Trump segist ekki vilja auka gróða tryggingarfyrirtækja er selja heilsutryggingar - málið er að um var að ræða niðurgreiðslur svo fátækir gætu haft heilsutryggingar

Ef einhver man eftir -- fyrir örfáum mánuðum síðan, felldi Donald Trump út -- mótframlag til tryggingafyrirtækja, skv. þeirri áætlun hluti af svokölluðu "Obama care" greiddi bandaríska alríkið hluta af kostnaði fátækra Bandaríkjamanna við kaup á heilsutryggingum.
--Þegar Trump með tilskipun afnam þær niðurgreiðslur.
--Þá samtímis ógnar hann möguleikum fátækra Bandaríkjamanna til að endurnýja sínar heilsustryggingar, þegar næst kemur að endurnýjun þeirra.
--En ljóst er að margir þeirra, detta út úr aðgengi að bandaríska heilbrigðiskerfinu, ef þeir geta ekki lengur aflað sér heilsutrygginga.

Þetta er ljótt af honum svo hann fær mynd með grettu

http://s.newsweek.com/sites/www.newsweek.com/files/styles/embed-lg/public/2017/06/15/gettyimages-501380192.jpg

Umtalið um að -auðga tryggingafyrirtækin- er ekkert annað en útúrsnúningur!

Tilgangur Trumps með þessu, var hreint skemmdarverk. En með þessu smám saman detta þær millónir manna -- sem fengu aðgengi að heilsutryggingum, sem ekki áður höfðu það aðgengi - áður en svokallað "Affordable Care Act" tók gildi, einnig gjarnan nefnt "Obama care."

Ég verð að kalla þetta -- hreina illmennsku!

  1. Á þriðjudag var tilkynnt að samkomulag væri í augsýn þ.s. niðurgreiðslurnar mundu vera endurreistar.
  2. Það virtist vera naumur meirihluti fyrir því í Öldungadeild Bandaríkjaþings - með atkvæðum Repúblikana og hluta Demókrata.
  • En á miðvikudag sagði Trump hreint út -- að hann væri andvígur því, að endurreisa þessar niðurgreiðslur.

Niðurstaðan er einföld -- Donald Trump er "evil."
En ég get ekki litið mildari augum á það verk, að vísvitandi ætla að svipta milljónir fátækra Bandaríkjamanna, aðgengi að heilbrigðiskerfinu í Bandaríkjunum.
--Maður sem vísvitandi framkvæmir slíka aðgerð, verður að teljast illmenni.

White House says Trump opposes Senate's bipartisan Obamacare deal

On healthcare deal, Trump says he will not 'enrich' insurance companies

Trump on bipartisan Obamacare deal: 'I won't do anything to enrich the insurance companies'

 

Niðurstaða

Ég verð að kalla það hreina illmennsku sem Trump er að gera með því að hindra endurreisn niðurgreiðsla til fátækra Bandaríkjamanna frá alríkinu - svo þeir geti áfram keypt sér heilsutryggingar. En þessi aðstoð hefur verið mjög mikilvægur þáttur í því, að fækka þeim Bandaríkjamönnum sem lengi hafa búið við stórskert aðgengi að bandaríska heilbrigðiskerfinu því þeir hafa ekki getað staðið straum af kaupum heilbrigðistrygginga.
--Þetta sé hrein og tær meinfýsi, og þar sem um er að ræða aðgerð sem á komandi mánuðum þegar kemur að endurnýjun trygginga mun leiða það fram að mikill fjöldi fátækra Bandaríkjamanna missir aðgengi að heilsutryggingum -- þar af leiðandi verð ég að kalla þetta, hreina og tæra illmennsku.

Útkoman er sú, að heilsu þessa fólks mun hraka - hærra hlutfall þess mun látast af sjúkdómum eða slysum, því það hefur ekki efni á því að greiða fullt gjald til lækna eða sjúkrahúsa, svo unnt sé að veita því þá heilsuvernd sem sjálfsögð er talin í Vestrænum samfélögum.

Þetta getur valdið a.m.k. tugum þúsunda ótímabærra dauðsfalla per ár á nk. árum.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. október 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 77
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 846735

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 94
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband