NASA finnur sólkerfi er inniheldur 3-plánetur sem allar geta haft höf og þar með líf

Þetta virðist vera magnaðasti fundur á sólkerfi innan okkar vetrarbrautar til þessa. En þetta er í fyrsta sinn, að ég held - að það eru hvorki meira né minna en 3-plánetur, í hæfilegri fjarlægð frá stjörnu -- þannig að rennandi vatn getur verið til staðar á yfirborði allra þriggja!

Plánetur 3 - 4 - 5 geta haft yfirborðsvatn, talið frá stjörnunni

The TRAPPIST-1 system: Where might liquid water exist?

Wonderful potentially habitable worlds around TRAPPIST-1

Major Discovery! 7 Earth-Size Alien Planets Circle Nearby Star

Nasa astronomers discover new solar system called Trappist-1 where life may have evolved on three out of seven of its planets

Astronomers make largest ever discovery of habitable planets

Ímyndun lystamanns af yfirborði einnar plánetunnar!

Artist's illustration of the surface of a planet in the TRAPPIST-1 system, which hosts seven roughly Earth-size worlds.

Önnur ímyndun lystamanns af yfirborði plánetu á sveimi við rauða dvergstjörnu

an imagined view from the surface one of the three planets orbiting an ultracool dwarf star.

Trappist-1 er svokölluð rauð dvergstjarna!

  1. Reikistjörnurnar 7-í Trappist-1 kerfinu, hringsóla allar saman -- í fjarlægð er mundi rúmast innan sporbaugs Merkúrs, innstu plánetunnar í Sólarkerfinu.
  2. Líklega séu a.m.k. 5-innri pláneturnar "tidally locked" þ.e. með sömu hlið alltaf að rauðu dvergstjörnunni.
    --M.ö.o. önnur hliðin alltaf í skugga - á hinni setjist sólin aldrei.
    --Það þiðir að yfirborð á skuggahliðinni, ætti alltaf að vera frosið meðan að hliðin sem alltaf skýn á -- gæti verið of heit.
  3. Þetta var hvers vegna lengi var talið - að plánetur á braut um rauðar dvergstjörnur - mundu alltaf vera, óvistvænar fyrir líf.
    --Hinn bóginn, eru fræðingar í dag annarrar skoðunar.
    --En í dag telja menn, að ef pláneta hefur haf og þykkan lofthjúp.
    --Dugi það til þess, að tryggja næga dreifingu hita um yfirborð slíkrar plánetu, til þess að slík veröld geti verið -- lífvænleg.
    ::Hafið á skugga hliðinni, væri þó sennilega - sannkallað, íshaf. Meðan það gæti verið heitt og þægilegt á björtu hliðinni.
  4. Fleira gerir sólkerfi af þessu tagi - skrítið.
    --En rauð dvergstjarna skilar miklu minni birtu til yfirborðs slíkra pláneta, en Sólin skilar til yfirborðs Jarðar.
    --Þannig að líklega er ekki bjartara - en hvað telst, rökkur hér.
    --Að auki er rauður blær á birtunni, og öllum litum.

Trappist-1 sólkerfið vs. Sólkerfið okkar, og Júpíter kerfið

Diagram of the orbits of the TRAPPIST-1 worlds, compared to those of Jupiter's Galilean moons, Mercury, Venus and Earth.

  1. En það sem vekur ekki síst áhuga við - Trappist-1 plánetukerfið, er smæð þess.
  2. En það mundi allt rúmast á braut við plánetuna, Júpiter.
  3. Því rúmast innan Sókerfisins - ef Júpíter væri rauð dvergstjarna, Sólkerfið því - tvístjörnukerfi.
  4. Eins og á við um - Júpíter tunglakerfið, séu brautirnar afa nærri hverri annarri.
  5. Talið er því, að þær fari það nærri hverri annarri, að af yfirborði næstu sjáist eins vel a.m.k. til næstu og við sjáum til yfirborðs Tunglsins.
  6. Það þíði líka - að það geti vel verið, að þyngdarafl þessara pláneta, togi í yfirborð hverrar annarrar -- eins og t.d. tunglið IO í Júpíter kerfinu, svo eftirminnilega er dæmi um.
  7. Það geti því vel verið, að eldfjöll séu á þeim, knúin af núningnum sem verður vegna þess að þær toga í yfirborð hverrar annarrar.
  8. Það sé því jafnvel hugsanlegt, að þær geti allar verið - lífvænlegar.
    --Því að eldvirkni gæti viðhaldið lofthjúp á jafnvel plánetu 7.
  9. Bestar líkur séu þó taldar á að pláneta 3-5 séu lífvænlegar. Því þær séu í þeirri fjarlægð frá rauðu dvergstjörnunni Trappist-1 til að yfirborðs vatn við allar að öðru leiti eðlilegar kringumstæður væri á fljótandi formi, ef þ.e. til staðar á annað borð.
  10. Síðan séu sterkar vísbendingar um, að þær tilteknu plánetur -- séu "rocky" þ.e. úr grjóti.

--Stærðir plánetanna séu á bilinu Mars - Jörð.
Ath. engir gasjötnar í þessu plánetukerfi!

Trapist-1 sé þó afar ung rauð dvergstjarna, þ.e. 500 milljón ára gömul!
Það sé því afar ósennilegt að líf á plánetum á sporbaug, hafi náð að þróast mjög mikið.
Rauðar dvergstjörnur eru þó afar langlífar, þ.e. allt að þúsund faldur hámarks-líftími Sólarinnar.

----> Fjarlægð frá Sólkerfinu, 39-ljósár.
M.ö.o. ca. 400 ára ferðatími á 10% af ljóshraða!

 

Niðurstaða

Þó að ferðin til Trapist-1 mundi taka langan tíma, þ.e. 400 ár ef miðað er við 10% af ljóshraða - eða 200 ár miðað við 20% af ljóshraða, o.s.frv.
--Þá væri slíkt ferðalag sennilega gerlegt í framtíðinni.

Ef staðfest verður síðar að þetta kerfi hefur plánetur með andrúmslofti er greinilega inniheldur vatn - og á hitastigi þar sem það líklega er til staðar á yfirborðinu á fljótandi formi.
--Þá verður Trapist-1 kerfið mjög ofarlega á óskalista þeirra sem dreyma um mannaðar ferðir til annarra sólkerfa!

 

Kv.


Róbótaskatt? Athygli vakti er Bill Gates tók undir slíka hugmynd

Eitt sem menn eru farnir að velta fyrir sér - er hvaða áhrif róbótvæðing hefur á skattstofna ríkisins.
En tekjuskattar eru ein megin stoð skattkerfisins í flestum löndum í dag. Sem heldur síðan uppi því velferðarkerfi sem tíðkast í dag í flestum þróaðri löndum.

  1. En róbótvæðing í sífellt fleiri starfsgreinar, bersýnilega fækkar í framtíðinni þeim sem starfa vítt og breitt.
  2. Sem væntanlega þíðir, eftir því sem færri hafa vinnu, þá minnkar innkoma ríkisins af tekjusköttum á laun.

--Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar í framtíðinni, fyrir félagslegt stuðningskerfi, en ekki síður fyrir aðra þætti, sbr. skólakerfi sem haldið er uppi af ríkisvaldinu og ekki síður heilbrigðiskerfi.

Ein möguleg útkoma er sú; að það verði stöðug þróun til vaxandi - félagslegs óréttlætis.
Þ.e. atvinnuleysi vaxi - skattstofnar ríkisins dvíni.
Þar af leiðandi, verði félagslegur stuðningur fyrir höggi, samtímis og atvinnuleysi vex.

--Augljóslega mundi slík útkoma, leiða fram samfélags átök.
--Sem og vaxandi stuðning við, pólitískar öfgar.

Bill Gates Says Robots Should Be Taxed Like Workers

The robot that takes your job should pay taxes, says Bill Gates

 

Málið er að róbótar taka ekki endilega bara yfir framleiðslustörf!

En gagnrýnin á róbótskatt hugmyndir - snýst helst um það, að ef róbótar eru skattlagðir -- fari framleiðslan þangað þ.s. róbótar eru ekki skattlagðir.
--Eiginlega klassíska röksemdin, að fyrirtækin leiti í lágskattaumhverfi.
Já og Nei.

  1. En málið er, að líklega verða einnig mörg einföld skrifstofustörf - róbótvædd.
  2. Og að auki mikill fjöldi einfaldra afgreiðslustarfa, sbr. er ekkert tæknilega ómögulegt við að sjoppu-afgreiðsla verði róbótvædd t.d., og einnig afgreiðsla á skyndibitafæði, jafnvel afgreiðsla í fatabúðum -- eða í bönkum, o.s.frv.
  3. Störf við þrif, virðast einnig líkleg að á endanum verða róbótvædd.

En það má væntanlega tala um -- það verði öldur "waves" af róbótvæðingu.
--Framleiðslustörfin fari fyrst - síðan komi næstu öldur róbótvæðingar smám saman inn.

  • Þá erum við að kannski tala um -- útrýmingu nánast allra "low skill" starfa.
  1. Augljóslega fer skyndibita-afgreiðslan ekki til lágskattalands, eða fatabúðin, o.s.frv.
  2. Ef róbótar yrðu skattlagðir.

 

Slík skattlagning rökrétt breytir markaðsforsendum!

Að róbótvæða verður dýrara en ella -- gagnrýnin er þá á þá leið, að skattlagningin minnki skilvirkni.
--En á móti, mundi hún skila tvennu!

  1. Ríkið fær skatta, til að áfram viðhalda velferðarkerfum.
  2. Einhver tilvik verða þ.s. skattur hindrar að róbótar taki yfir störf.

--Málið er að fjöldi skatta, breyta markaðsforsendum.
En það getur einfaldlega einnig verið vísvitandi markmið a.m.k. að hluta.
Að nota skattlagningu til þess að hafa áhrif á ákvarðanir fyrirtækja.

  • Pólitíkin hefur alveg rétt til að taka þess konar ákvarðanir.
  • Ef víðtækur stuðningur er fyrir því.

En þ.e. grundvöllur lýðræðis fyrirkomulags, að á endanum ræður samfélagið útkomunni.

 

Niðurstaða

Það er hvað maður saknar í þjóðfélagsgagnrýni t.d. Donald Trumps - og Trumpista. Að þeir fókusi á hina raunverulegu ógn við störf.
--Sem að sjálfsögðu er sú róbótvæðing sem er í farvatninu heiminn vítt.

En hún mun hafa gríðarlegar afleiðingar fyrir samfélög manna.
Setja meira eða minna allt á annan enda!
--Rökrétt mun því fylgja eins umfangsmikil samfélags átök a.m.k. og urðu þegar iðnvæðingin sjálf hófst og fór að umbylta öllum samfélagsháttum.

En hin stóru samfélagsátök 20. aldar, má öll kalla -- hliðarverkan iðnvæðingar.
--Vísa til kommúnisma bylgjunnar og öll þau átök er þá fóru af stað og voru hnattræn.

  • Róbótbylgjan - ef hún skellur yfir, án þess að vörnum væri við komið!
    --Gæti hrint af stað, fullt eins varasamri samfélags-uppreisn.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. febrúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 846658

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband