutfall múslima milli 6-7% af heildaríbúafjölda.
  2. Hafandi í huga að heildaríbúafjöldi Rússlands, er milli 140-150 milljón, á bilinu 200þ. - 400þ. streyma til Rússlands ár hvert -- múslimar um 20 milljón í dag, en fjölgar einnig náttúrulega.
  • Þá virðist a.m.k. ekki algerlega fjarstæðukennt -- að múslimum geti fjölgað verulega í hlutfalli íbúa.
    --Þ.e. hugsanlega hlutfallslega meir en skv. opinberum spám.

Skv. spá frá 2010!

Russia's Growing Muslim Population

Ég hef orðið var við þá umræðu, í kjölfar hryðjuverksins í Pétursborg!

Að líklega sé óánægja meðal múslima hluta íbúa Rússlands - með stefnu stjórnvalda Rússlands í Sýrlandi, þ.s. stjórnvöld Rússlands hafa viðhaft bandalag við Íran og Assad.

  1. Punkturinn er sá, að langsamlega flestir múslima íbúar Rússlands, eru súnní!
  2. Og súnnítar gjarnan hata shíta, þ.e. Írana - ekki síst.

Þannig að bandalag við Íran eða m.ö.o. shíta, sé ekki líklegt til vinsælda meðal múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það sé alveg hugsanlegt að það hafi fjölgað múslimum í Rússlandi, er hafa gengið á hönd - róttækum hreyfingum.

Stjórnvöld Rússlands sjálfs -- segja þúsundir rússneskra múslima er hafa barist í Sýrlandi, hafa snúið heim aftur.
--Árum saman hafa rússnesk stjórnvöld glímt við skærustríð í sjálfstjórnarlýðveldinu -- Dagestan.
--Sem er nágranna hérað við Tétníu.

Við og við eru framin hryðjuverk í Tétníu -- vísbending að enn kraumi þar undir, þó stærstum hluta hafi þar verið friður í a.m.k. 10 ár; meðan að sá sem Pútín valdi sem leiðtoga Tétníu í kjölfar sigurs hers Rússlands á skæruliðum Téténa í seinna Tétníu stríðinu - stjórnar þar með harðri hendi.

  • Það áhugaverða er að -- Pútín hefur leyft það að "sharia" lög gilda í Tétníu.

Mér virðist sennilegt að mikil spennar kraumi undir!
--En rússneski hluti íbúa Rússlands, virðist hafa mjög neikvæð viðhorf til múslima hluta íbúa Rússlands.
--Það getur vel verið, að álíka neikvæðra viðhorfa gæti hjá múslima hluta íbúa Rússlands, gagnvart rússum.

  1. Ef svo er -- gæti hryðjuverkið um daginn.
  2. Stuðlað að aukinni spennu innan Rússlands -- milli þessara meginpóla íbúa Rússlands.

 

Niðurstaða

Meðan mér virðast spár um alvarlega Múslima átök í V-Evrópu, fremur fjarstæðukenndar. Í ljósi hlutfallslegs fámennis Múslima í V-Evrópu, þó þeir virðast meir áberandi en fjöldinn gefur til kynna -- vegna þess að þeir virðast áberandi í grunn þjónustustörfum, sem leigubílstjórar o.s.frv. og vegna þess að þeir setjast helst að í stærstu borgunum.

Þá virðist mér ekki fjarstæðukennt, að það geti hugsanlega stefnt í töluverð innanlands átök í Rússlandi -- milli íbúahluta Rússlands.
--En múslimasvæðin, voru flest hver sjálfstæð ríki fram á 19. öld.
--En yfirtekin af rússneska hernum, ekki síst í löngu stríði milli 1870-1880.

  • Ég held að Rússland stjórni þeim svæðum -- fyrst og fremst, með valdi.
    --Í ljósi eigin herstyrks.
  • Mín skoðun á átökunum í Tétníu -- hve harkalega her Pútíns fór þar fram.
    --Hefur alltaf verið sú -- að skilaboð Pútíns, hafi einnig verið til annarra múslimasvæða innan Rússlands - að vopnaðri andstöðu mundi verða mætt með sambærilegri hörku.

Samt hafi Pútín ekki tekist að alveg kveða niður skæruátök í Dagestan.
Það getur alveg verið, að líkur á nýjum stórátökum á múslimasvæðum Rússlands, fari aftur vaxandi.

 

Kv.


Bloggfærslur 5. apríl 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 846659

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband