Áhugaverð ummæli Trumps, segir BREXIT góða ákvörðun, segist gera milliríkjaviðskiptasamning við Breta hið fyrsta

Sjálfsagt eru nær allir fréttaskýrendur að klóra sig í kollinum hvernig skal túlka þetta akkúrat, en eftir að hann sagði BREXIT góða ákvörðun, sagðist hann halda að fleiri ríki mundu yfirgefa ESB í kjölfarið - að ESB væri tæki fyrir Þýskaland!

Donald Trump takes swipe at EU

  1. “I believe others will leave. I do think keeping it together is not going to be as easy as a lot of people think. And I think this, if refugees keep pouring into different parts of Europe . . .it’s going to be very hard to keep it together because people are angry about it.”
  2. "You look at the European Union and it’s Germany. Basically a vehicle for Germany. That’s why I thought the UK was so smart in getting out.” 
  3. “I'm a big fan of the UK" -(og um viðskiptasamning við Breta)- “We’re going to work very hard to get it done quickly and done properly. Good for both sides,”

Síðan sendi hann hnútur til BMW sem er að reisa verksmiðju í Mexíkó, en hann virðist í allsherjar herferð gegn fyrirtækjum er reisa verksmiðjur Mexíkó megin landamæranna:

  1. I would say to BMW, if they built a factory in Mexico and want to sell cars in the US without paying a 35 per cent tax, then they can forget it. If they want to build cars for [export to] the rest of the world, I wish them all the best. They can build cars for the US. But they will pay a 35 per cent tax for every car they export to the US. What I am saying is that they should build their factory in the US.
  2. Eftir viðtalið við Trump - var haft eftir Iran Robertson sem situr í stjórn BMW að nýja verksmiðjan í Mexílkó geti lifað án Bandaríkjamarkaðar -: BMW’s new Mexican plant can survive without making US sales.

Svo komu óneitanlega mjög sérstök ummæli í viðtalinu við Trump, þar sem Trump virtist leggja Angelu Merkel og Putín að jöfnu -- samanburður er án nokkurs vafa litla kátínu mun vekja í Berlín:

  • “I start off trusting both - (Merkel og Pútín) — but let’s see how long that lasts. It may not last long at all.”

 

En úr þessu má lesa hugsanlegan skilning Trumpa:

Hann virðist líta svo á að þegar embættismenn í Brussel tala - þá séu þeir í reynd málpípur Berlínar, þ.e. Angelu Merkel.
--Hann m.ö.o. gæti tekið þann pól í það - að ræða málin beint við Merkel.
Skv. skilningi hans sem virðist mega lesa úr þessu, að ESB sé nokkurs konar - þýskt "empire."

Ef það telst rétt túlkun, þá má skilja afstöðu hans til BREXIT þannig, að Bretland sé að losna úr klóm Þjóðverja - höfum í huga að Trump er rúmlega 70 ára að aldri, og það má vera að hann -- sé með einhverja óljósa tengingu við enn eldri tíma, er Bretar voru að kljást við Þjóðverja í öðrum skilningi.

  1. Þá getur þetta skoðast þannig, að Trump telji sig vera að - ræða málin við 2-stórveldi.
  2. Þýskaland <-> Rússland.

Þau hafi leiðtogana, Merkel og Trump.
--Þá ætli hann ef til vill að taka þau 2-með sama hætti.

Þ.e. það virðast vísbendingar þess, að hann ætli að ræða við Pútín - beint milliliðalaust maður á mann -- kannski í Reykjavík.

Og þá væntanlega, tekur hann Merkel með sama hætti - síðar (ekki endilega í Reykjavík), á við hana fund maður á mann, milliliðalaust -- þá væntanlega um samskipti Þýskalands (ef hann gerir ekki greinarmun á ESB og Þýskalandi, á hann væntanlega við bæði) og Bandaríkjanna.

  • Það getur verið að hann sjái málin varðandi Bretland, í ljósi -- áhrifasvæða.
  1. M.ö.o. ætli hann að færa Bretland yfir á áhrifasvæði Bandaríkjanna.
  2. Frá áhrifasvæði Þýskalands.

--Brexit gæti verið þannig skilið í huga Trumps.
--Þess vegna ætli hann að vera svo snöggur, að hala Bretland inn!

Í framhaldinu, gæti hann litið svipað á ESB/Þýskaland - og Rússland, að þarna fari 2-stórveldi sem Bandaríkin þurfi að hafa samskipti við.
--En að á sama tíma, þá séu uppi margar deilur þeirra á milli.

  1. En líklega mun það eiga við í tilviki Þýskalands og ESB, í embættistíð Trumps - að það verða margar deilur milli Bandaríkjanna, Þýskalands og ESB í gangi.
  2. Þar sem eftir allt saman, má lesa úr mörgum ummælum Trumps um ESB - NATO og Þýskaland, að hann ætlist til þess -- að Evrópa (þá væntanlega meinar hann stærstum hluta Þýskaland) taki yfir stórum hluta, varnarskuldbindingar Bandaríkjanna í Evrópu.
    --Það þíddi auðvitað að hernaðarútgjöld Þýskalands yrðu að margfaldast í töluverðu margfeldi.
  3. Síðan virðist alfarið ljóst, að Trump ætlar ekki að standa við -- Parísarsáttmálann, þ.e. hundsa ákvæði hans -- þ.s. Evrópa og Þýskaland hafa verið mjög einarðir stuðningsaðilar þess hnattræna samkomulags gegn gróðurhúsahitun.
    --Þá getur ekki verið nokkur vafi, að þegar ekki ef Trump hundsar það fullkomlega, þá valdi það erfiðleikum í samskiptum.
  4. Síðan er algerlega ljóst orðið - ef marka má hótanir hans um 35% tolla á fyrirtæki sem setja upp verksmiðjur í Mexíkó --> Hótanir sem augljóslega eru brot á NAFTA frýverslunarsamningnum, að Trump ætlar einnig að hundsa þann samning að því marki sem honum sýnist.
    --Hafandi í huga að Þýskaland hefur umtalsvert stóran viðskiptahagnað við Bandaríkin, þá blasir við að líkur eru á -- viðskiptaátökum milli Bandaríkjanna undir Trump, og ESB um viðskipti - eiginlega ekki síður en við Kína.
  • Sem auðvitað færir mig að þeim punkti, að Trump greinilega ætlar í mjög hörð viðskiptaátök við Kína --> Kínverskir talsmenn í ljósi þess sendu honum aðvörun: Beijing will &#39;take off the gloves&#39;.
    --Ef Trump haldi áfram að nota Tævan sem gambýtt til að þrýsta á Kína, þá muni það valda miklu rofi í samskiptum Bandaríkjanna og Kína - og bent er á að Kína eigi margvíslega mótleiki, ef Trump sé alvara!

 

Þá má útfæra dæmið frekar - að Trump telji sig eiga í deilum við 3-stórveldi:

  1. Rússland.
  2. Þýskaland.
  3. Kína.

--Og Trump ætli að taka þau öll fyrir, hvert í sínu lagi.

Þá væri skilningurinn sá, að sama gildi um þau öll, að ef Trump nái ekki markmiðum sínum fram -- þá verði ekki góð samskipti.
Þ.e. að aðvörun hans til Pútíns, að það sé ekki öruggt að samskiptin batni.
Eigi einnig við - Merkel og Xi.

  1. Sem gefur þá hugsanlegu verstu útkomu.
  2. Að Trump endi í deilum við alla, þ.e. Rússland - Kína og Evrópu, samtímis.

Ef maður gefur sér það - að enginn þeirra aðila, veiti Trump þær tilslakanir sem hann -heimtar.-

 

Niðurstaða

Eins og kemur fram, geri ég tilraun til að túlka það sem mér kemur til hugar - að verið geti að sé hugsun Trumps. Séð út frá ummælum Trumps yfir helgina.
--Að sjálfsögðu getur vel verið að þær tilraunir til að túlka hans hugsun, missi marks.

En ef þetta er rétt skilið - þá sjái Trump deilur hans við önnur lönd, sem deilur við fyrst og fremst - 3. stórveldi.
--Annað skipti ekki máli.

Hann ætli sér þá að einfalda dæmið með þeim hætti.
Að semja við 3-aðila.
Og síðan ætlast til, að allir aðrir fylgi því sem þar væri hugsanlega ákveðið.
--"Falling in line" - eins og kallað er á ensku.

---------------------

En kröfur Trumps - gætu einfaldlega reynst óaðgengilegar, jafnvel fyrir alla 3. Ef rétt er skilið að Trump hugsi heiminn út frá 3-risaveldum, sem Bandaríkin séu í samskiptum/deilum við.
--Sem gæti leitt fram - verstu niðurstöðu, að Trump stjórni í vaxandi deilum og sundurþykki almennt við önnur stór lönd.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. janúar 2017

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 846644

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband