Kína á nú tvö flugmóðurskip

Nýja skipið virðist mjög svipað - Liaoning / Varyag - sem keypt var frá Úkraínu 1998, sagan í kringum það hvernig kaupin á Varyag fóru fram, var töluvert ævintýri -- sjá: Kína opinberlega viðurkennt að vera langt komið með smíði nýs flugmóðurskips.
--Það skip hefur síðan verið skýrt upp og heitir Liaoning.

En nú hefur Kína lokið smíði systurskips Liaoning - sem ekki enn hefur fengið nafn.

China Launches Its First Home-Built Clone Of An Aircraft Carrier

China launches first home-built aircraft carrier amid South China Sea tension

China launches first home-built aircraft carrier

Mynd - Liaoning / Varyag

http://www.gannett-cdn.com/-mm-/ffe1848450d7cccdec4e0a30a48971ffa64740c7/c=0-110-3315-1983&r=x1683&c=3200x1680/local/-/media/2015/12/31/USATODAY/USATODAY/635871300336424172-AP-CHINA-US-NAVY-VISIT-76898526.JPG

Type 001A - ekki enn fengið endanlegt nafn

China Aircraft Carrier

Sjálfsagt lágmarkar það áhættu að smíða annað eintak af Liaoning.
En þetta eru ekki flugmóðurskip er standast samanburð við þau bandarísku.

  1. Takið eftir að skipin hafa stökkpall fremst á stefninu.
  2. Þetta eru m.ö.o. svokallaðir "jump carriers."
  3. Flugélarnar taka þá á loft án "catapult" þ.e. ekki skotið á loft eins og gert er á bandarískum flugmóðurskipum -- en stökkpallurinn geri flugtak mögulegt á lítilli ferð.
  4. En þ.e. einmitt gallinn, að flugtaks hraðinn er mun minni en á bandarísku flugmóðurskipunum, sem nota "catapult" þ.e. skjóta vélunum í loftið, beinlínis.
  5. Í því felst sá galli, að sambærileg vél sem tekur á loft af "jump carrier" ber minna - sem kemur niður að sjálfsögðu á bardagahæfni þessara skipa.
  6. En annaðhvort velja menn, að vélarnar hafi lítið drægi eða beri lítið af vopnum.
  • Meðan að bandarísku skipin geta skotið vélunum upp - í fullri flugtaksþyngd.

 

Kína virðist þó með stærra skip í smíðum!

"However, Chinese pilots are training with a steam catapult on land and a third aircraft carrier may well be fitted with one."

Sem einmitt rökrétt þíði að Kína sé með fleiri flugmóðurskip í smíðum, og það næsta verði með "catapult launch system" þ.e. án stökkpalls og því líklega stærra töluvert en Liaoning ásamt hinu nýja systurskipi þess.

Slíkt skip gæti alveg staðist samanburð við bandarísku flugmóðurskipin.
--En lítið sem ekkert er vitað um það skip, sem flestir reikna með að sé í smíðum.

 

Þó svo að Liaoning og systurskip jafnist ekki á við bandarísku flugmóðurskipin!

Þá eiga nágranna lönd Kína - engin flugmóðurskip a.m.k. enn.
--Ekki einu sinni Japan. Þó að stærsta skip Japans flota líti út eins og flugmóðurskip, sé það skip miklu smærra en Liaoning og systurskip Liaoning.
--Japanska skipið sé líklega einungis, þyrlumóðurskip.

Izumo þyrlumóðurskip japanska flotans!

http://i.dailymail.co.uk/i/pix/2015/03/25/20/26FBDAE600000578-3010499-image-a-50_1427313793153.jpg

En tilkoma nýs kínverks flugmóðurskips - er líklegt að hvetja Japan til þess, að láta verða af því, að loksins smíða sitt eigið flugmóðurskip -- en Japan hefur ekki átt þá týpu skipa síðan í Seinni Styrrjöld.

Tilkoma annars kínversks flugmóðurskips - gæti þannig ítt við nágranna löndum Kína, að efla sinn flota frekar -- sérstaklega Japans.
--Sem vel hefur efni á að smíða sambærileg skip.

 

Niðurstaða

Ég hugsa að bandaríski flotinn með sín 11-risaflugmóðurskip svitni ekki af tilhugsuninni við tilvist tveggja flugmóðurskipa í eigu Kína - sem séu ívið lakari en þau bandarísku sem herskip. En nágranna þjóðir Kína geta upplifað aukinn þrýsting frá kínverskri flotauppbyggingu.
--Tilkoma nýs flugmóðurskips, geti því aukið hernaðaruppbyggingu almennt í SA-Asíu.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. apríl 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband