Tengdasonur Donald Trump verður yfirheyrður af bandaríska þinginu, vegna samskipta hans við sendiherra Rússlands

Jared Kushner eiginmaður Invönku, dóttur Trumps -- hefur verið beðinn að svara spurningum fyrir þingnefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings, sem hefur -- eftirlit með njósnamálum á sinni könnu.
--Ástæða sé fundur Kushner á lokamánuðum sl. árs með sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, Sergei Kislyak.

Jared og Ivanka!

https://blogs-images.forbes.com/stevenbertoni/files/2016/11/1121_forbes-kushner-ivanka_650.jpg?width=960

Greinilega er þingið enn með eigin rannsókn í gangi, á samskiptum samstarfsmanna Trumps við rússneska erindreka!

--Þ.e. reyndar í gangi ný ásökun -- en Kushner kvá hafa hitt annan Rússa, þ.e. bankastjóra Vnesheconombank (VEB).
--En sá banki er undir bann aðgerðum bandarískra stjórnvalda, í tengslum við deilur við Rússa um Krímskaga og A-Úkraínu.

Trump son-in-law met executives of sanctioned Russian bank; will testify

Senate committee to question Jared Kushner on Russia ties

  1. Það sem mér finnst merkilegast við þetta er eftirfarandi tilvitnun:
    "Sergei Gorkov, chairman of Vnesheconombank, was appointed head of VEB in early 2016 by Russian President Vladimir Putin." - "He graduated from the Federal Security Service, or FSB, Russia’s internal security agency." - "He was awarded the Medal of the Order of Merit for Services to the Fatherland, according to the bank's website."
  2. Áhugaverði þátturinn - sé að bankastjórinn sé fyrrverandi leyniþjónustumaður.
  • Þó það sanni ekki nokkurn hlut --> Finnst mér áhugavert, að fyrrum starfsmaður "FSB" sé skipaður af Pútín, bankastjóri "Þróunarbanka Rússlands."

--Það skapi þá hugsanlegu vangaveltu - að "Þróunarbankinn" gegni ásamt bankatengdri starfsemi, hlutverki í - leyniþjónustuheiminum.
--Geti verið í tilvikum, lögleg framhlið fyrir "FSB."

  1. Því er haldið fram, að Sergei Kislyak -- sé í reynd yfirmaður rússnesku leyniþjónustunnar, innan Bandaríkjanna.
  2. Þá er áhugavert, að Kushner hafi hitt annan -- leyniþjónustumann, þ.e. Sergei Gorkov þó sá eigi að vera hættur --> Grunar mig að enginn raunverulega hætti algerlega í "FSB."

----------------
Jared getur sjálfsagt alltaf varið sig með því, svo fremi sem einhver 3-aðili á ekki eintak af þeirra samskiptum, að ekkert hafi farið fram fyrir utan almennar umræður um samskiptin við Rússland.

 

Niðurstaða

Eiginlega of stór fullyrðing - að tala um hneyksli. En samt það sé áhugavert að Kushner ræði við 2-Rússa. Sem sterkar líkur séu á að tengist náið starfsemi Rússnesku leyniþjónustunnar. Báðir eru að sjálfsögðu -- starfsmenn rússneskra stjórnvalda.

Sennilega láti Kushner ekki hanka sig á þessum málum. Fyrst að þingmannanefndin er að spyra Kushner um samskipti hans -- þá líklega hafi hún ekki gögn um þau samskipti sem líklega a.m.k. á þessum punkti mundu geta varpað öðru ljósi á þau, en Kushner er líklegur að segja.

Sjálfsagt er ekki ólíklegt að rannsóknir á tengslum samstarfsmanna Trumps, fjari á endanum út -- ef ekki tekst að sanna nokkurt beinlínis sakhæft.
--En sú endanlega niðurstaða að sjálfsögðu liggur ekki enn fyrir. Getur vart talist vís enn.

 

Kv.


Bloggfærslur 28. mars 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 212
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 295
  • Frá upphafi: 846933

Annað

  • Innlit í dag: 200
  • Innlit sl. viku: 282
  • Gestir í dag: 195
  • IP-tölur í dag: 195

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband