Trump segist ætla hindra N-Kóreu í að smíða eldflaug er geti borið kjarnasprengju til Bandaríkjanna

Eins og virðist vani Donald Trump, þá sendir hann inn stutt svokallað -tweet- á Twitter. Útskýrir að sjálfsögðu ekki eitt einasta atriði - eins og að Trump telji að fólk vilji ekki útskýringar!

"North Korea just stated that it is in the final stages of developing a nuclear weapon capable of reaching parts of the U.S. It won't happen!" - North Korea will be stopped.

http://cdn.images.express.co.uk/img/dynamic/78/590x/North-Korea-brands-Donald-Trump-s-offer-to-meet-Kim-Jong-un-as-insincere-nonsense-673137.jpg

Vandamál með Kimmana af N-Kóreu, er að þeir hafa fram að þessu - kallað öll "bluff"

Eins og vanalega veit enginn hve mikil alvara er að baki fullyrðingu Trumps. Á síðasta ári fylgdist ég nokkuð með athöfnum N-Kóreu, og þar var töluvert um að vera:

  1. N-Kórea storkar heimsbyggðinni - eina ferðina enn, með kjarnorkutilraun
  2. Norður Kórea heldur áfram að ógna nágrönnum sínum með eldflaugum
  3. N-Kórea smíðar miklu mun öflugari hreyfil fyrir eldflaugar! Yfrið nægilega öflugan fyrir - ICBM

Ég er m.ö.o. ekki í minnsta vafa, að N-Kórea ætlar sér að smíða -ICBM- sem geti dregið til Bandaríkjanna. Nýi hreyfillinn sem N-Kórea prófaði á sl. ári, eins og fram kemur í grein minni hlekkjað á að ofan, sá virðist sá nægilega öflugur fyrir ICBM (Intercontinental Ballistic Missile).

https://www.sciencenews.org/sites/default/files/2016/01/main/blogposts/010616_ts_NKorea_map_free.jpg

Trump gæti auðvitað fyrirskipað loftárásir á N-Kóreu!

Vandinn er að N-Kórea ræður yfir kjarnorkusprengjum - þó ekki sé enn staðfest að N-Kórea hafi svokallaðan "warhead" þ.e. kjarnorkusprengju sem unnt er setja upp á nothæfa eldflaug.
--Þá gæti fylgt því töluverð áhætta, hafandi í huga að ómögulegt er að vita hversu ofsafengin viðbrögð N-Kóreu yrðu.

  1. Eins og sést er ekki svo langt frá N-Kóreu yfir til Kína.
  2. Peking - er í reynd ekki það langt í burtu, sjá kort.
  • Það þíðir, að geislavirk ský frá hugsanlegum kjarnorkusprengingum á Kóreuskaga!
  • Gætu borist alla leið til Peking.

--Kínverjum yrði að sjálfsögðu ekki skemmt.

  • Fyrir utan - að höfuðborg S-Kóreu, Seoul --> Er í skotfæri mikils fjölda fallbyssna sem N-Kórea hefur alltaf staðsettar í skotfæri við þá borg.

Þetta eru gamlir úreltir hólkar - mikið af þeim skilst mér að séu samskonar og Sovétríkin beittu í Seinni-styrrjöld.
--En það breyti þó ekki því, að N-Kórea gæti svarað með því - að hefja stórskotahríð á Seoul.
--Svo margar eru víst þessar byssur, að það mundi taka töluverðan tíma að eyðileggja þær allar.

Á meðan gætu þær lagt í rúst stór svæði í Seoul.

 

Niðurstaða

Með öðrum orðum, blasir ekki við mér nein sú aðgerð sem Trump gæti beitt N-Kóreu, sem mætti kalla að hefði í för með sér -- ásættanlega áhættu. Sem mundi geta dugað til þess að hindra það fullkomlega að N-Kórea smíði - ICBM.
--Loftárásir væru afar líklegar til að starta aftur Kóreustríðinu.

En rétt er að ryfja upp, að 1953 lauk því einungis með - vopnahléi. M.ö.o. er formlega ennþá stríðsástand milli N-Kóreu og S-Kóreu, og hefur verið skv. því samfellt í 63 ár.
--Það þarf því enga - stríðsyfirlýsingu.

Sem sagt, einungis það að herirnir hefji aftur skothríð.
--Hafandi í huga kjarnorkuvopnaeign N-Kóreu, ásamt gríðarlegu vopnabúri hefðbundinna vopna, eru afleiðingarnar líklegar til að verða afar - banvænar.

  • Ég vona þar með að Trump fari varlegar en hraustleg ummæli geta bent til.

 

Kv.


Bloggfærslur 3. janúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 67
  • Sl. viku: 87
  • Frá upphafi: 846725

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband