Ritstjóri þýska spegilsins segir Trump að einu leiti hafa á réttu að standa

Tengingin er við málefni - NATO. En Christiane Hoffmann segir Evrópu verða sjálfa að gera meira í eigin vörnum. Að Evrópa geti ekki lengur, eigin hagsmuna vegna, gefið sér það að Bandaríkin verði alltaf til staðar -- til að verja Evrópu.
--Þannig að hún tekur undir kröfuna þá, að Evrópulönd sem verja minna af landsframleiðslu til varna en 2% af þjóðarframleiðslu -- auki sitt framlag til varna í 2% af þjóðaframleiðslu.

Europe Must Plan to Defend Itself

Defense spending among NATO members

Það eru sögulegar ástæður fyrir því, af hverju framlag Þýskalands er svo hlutfallslega lágt!

Ég vísa til - Seinni Styrrjaldar. En þegar nýr þýskur her var búinn til á 6. áratugnum, ca. áratug að aflokinni þeirri styrrjöld.
Þá var að sjálfsögðu langt í frá - gróið um þau sárindi sem hernám Þjóðverja hafði skapað.

Það m.ö.o. hefði gert aðrar V-evrópskar þjóðir -- hræddar.

Ef -hafandi í huga að Þýskaland reis fljótt aftur eftir stríð sem stærsta hagkerfi V-Evrópu- hefði þá byggt upp langsamlega stærsta og öflugasta herafla NATO - á eftir herafla Bandaríkjanna.

Hinn bóginn, eru yfir 60 ár liðin síðan nýr þýskur her var búinn til.
Og löngu kominn tími til þess, að Þýskaland taki að sér það varnarhlutverk.
--Sem rökrétt sé að Þýskaland axli.

  • Að einhverju verulegu leiti, er einnig að glíma við - langvarandi andstöðu innan Þýskalands sjálfs, þ.e. eins og í Japan - er ekki almennur stuðningur við, stækkun herafla landsins.
  • Að sjálfsögðu stendur sár reynsla Seinna-stríðs, ennþá í fólkinu í Japan og Þýskalandi.

Bæði löndin eru lýðræðislönd, og það þarf að skapa nýrri stefnu - stuðning heima fyrir þ.e. innan Japans og Bandaríkjanna!
--Trump er ekki beinlínis vinsælasti þjóðarleiðtogi heimsins í þeim löndum.

M.ö.o. það að vitað er að krafan kemur frá Trump.
Eykur ekki endilega - vinsældir þess, að fylgja slíkri kröfu fram.

  1. Það er samt full gróft, eins og bandarískir hægri menn í dag gjarnan setja þetta upp.
  2. Að Evrópa -"free ride"- á bandarísku skattfé.
  • En menn gleyma því þá - að bandalag Vesturlanda, snýst ekki bara um hermál.

Einnig er um að ræða -- samstarf innan alþjóðastofnana heimsins.
Þar sem, Vesturlönd hafa staðið saman, um að viðhalda sameiginlegri valdastöðu.

  1. Sbr. þá virðist Evrópa eiga meir í -- AGS en Bandaríkin, Framkvæmdastjóri AGS hefur alltaf verið frá V-Evrópu.
  2. Á sama tíma, hefur framkvæmdastjóri "WTO" eða Heimsviðskiptastofnunarinnar, alltaf verið Bandaríkjamaður.

--Án samstöðu Evrópu + Bandaríkjanna!
Gæti Evrópa ekki haldið stöðu sinni í AGS.
Bandaríkin ekki stöðu sinni innan "WTO."

  • Það er ekki eins og það -- gagnist Bandaríkjunum nákvæmlega ekki neitt, að ráða mestu innan "WTO."
  • Og Evrópa að sjálfsögðu tekur mikið tillit til sjónarmiða Bandaríkjanna, þó hún fram að þessu hafi alltaf - framkvæmdastjóra AGS.
  1. Ef samstaða Bandaríkjanna og Evrópu rofnar.
  2. Þá þar af leiðandi, veikist staða beggja -- þ.e. Bandaríkjanna og Evrópu á sama tíma.

Þetta er hvað Trump og hans stuðningsmenn gjarnan gleyma.
Er að hve miklu leiti valdastaða Bandaríkjanna.
Er að þakka - samvinnu Bandaríkjanna við sín bandalagslönd.

 

Niðurstaða

Bandaríkin rökrétt í framtíðinni - munu fókusa í vaxandi mæli á Kyrrahafssvæðið, eftir því sem völlurinn á Kína vex.
Það, þó engar frekari ástæður væru nefndar, þíði að Evrópa mjög sennilega þarf í vaxandi mæli - að taka yfir eigin varnir.

Auðvitað þarf það að gerast í viðráðanlegum skrefum.
Ef Bandaríkin pökkuðu saman t.d. á einu ári, og kveddu samstarfið við NATO.
--Væri V-Evrópa ekki í aðstöðu til þess, að fylla upp í þá gjá í vörnum V-Evrópu er þá myndaðist.

En á t.d. 10-ára tímabili, ætti V-Evrópa vel að geta bætt í verulega.
Evrópa á vel að geta myndað varnargetu er getur dugað ein og sér, til að halda aftur af Rússlandi.

  • Í dag er Evrópa líklega ekki nægilega hernaðarlega öflug, ein og sér - til að veita örugga fælingu þegar kemur að Rússlandi.
    --En Evrópa ætti að vera vel fær um að byggja upp nægan fælingarmátt.

Þannig að Bandaríkin geti fókusað krafta sína á Kyrrahafssvæðið í framtíðinni.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. febrúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband