Virđist raunverulega stefna í nýtt stríđ innan Íraks milli Bagdadstjórnarinnar og íraskra Kúrda er virđast stefna ađ fullu sjálfstćđi

Atburđrás sunnudagsins bendir sterklega til ţess.
--Leiđtogar íraskra Kúrda höfnuđu úrslitakostum Bagdadstjórnarinnar á sunnudag.
--Peshmerga hersveitir íraskra Kúrda virđast hafa tekiđ sér varnarstöđu rétt sunnan af mikilvćgum olíusvćđum viđ Kirkuk borg.
--Talsmenn Bagdadstjórnarinnar, sökuđu íraska Kúrda ađ hafa gert bandalag viđ IPG sveitir sýrlenskra Kúrda, og ađ IPG liđar vćru komnir til Kirkuk borgar - ţetta var sagt stríđsađgerđ af hálfu íraskra Kúrda.
--Međan talsmenn íraksra Kúrda höfnuđu ţessu, sögđu engan sannleik ađ baki ţeim ásökunum.
Ţegar leiđ ađ miđnćtti í Írak, virtist her Bagdadstjórnarinnar vera kominn á hreyfingu í átt til Kirkuk - blađamönnum var sagt ađ til stćđi ađ taka mikilvćgan flugvöll nćrri borginni.

Engar fréttir höfđu borist af bardögum!

Kurdish leaders reject Baghdad demand to cancel independence vote

Kurds block Iraqi forces' access to Kirkuk oil fields

Iraq says Kurds have brought in PKK fighters in 'declaration of war'

Iraqi forces start advancing toward Kurdish-held Kirkuk

http://3.bp.blogspot.com/-JtfzbsHrjBM/UaO57Mf8KjI/AAAAAAAAAk4/emvMilpje6k/s1600/kurdistan%20-map.jpg

Miđađ viđ fregnir af framrás hersveita shíta stjórnarinnar í Bagdad, virđist líklegt ađ stríđ sé ađ skella á

Engin leiđ fyrir utanađkomandi ađ gíska á styrk hersveita Bagdadstjórnarinnar vs. styrk hersveita íraskra Kúrda, Peshmerga.

2014 ţegar ISIS réđst eins og frćgt var inn í Írak, ţá virtist íraski herinn hrynja saman - ISIS tók stór svćđi ađ ţví er virtist bardagalaust, og náđi auk ţess gríđarlegu miklu magni vopna og skotfćra er hergagnageymslur féllu ţeim í hendur - án ţess ađ vera sprengdar.
--Bagdadstjórnin varđ ţá ađ kveđja fólk til vopna, eiginlega hvern sem er - til ađ stöđva ISIS. Verulegur fjöldi hersveita spratt ţá fram sem formlega tilheyra ekki hernum.

Aftur á móti síđan 2016 hefur íraski herinn sókt stöđugt fram gegn ISIS, reyndar í samvinnu viđ hersveitir Kúrda -- en punkturinn er sá ađ sá her virđist líta mun betur út í dag.

Hersveitir Kúrda ţurftu einnig fyrst í stađ ađ hörfa 2014 fyrir árásum ISIS - en fljótlega hófu Bandaríkin sendingar á nýjum vopnum og skotfćrum, auk ţess ađ loftárásum flughers Bandaríkjanna var beitt til stuđnings hersveitum Kúrda -- og ţađ tókst ađ stöđva sókn ISIS.

Síđan var fljótlega snúiđ vörn í sókn, og hersveitir Kúrda hertóku ţá umtalsverđ landsvćđi ţ.s. til stađar er blönduđ byggđ Kúrda og Súnní Araba - en Kúrdar ekki endilega í meirihluta. Ekki síst, tóku ţeir Kirkuk og olíusvćđi í grennd viđ ţá borg.
--Kúrdar ćtlar sér greinilega ađ halda ţeim svćđum, ekki síst er Kirkuk og olíusvćđin ţar í grennd, mikilvćg.

  1. Deilur um ţau svćđi - en ţau eru utan viđurkenndra landamćra sjálfstjórnarsvćđis íraskra Kúrda.
  2. Auk deilna um áform íraskra Kúrda um fullt sjálfstćđi.

Ţessi tvö atriđi eru mest áberandi deiluatriđin viđ Bagdadstjórnina.

  1. Bagdadstjórnin gerir tilkall til ţess ađ stjórna öllu Írak.
  2. Međan ađ Kúrdar greinilega ćtla sér fullt sjálfstćđi frá Írak.

Og bersýnilega ćtla Kúrdar ađ verja ţađ tilkall til sjálfstćđis, gegn hersveitum Bagdadstjórnarinnar.

Ţađ mun ţá vćntanlega koma í ljós á nćstunni, hvort íraskir Kúrdar hafa ţann styrk sem ţeir ţá ţurfa - til ađ verja ţađ tilkall til sjálfstćđis, auk ţess tilkalls sem ţeir nú gera til ţeirra landsvćđa sem ţeir nú stjórna.


Niđurstađan vćntanlega rćđst af herstyrk fylkinganna sem deila!

Eiginlega er ekki rétta spurningin -- hver hefur rétt tilkall til hvađa svćđis.

  1. Sannarlega eru Kúrdar ekki í meirihluta alls stađar á ţeim umdeildu svćđum sem ţeir hertóku 2014.
  2. Hinn bóginn, eru ţeir ađrir sem búa ţar -- ekki heldur Shítar.

--Stjórnin í Bagdad hefur síđan 2003 veriđ leidd af fjölmennasta íbúahluta Íraks, Shítum.
--Milli stríđandi fylkinga, Shíta vs. Kúrda -- eru svćđi byggđ Súnní Aröbum.

Súnní Arabar er 3-ji hópurinn innan Íraks.
Undir Saddam Hussain, var sá hópur lengi ráđandi! 
Og hélt Shítum og Kúrdum niđri međ vopnavaldi.

  • Hvorki Shítar né Kúrdar eru vinir Súnní Arabanna.

En 1989 lét Saddam Hussain myrđa um 180ţ. Kúrda sbr. svokölluđ "Anbar campaign."
Frćg gasárás á bćinn Halabaja fór ţá fram, fjöldi Kúrda flúđi ţá ađ landamćrum viđ Tyrkland.

1993 gerđu Shítar uppreisn, Saddam Hussain lét berja hana niđur - 500ţ. Shítar geta hafa veriđ drepnir. Eftir innrás Bandaríkjahers 2003 er stjórn Saddams Hussains var steypt af stóli og Íraksher ţáverandi eyđilagđur -- risu Shítar upp aftur, og ţá skall á borgarastríđ milli Shíta og Súnníta. Mikiđ manntjón varđ ţá ađ nýju - en í ţađ sinn hallađi á Arabana.

  • Punkturinn er sá, ađ ţó ţađ sé rétt ađ Kúrdarnir og Arabarnir séu ekki miklir vinir.
  • Sé fjandskapur Shítanna og Arabanna - mun ferskari. Fyrir utan ađ mun meira blóđ hafi runniđ í átökum ţeirra beggja.

--Ég get ţví ekki séđ ađ ţađ, ađ Arabar sem lenda undir stjórn Kúrda.
--Séu greinilega líklegri ađ rísa upp, en Arabar er lenda undir stjórn Shíta.

Eiginlega grunar mig ađ ţađ sé frekar á hinn veginn, ađ hatriđ milli Shítanna og Arabanna sé ferskara - sé meira, auk ţess ađ ekki má gleyma ađ Arabar gjarnan álíta Shíta villutrúarmenn.

--En Kúrdar auk ţessa hafa sömu trú og Arabarnir, ţ.e. Súnní Íslam.

Útkoman verđi líklega leidd fram af ţeim her sem nćr betri árangri á bardagavellinum.

 

Niđurstađa

Ţađ virđist ađ deilur Shíta stjórnarinnar í Bagdad og íraskra Kúrda er hyggjast greinilega á fullt sjálfstćđi - stofnun nýs sjálfstćđs ríkis; verđi útkljáđar á bardagavelli.

Engin leiđ er fyrir utanađkomandi ađ giska á hvort herinn sé líklegri til sigurs. Ţađ sé ţó ţess vert ađ benda á ađ Kúrdarnir hafa - varnarstöđu.

Má einnig varpa spurningum fram um ađgerđir utanađkomandi ađila - en Tyrkland og Íran greinilega eru á bandi Bagdadstjórnarinnar í ţessu máli. Vilja ađ sjálfstćđishreyfing Kúrda sé barin niđur.
--Hinn bóginn hafa Bandaríkin ţađ í hendi, ađ halda Kúrdum á floti.

Kúrdar og Bandaríkjamenn hafa veriđ í bandalagi síđan á 10. áratugnum, er svokallađ "no fly zone" og "safe zone" var sett upp í Írak til ađ vernda Kúrda. Íraskir Kúrdar hafa stjórnađ sínu sjálfstjórnarsvćđi međ eigin hersveitum samfellt síđan ţá. Eiginlega veriđ "de facto" ríki nú í rúm 20 ár. Kúrdarnir vilja greinilega ađ "de facto" verđi "de juro."

Ţađ eina sem viđ hér á skerinu getum gert er ađ fylgjast međ fregnum af rás atburđa.

  • Ég neita ţví ekki, ađ samúđ mín er meir međ Kúrdunum í ţessari deilu.

Ps. Bagdadstjórnin segist hafa náđ flugvellinum viđ Kirkuk og iđnađarsvćđi sunnan viđ borgina - engin stađfesting ţess hefur borist frá Kúrdum: Iraq says captures positions south of Kirkuk including airbase

 

Kv.


Bloggfćrslur 15. október 2017

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri fćrslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 711
  • Frá upphafi: 0

Annađ

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 649
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband