Indland gæti risið sem framtíðarleiðtogi hins frjálsa heims!

Ég fylgist við og við með blogginu hans Martin Wolf: India faces another tryst with destiny.

Sjálfsagt þekkja einhverjir hver er hinn stóri munur á Kína eða Indlandi, annar en landfræðileg staðsetning eða að í löndunum tveim bý mjög mismunandi fólk.
--Auðvitað, að Indland er - lýðræðisríki.

  1. Indland er að sjálfsögðu langsamlega fjölmennasta lýðræðisland heims.
  2. Samtímis eftir nú áratugasögu samfellds lýðræðis - virðist það sannarlega traust í sessi.

--Síðan er það merkilega að gerast, að samtímis því að Bandaríkin undir Trump, eru að alvarlega íhuga að snúa til baka - frá viðskiptastefnu tímabilsins eftir Seinna-stríð, yfir í nýtt verndarstefnutímabil: Sem örugglega leiði til hnignunartímabils, ef af verður.
--Þá er Indland að stefna hraðbyri inn í hratt dýpkandi þátttöku í alþjóðaviðskiptum, fyrir utan að stjórnvöld á Indlandi í dag fylgja stefnu - vaxandi viðskiptafrelsis, fullkomlega þveröfugt við stefnu Trumps.
--Fyrir bragðið, þá kemur mér sá möguleiki til hugar, að Indland -ekki Bandarikin- séu framtíðarleiðtogi hins frjálsa heims!

http://www.mapsofindia.com/images2/india-map.jpg
Martin Wolf tæpir á nokkrum merkilegum staðreyndum um Indland!

  1. Skv. mannfjöldaspá verða Indverjar 1,7 milljarður manna 2050, er Kína verður 1,350 milljarðar að mannfjölda.
    --Árið 1950 voru Indverjar 376 milljónir.
    --En 1,3 milljarðar 2015.
  2. Þrátt fyrir þessa óskaplegu fjölgun, hefur meðal efnahagur hvers Indverja vaxið árlega um 4,5% frá 1947 er Indland fékk sjálfstæði.
    --Meðal Indverjinn í dag hefur 11% af tekjum meðal Bandaríkjamanns.
    --Hafði 5% af meðaltekjum Bandaríkjamanns við sjálfstæði landsins 1947.
  3. Ef Indland nær því að viðhalda til 2050 meðal rauntekju-aukningu meðal Indverjans í 4%.
    --Samtímis og rauntekju-aukning meðal Kínverjans væri 3%.
    --Rauntekju-aukning meðal Bandaríkjamannsins væri 1,5%.
  4. Þá yrðu meðaltekjur meðal Indverjans, 26% af tekjum meðal Bandaríkjamannsins, svipuð og staða meðal Kínverjans er í dag.
    --Tekjur meðal Kínverjans 40% af tekjum meðal Bandaríkjamannsins.
  5. Það þíddi - Kína væri stærsta hagkerfi heims - Indland það annað stærsta - Bandaríkin það þriðja stærsta; árið 2050.

Auðvitað þarf Indland að yfirstíga risavandamál í milli-tíðinni.
Misskipting auðs er gríðarleg, einnig milli svæða.
--Hinn bóginn hefur Kína glímt við sambærileg vandamál.

Síðan er menntun mjög misskipt innan Indlands - atriði sem Indland verður að bæta a.m.k. einhverju leiti úr, ef Indland ætlar í framtíðinni -- að viðhalda þessum dampi.
--Óþarfi að gefa sér að það geti ekki mögulega tekist.

  • Alþjóðleg viðskipti Indlands - séu nú sambærileg að hlutfalli við þjóðarframleiðslu, og alþjóðaviðskipti Kína -- segir Martin Wolf.
    --Sem segir, að indverska hagkerfið, sé orðið - opið.
  • Ríkiskerfið á Indlandi, sé ekki lengur - óeðlilega stórt í hlutfalli við einkahagkerfið.
    --Bersýnilega stórbætt staða við fyrri ár.
  • Umfang eyðslu ríkisins, sé nærri þeim slóðum sem eðlilegt sé talið miðað við lönd á sambærilegum stað í hagþróun.

--Modi, segir Wolf, hafi tekist að einfalda verulega reglukerfið þegar lýtur að því að stunda viðskipti á Indlandi -- m.ö.o. Modi sé að sinna því sem hann var kjörinn til.
--Það sé ekki lengur rétt, að indverska skrifræðið drekki þeim sem vilja stunda viðskipti í skriffinnsku.

  1. Miðað við Kína - hefur Indland mun yngri íbúa að meðaltali.
  2. Mannfjölgun er enn hröð - sem þíðir að Indland skortir ekki vinnandi hendur.
  • Það sé jákvætt fyrir hagvöxt - meðan Indlandi tekst að mynda ný störf.

Á síðastliðnu ári - var fyrsta árið þegar hagvöxtur á Indlandi var meiri en í Kína.
Það ástand gæti einfaldlega - viðhaldist!

Indland er að sjálfsögðu - langt á eftir Kína, í hagþróun.
En gjáin er ekki slík - að það sé algerlega óhugsandi að hún verði brúuð.

  1. Indland yrði þá stærsta hagkerfi heims - sem væri lýðræðisland.
    --Fyrir utan að vera þá - annað stærsta hagkerfi heims.
  2. Indland væri þá - risaveldi.
    --Staðan í heiminum væri þá að það væru 3-risaveldi, ef maður gefur sér að Bandaríkin haldi risaveldis stöðu sinni, sem alls ekki er algerlega víst.

En það er ekki neitt sérstaklega ósennilegt að hagvöxtur Indlands verði meiri en hagvöxtur Kína per ár nk. 10 ár a.m.k., því að Kína er komið að tilteknum bremsum.
--Ekki síst af völdum fólksfjöldaþróunar.

Staða Indlands hvað þá þætti varðar, sé mun hagstæðari.

 

Niðurstaða

Hröð upprisa Kína, hefur að því er virðist, skapað nýjan stuðning við þá hugmynd - að einræði virki. Meðan að þeir sem horfa til Kína, gjarnan hafa haft fremur - neikvæð viðhorf til Indlands.
--Gjarnan til viðbótar einnig til V-Evrópu og Bandaríkjanna jafnvel að auki.
**Hugmynd um meinta hnignun lýðræðislanda virðist hafa skotið einhverjum rótum.

En málið er, að það þarf ekki nema, einn áratug til að breyta þeirri sýn.
En ég man vel eftir tímabilum, þegar eitt virtist fullkomlega öruggt.
Einungis til þess, að allt önnur sýn blasti við - næsta áratug.

En Indland getur mjög líklega staðið fyrir a.m.k. heilum áratug með hraðari vöxt en Kína.
--Að loknum þeim áratug, yrði bilið milli Indlands og Kína - orðið töluvert smærra.

  • M.ö.o. Indland gæti orðið framtíðar leiðtogi lýðræðislanda í heiminum.

Sýn Indlands er náttúrulega nokkur önnur.
Indland ætti t.d. að eiga mjög auðvelt að eiga samskipti við S-Ameríku, eða Afríku.
Þar sem biturð vegna hegðunar Bandaríkjanna - eða Evrópu í fortíðinni, situr enn eftir.

Það þíði ekki, að Bandaríkin eða Evrópa hætti að skipta máli.
Þau verði ef til vill ekki, lengur sú þungamiðja sem þau svæði hafa verið.

--Kína yrði þá langt í frá, einrátt.
--Eins og sumir hafa verið að spá!

 

Kv.


Bloggfærslur 1. mars 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband