Hvað hefur orðið um - byltingarmanninn Trump?

Eins og Donald Trump talaði fyrir kosningar - óttaðist ég hið versta.
En í seinni tíð hefur Trump virst vera að taka hverja U-beygjuna á eftir annarri.

  1. Fyrir nokkrum dögum, sagði Trump NATO ekki vera úrelt. En endurtekið í gegnum kosningabaráttuna, talaði hann illa um NATO - og höfðu margir áhyggjur af því hvaða ákvarðanir um NATO Trump mundi taka ef hann næði kjöri. Þar á meðal ég!
  2. Það nýjasta er --> Að það virðist ekki stefna í átök um tollamál við Kína. En líkur virðast um að ríkisstjórn Bandaríkjanna - sætti sig við fyrirheit frá Kína, að kínversk ríkisfyrirtæki kaupi í auknum mæli bandarískar vörur; fyrirmæli sem Kína stjórn getur gefið.
    --Og að takmörkuð opnun verði fyrir bandarísk fyrirtæki á fjármálasviðinu í Kína.
  3. Hvað Mexíkó varðar - en Trump á fyrstu dögum forsetatíðar sinnar. Talaði um Mexíkó með þeim hætti, að það leit út fyrir alvarleg viðskiptaátök þar á milli.
    --En nú virðist stefna í viðskiptasamning, með einungis - minniháttar lagfæringum.
  4. Við upphaf forsetatíðar sinnar talaði Trump um Rússland með svipuðum hætti og í kosningabaráttunni, þ.e. að góð samskipti væru góð fyrir Bandaríkin.
    --En upp á síðkastið, hefur línan frá Washington harðnað til muna, og mun kaldari vindar blása nú þaðan til Rússlands og Pútíns sérstaklega.
    --Ekki má gleyma árásinni á sýrlenska flugherstöð. Sem sannarlega er stílbrot við málflutning Trumps - er hann áður talaði um samstarf við Assad gegn ISIS. En fyrir örfáum dögum - líkti Spicer Assad við Hitler.
  5. Nánast það eina sem eftir - er hótun Trump um einhliða aðgerðir gegn N-Kóreu. En þær virðast samanber tóninn sem nú kemur frá Washington, líklega verða í formi -- harðari refsiaðgerða. Frekar en að líkur séu á hernaðarárás á N-Kóreu.

 

Maður veltir fyrir sér -- hefur Washington náð stjórn á Trump?
Eða meinti Trump það sem hann áður sagði -- einfaldlega ekki?

  1. En það má ímynda sér þann möguleika, að rannsóknin á samskiptum samstarfsmanna Trumps við Pútín, og hugsanleg afskipti Pútíns af forsetakosningunum.
  2. Í raun og veru, hafi upplýsingar um Trump -- sem jafnvel mundu geta komið honum í fangelsi.

Það má þá ímynda sér það, að Trump hafi verið sagt.
Að svo lengi sem hann sé -góður strákur- verði rannsókninni ekki lokið.
Og ef hann heldur áfram að vera -góður strákur út kjörtímabil sitt- þá geti sú rannsókn lokið með þeirri ályktun - að sannanir séu ónógar.

En slíkt -blackmail- gæti auðvitað skýrt það hve fullkomlega Trump virðist vera að söðla um!

 

Niðurstaða

Hve Trump virðist vera að söðla um í mörgum málum er virkilega áhugavert. Vangaveltur mínar þurfa alls ekki að vera í samhengi við raunveruleikann. En það getur einnig verið að Trump einfaldlega hafi verið að -- leika í leikriti til að ná kjöri. En nú sé hinn eiginlegi Trump að koma fram!

  • M.ö.o. að hann hafi einfaldlega sagt hvað þurfti til að ná kjöri.
    --En nú gefi hann því fólki er kaus hann, langt nef!

 

Kv.


Bloggfærslur 14. apríl 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 713
  • Frá upphafi: 846643

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 651
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband