Mun Trump rukka Ísland? En Trump fullyrðir að Bandaríkin eigi inni hjá Þýskalandi stórfé vegna kostnaðar við varnir - að Þýskaland, ásamt fjölda annarra NATO landa, skuldi NATO stórfé

Trump virðist hafa mjög ólíkan skilning á hlutverki NATO -- en fyrri forsetar Bandaríkjanna!
En hugmyndir hans --> Um varnir sem viðskiptasamband milli Bandaríkjanna og annarra NATO landa, komu fram í kosningabaráttu Trumps á sínum tíma.
--En höfð eru eftir honum ummæli í gömlu viðtali -- "...að Bandaríkin fái ekki nóg út úr þessu."

  1. Ég hef síðan velt því fyrir mér -- hvort Trump eigi eftir að senda NATO löndum, kröfu um fé!
  2. Ég hef túlkað það sem -- "tribute" -- kröfu, því ég sé ekki hvað annað það geti verið.

Eins og Trump talaði um þetta fyrir kosningar -- mátti skilja það svo, að Bandaríkin væru að inna að hendi þjónustu til annarra NATO landa, með því að taka þátt í vörnum þeirra!
Sem þau tilteknu NATO lönd, ættu þá að greiða fyrir!

Tja - eins og Bandaríkin og bandaríski herinn, væru í þjónustusamningi við þau lönd!
--Þetta væri m.ö.o. enn einn samningurinn, sem Trump vildi breyta, gera m.ö.o. -- hagstæðari!
--Ég hef því beðið eftir því með nokkurri eftirvæntingu --> Hvenær Trump fer að senda reikning!

Má til gamans grínast með það -- hvort bandaríski herinn, sé til leigu?
M.ö.o. hvort hæstbjóðandi - geti boðið í :)

  1. Á blaðamannafundi með Angelu Merkel -- virtist Trump fullyrða, að þau NATO lönd sem ekki hafa í gegnum árin -- kostað 2% af þjóðarframleiðslu til eigin varna.
  2. Þar með skulduðu mismuninn á því sem þau vörðu til varna þau ár sem þau hafa varið minna en 2% af þjóðarframleiðslu -- til NATO.
  • Krafan að NATO lönd -- greiði Bandaríkjunum fyrir varnir.
    --Virðist ekki endilega tengjast kröfunni - að NATO lönd verji 2% til varna.

Á laugardag -- setti Trump fram eftirfarandi Tvít:

Trump: Despite what you have heard from the FAKE NEWS, I had a GREAT meeting with German Chancellor Angela Merkel. Nevertheless, Germany owes vast sums of money to NATO & the United States must be paid more for the powerful, and very expensive, defense it provides to Germany!

--Hann virðist m.ö.o. ósammála túlkun fjölmiðla um fundinn - þ.s. Merkel og hann voru mjög greinilega ákaflega ósammála um mörg stór mál!
--En fjölmiðlar hafa talað um, spennu milli þeirra -- sé ekki alveg hvernig slík túlkun skoðast sem "fake news" þ.s. greinilega var spenna á milli þeirra.

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, á Sunnudag - hafnaði fullkomlega fullyrðingum Trumps.

Germany rejects Trump's claim it owes NATO and U.S. 'vast sums' for defense

'That's not how Nato works': Officials reject Donald Trump's claim that Germany owes Western allies 'vast sums of money'

Finnst þetta góð mynd - þ.s. Trump virðist yggla sig að Merkel!

http://i2.cdn.cnn.com/cnnnext/dam/assets/170317151114-07-trump-merkel-0317-exlarge-169.jpg

Ég sé enga ástæðu af hverju -- Trump mundi ekki senda Íslandi fjárkröfu, ef hann fer að veifa kröfu um fégreiðslur framan í Þýskaland!

Ég á samt sem áður ekki von á að -- NATO lönd samþykki "tribute" til Bandaríkjanna.
--Spurning þó hvort Trump enn meinar hvað hann sagði fyrir kosningar?
Er aðspurður hann sagði ekki mundi verja land, sem ekki greiddi það hvað hann teldi - sanngjarnt.

  1. En ef hann heldur þannig kröfu til streitu - gæti það sett NATO í alvarlegan vanda.
  2. Hinn bóginn er það á móti spurning --> Hvernig hershöfðingjarnir þrír í ríkisstjórn hans, mundu taka því.
    --En þeir eru miklir stuðningsmenn NATO.

Þá kemur maður að annarri spurningu - hvort Trump hafi ríkisstjórnina með sér?

En það væri mjög áhugavert -- að sjá hvernig James Mattis spilar með málið!

  1. En ef Mattis t.d. talar eingöngu um - þörf fyrir það að NATO lönd, stefni að því sem allra fyrst -- að verja 2% til varna.
  2. En talar ekkert um -- fjárkröfu Trumps, eða meinta skuld þeirra landa við NATO.

--Þá mætti túlka það svo - að Mattis styðji ekki þær hugmyndir Trumps.

General John Kelly "Homeland Security" og Lieutenant General H.R. McMaster (National Security Adviser) - skipta þarna máli líka!

  • Ég er ekki ennþá viss -- hvað Trump meinar með skipun 3-ja hershöfðingja í ríkisstjórn.

Spurning hvort að ráðning Trumps á hershöfðingjum - bendi til samkomulags milli hans og hersins?
--Hinn bóginn vill herinn halda í NATO.
--Á móti getur hernum örugglega hugnast að önnur NATO lönd verji meir fé til varna.

  • Afstaða varnarmálaráðherra Trumps, James Mattis, hefur því virst fullkomlega rökrétt - hafandi í huga hver Mattis er.

En herinn mundi væntanlega ekki styðja Trump í aðgerð!
Sem gæti skapað alvarlegan klofning innan NATO.

  • Svo það verður -eins og ég sagði- forvitnilega að sjá hvernig Mattis, tekur á ummælum Trumps á næstu dögum.
    --Ef hann eyðir málinu, vill ekki svara - þá væri það sennileg vísbending, að Trump hafi ekki Mattis með sér - þegar kemur að hugsanlegum fjárkröfum á NATO lönd.

Spurning hvaða áhrif það hefði hugsanlega á stjórn Trumps - ef klofningur milli hans mundi myndast og hersins?
--Nema auðvitað, að hershöfðingjarnir í ráðuneytum hans, einfaldlega -- pent leiði hjá sér, þ.s. þeir vilja ekki framfylgja!

Ef einstakir ráðherra mundu komast upp með slíkt!
--Þá eðlilega mundi það veikja stöðu Trumps sjálfs!

Framlög einstakra NATO landa til varna -- ath. Ísland ekki á listanum!

Defense spending among NATO members

Ekki víst að Trump hreinlega viti enn, að Ísland er NATO meðlimur.
--Og Ísland hefur aldrei varið einni krónu með beinum hætti til hernaðaruppbyggingar!

  • Spurning hvernig reikningur Trumps til Íslands mundi hljóma sem!

 

Niðurstaða

Það er eiginlega enn of snemmt að segja - hvort þarna er að spretta fram, nett milliríkjadeila milli Þýskalands og Bandaríkjanna. A.m.k. er það augljóslega rétt - að þó NATO miði við að löndin eigi að verja 2% af landsframleiðslu til varna!
--Hefur NATO ekkert boðvald yfir einstökum NATO löndum.
Þannig að þ.e. algerlega rétt þar með - að viðmið NATO um 2% getur ekki myndað skuld NATO lands sem ver minna að hlutfalli landsframleiðslu til varna!

  • Ég er m.ö.o. ekki viss hvort að Trump skilur hvernig NATO virkar.

Hinn bóginn - "transaction" hugmyndir hans um varnir, er komu fram fyrir kosningar, ef hann heldur fjárkröfu til streitu til NATO landa.
--Í tilvikum er Bandaríkin taka beina þátt í vörnum þess lands.

  • Gæti það sett allt NATO samstarfið í uppnám, ef haldið til streitu.

Þess vegna verður svo forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum James Mattis á nk. dögum!
--Eins og ég sagði, að ef hann tekur ekki undir slíka kröfu, svarar henni ekki, eða eyðir málinu!
Þá mundi það væntanlega benda til þess, að Mattis styðji ekki hugmyndir af slíku tagi.

  • Mig grunar að ef Mattis tekur slíka afstöðu, líklega fylgi hinir hershöfðingjarnir tveir honum að málum, a.m.k. McMaster.

Þá væri kominn klofningur innan ríkisstjórnarinnar.
--Annaðhvort yrði þá Trump - að reka þá, eða bakka sjálfur.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. mars 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband