Mér finnst það ekkert sjokkerandi að CIA ráði yfir hugbúnaði til að hakka sig inn á tölvur og síma með Android og Apple stýrikerfum

Ég held að það liggi í sjálfu hlutverki öryggis stofnana, hafandi í huga gríðarlega útbreiðslu tækja er nota Android eða Apple stýrikerfi -- að þær leitist til við að þróa leiðir til að brjótast inn í tæki með slík stýrikerfi.
--Að sjálfsögðu mótmælir þessu, hver sá sem - er talsmaður ótakmarkaðs einstaklingsfrelsis.

  1. En hryðjuverkamenn og glæpamenn, nota einnig síma og flatskjái.
  2. Ekki bara venjulegt fólk í friðsamlegum og löglegum erindagerðum.

Hafandi í huga að CIA - MI6 - FSB og aðrar sambærilegar stofnanir.
Hafa það hlutverk - að gæta öryggis sinna borgara.

Gagnvart hvort tveggja í senn, aðgerðum utanaðkomandi landa og alþjóðlegra hryðjuverkahópa.
--Þá held ég að það sé fullkomlega rökrétt, að slíkar stofnanir komi sér upp tækjum, til að brjótast inn í Android og Apple tæki.

  • M.ö.o. er ég að segja -- að þetta sé réttlætanlegt!

Það mundi koma mér mjög á óvart, ef FSB eða rússn. leyniþjónustan, hefur ekki komið sér upp sambærilegum hugbúnaði!

WikiLeaks says it has secret CIA hacking tools

WikiLeaks claims to reveal CIA cyber espionage methods

 

Það sem vekur forvitni, er hvernig WikiLeaks komst yfir þetta!

En á sl. ári, lak WikiLeaks gögnum sem virðast hafa komið frá -- rússneskum njósnurum, þ.e. gögnum frá því sem virðist hafa verið rússn. hakkaðgerð á tölvur Demókrataflokksins og tölvu í eigu Hillary Clinton.

Mig grunar sterklega -- að Assange sé svo "anti American" í hugsun, þ.e. líti Bandaríkin höfuðóvin.
--Að hann sé til í að taka á móti gögnum, frá öðrum leynistofnunum.

En slík gagna-afhending, þegar hún á sér stað, er að sjálfsögðu þá gerð til að þjóna markmiðum þess erlenda ríkis er á í hlut.

  1. Möguleikarnir virðast vera -- að starfsmaður CIA hafi vísvitandi lekið.
  2. Eða að erlend njósnastofnun, hafi náð þessum gögnum -- með háþróuðum njósna-aðferðum, til þess að koma CIA í bobba --> Tilgangurinn m.ö.o. að leka afriti af gögnunum.

--En mér virðist það sannarlega geta þjónað markmiðum -- ónefndrar annarrar njósnastofnunar.
Að láta CIA - líta illa út!

  • En takið eftir því, að svona "controversy" á aldrei eftir að rísa í tengslum við FSB-því Rússland er einræðisríki þ.s. fjölmiðlar eru annaðhvort í eigu ríkisins eða einkaaðila sem eru nánir samstarfsaðilar stjórnvalda Rússlands.

Á vesturlöndum er unnt á hinn bóginn -- að leka gögnum í fjölmiðla, í trausti þess að það verði birt.
--Þannig stöku sinnum spila aðilar eins og Rússland, með vestræna fjölmiðla a.m.k. stöku sinnum.
--Tilgangur að sjálfsögðu einnig, að spila með almenningsálir á Vesturlöndum!
--Með því að styrkja eða skapa neikvæðan stimplun á njósnastofnunum þeirra landa!

Mig grunar m.ö.o. að Assange, sé orðinn svo neikvæður út í sitt heimaland, að hann sé farinn að heimila að WikiLeaks sé notað sem tæki -- á vegum njósnastofnunar lands sem er óvinveitt Bandaríkjunum.

 

Niðurstaða

Ég óska eftir því að fólk íhugi það, að ef njósnastofnanir eiga að geta fylgst með athöfnum hryðjuverkamanna t.d. - sem nota nútíma tækni, eins og við öll hin.
Þurfa þær stofnanir að geta brotist inn í þau tæki sem hryðjuverkamenn nota, sem eru að sjálfsögðu sambærileg tæki við þau sem -- venjulegt fólk notar til boðskipta og samskipta sín á milli.

Að sjálfsögðu er unnt að nota sömu tækni til innbrota í tæki í eigu almennra einstaklinga.
En þar um verði ekki - sleppt og haldið.
Það verði alltaf þannig - að ef njósnastofnun getur njósnað um hættulega aðila, þá getur hún einnig njósnað um sérhvern annan - ef því er að skipta.
Þ.e. að sjálfstöðu alltaf ákveðin áhætta að hafa þjálfaða njósnara fyrir þjóðfélög.
En langsamlega flest lönd heims, telja sig þó þurfa á þeim að halda.
Meira að segja Danmörk hefur leyniþjónustu.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. mars 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 758
  • Frá upphafi: 846639

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 694
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband