Er líklegt að Trump verði sviptur embætti?

Ég benti á þennan möguleika mánuðum fyrir kosningar: bandaríska þingið gæti svipt Trump embætti.
--En það er einmitt vald sem bandaríska þingið ræður yfir, þ.e. svokölluð -Impeachment proceedings.-

Richard Nixon eins og frægt er - fékk á sig réttarhöld bandaríska þingins í kjölfar formlegrar ákæru þess gagnvart honum vegna svokallaðs - Watergate máls, og síðan í kjölfar opinberra réttarhalda sem þingið stóð fyrir, allt í beinni útsendingu; þann 9. ágúst 1974 sagði Nixon sjálfur af sér - frekar en að vera settur af, af þinginu.

Þingið réttaði einnig yfir Bill Clinton - eins og einnig er frægt, vegna svoallaðs - Lewinsky máls. En Clinton stóð það mál af sér!

 

Í áhugaverðri skoðanakönnun, styðja 40% kjósenda ákæru þingsins gagnvart Trump, meðan að 48% kjósenda eru andvígir!

Það er stórmerkilegt, miðað við söguna, hve óvinsæll Trump er - en vanalega eru forsetar miklu mun minna óvinsælir en þetta; svo skömmu eftir embættistöku.

  1. "Overall impressions of Trump remain negative, according to the poll, with 52 percent viewing him unfavorably and 45 percent viewing him favorably."
  2. "PPP polling found that 49 percent of voters disapprove of Trump’s performance since his inauguration on Jan. 20 and 47 percent approve."
  3. "Pollsters also found that a majority of voters, 52 percent, would prefer former President Obama in his old role rather than Trump; 43 percent prefer Trump, and 5 percent are uncertain."

 

Í áhugaverðri frétt, hefur - alríkisdómari - fyrirskipað lögbann er gildir þegar í stað yfir allt landið, gegn umdeildum aðgerðum Trumps þ.s. Trump bannar fólk frá 7 löndum!

Ríkisstjórn Trumps - segist ætla að höfða ryftunarmál, strax.

Seattle judge blocks Trump immigration order

Þarna er greinilega um að ræða - öfluga gagnsókn gegn ákvörðun Trumps!

  1. "The challenge was brought by the state of Washington and later joined by the state of Minnesota."
  2. "The Seattle judge ruled that the states have legal standing to sue, which could help Democratic attorneys general take on Trump in court on issues beyond immigration."

Málareksturinn gegn -- tilskipun Trumps er í þessu tilviki, rekinn af - tveim fylkisstjórnum.

 

Impeachment of Trump - virðist þó ekki yfirgnæfandi líklegt enn!

En barátta er hafin fyrir því á - netinu. Að baki henni virðast standa - áhrifamikil pólitísk öfl innan bandaríska þjóðfélagsins.
--Trump þarf þar af leiðandi að hafa varann á!

  1. En meginskjól Trumps - liggur í þingmeirihluta Repúblikana.
  2. En til þess að -impeachment- geti hafist, þarf að hefja málið af - Fulltrúadeildinni. Þar sem einfaldur meirihluti þingmanna, dugar fyrir samþykkt formlegrar ákæru.
  3. Öldungadeildin síðar, rekur málið sjálft.

--Trump má m.ö.o. ekki missa stuðning Repúblikana á þingi.

  1. Það þíðir einfaldlega, að Trump má ekki - verða of óvinsæll.
  2. Samtímis þarf hann að gæta sín á því, að verða ekki staðinn að - sannanlegum lögbrotum eða jafnvel, stjórnarskrárbrotum.

Það er þess vegna sem málareksturinn, gegn tilskipun Trumps - getur skipt miklu máli fyrir Trump!
Því ef hann tapar því máli fyrir rest, segjum að ef það fer alla leið upp í Hæsta-rétt.

  • Þá gæti þar með verið komin fram - slík sönnun!

 

Eins og ég benti á um daginn, þá geta aðgerðir Trumps - skaðað hagsmuni fjölda þingmanna Repúblikana: Áhugaverð vörn fyrir, fríverslun, sem barst til Trumps frá bandaríska landbúnaðargeiranum -- ætli bandarískir bændur sjái eftir stuðningi við Trump?

En í þeirri grein, benti ég á þá líklegu staðreynd - að aðgerðir Trump geta leitt til mikils skaða fyrir landbúnaðarsvæði Bandaríkjanna!
-Sem hafa lengi stutt Repúblikanaflokkinn!

  1. Ef aðgerðir Trumps skaða þau svæði - eins og sannarlega getur gerst.
  2. Væri afar líklegt, að hagsmunaaðilar í þeim fylkjum, beiti þingmenn Repúblikana frá þeim fylkjum - vaxandi þrýstingi.
  • Ef m.ö.o. Trump missir stuðnings einhvers verulegs hluta þingmanna Repúblikana!
    --Gæti hann komist í raunverulega hættu!

 

Niðurstaða

Eins og ég benti á í mars á sl. ári - þá getur þingið svipt Trump embætti. M.ö.o. kom þessi ábending mín, mánuðum fyrir kjör Trumps sem forseta - þegar hann hafði ekki enn unnið sigur í prófkjöri Repúblikana.
--Þegar er hafin barátta fyrir -impeachment- gagnvart Trump.
En hvort þeirri baráttu vaxi verulega fiskur um hrygg - muni verða mjög verulega undir Trump sjálfum komið!

  1. En ef aðgerðir Trumps, fara með hætti er yrði almenningi í Bandaríkjunum - sýnilegur.
  2. Að skaða bandaríska hagkerfið, og framboð starfa innan þess.
  3. En það eru miklar líkur á því, að viðskiptastríð þau sem Trump - virðist stefna að; geti einmitt framkallað sýnilegt tjón af slíku tagi.
  4. Þá gæti stuðningur við Trump dalað nægilega mikið, andstaða við hann samtímis eflst -- að meirihluta stuðningur fyrir -impeachment- geti myndast á þingi.

Ef Trump er settur af - tekur varaforsetinn við, þ.e. Pence.
Eins og er Gerald Ford tók við af Nixon.

 

Kv.


Bloggfærslur 4. febrúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 11
  • Sl. sólarhring: 74
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 846732

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband