Ástralska leiðin fyrir Evrópu fundin?

Til uppryfjunar - þá er ég að vísa til samkomulags Ástrala við lítið eyríki Norðan við Ástralíu, um að halda flóttamannabúðir fyrir Ástralíu.
Í samhengi Miðjarðarhafs svæðisins, þá er augljóst að sennilega verður ekki notuð - eyja.

With Syria 'safe zone' plan, Turkey faces diplomatic balancing act

Turkey seeks to establish ‘safe zone’ along Syrian border

 

Það virðist staðfest nú, að Tyrkir ætla sér verndarsvæði innan Sýrlands

"Turkey now wants international support for a deeper operation to take control of a rectangle of territory stretching about 40 km into Syria, a buffer between two Kurdish-held cantons to the east and west and against Islamic State to the south."

"Recep Tayyip Erdogan, Turkey’s president, has asked for the US-led coalition to help create a no-fly zone over this territory, which he hopes eventually to repopulate with refugees who have fled to Turkey in the five years since the Syria conflict began."

"Turkish President Tayyip Erdogan, his hand strengthened by Turkey's incursion, said on Monday he had raised the issue of a "safe zone" again with both Russian President Vladimir Putin and U.S. President Barack Obama at the G20 summit in China."

"Neither commented directly on the Turkish proposal, though both said they wanted to build cooperation in fighting terrorism in Syria. Erdogan's spokesman said there were neither objections nor clear signs of support in the meetings."

Það er augljóst að Erdogan þarf að afla hugmynd sinni stuðnings!

  1. Hann virðist vera að leita eftir því, að Pútín sættist á þetta -- gegnt því að Erdogan hætti tilraunum til að steypa Assad af stóli.
  2. En hann þarf eiginlega að bjóða NATO löndum -- eitthvað á móti.
  3. Það blasir einnig við, að hann þarf stuðning Evrópu við málið.

Erdogan vill bersýnilega slá nokkrar flugur í einu!

  1. Þ.e. hann losnar við ISIS frá landamærum Tyrklands.
  2. Hann ætlar sér bersýnilega með því að halda þessu tiltekna svæði innan Sýrlands, að hindra að sýrlenskir Kúrdar geti sameinað yfirráðsvæði sín - í eitt samfellt.
  3. Hann eignast umráðasvæði innan Sýrlands, sem veitir Erdogan aukið svigrúm til áhrifa á útkomuna innan Sýrlands.
  4. Og ekki síst --> Þessi möguleiki, að losna við 3-milljónir sýrlenskra flóttamanna innan Tyrklands, inn fyrir opinber landamæri Sýrlands.

Þetta kort er smávegis úrelt, en um sl. helgi lauk Tyrkland því að hreinsa svæðin meðfram landamærunum af ISIS - svæðið mundi ná til -Bab- og -Manbij-

https://offgraun.files.wordpress.com/2016/08/turkish_offensive_in_northern_syria.png?w=840

Málið er að þetta svæði gæti alveg tæknilega orðið að flóttamannabúðum fyrir fleiri en einungis þær 3-milljónir flóttamanna sem staddar eru í Tyrklandi

  1. Tyrkland hefur verið að heimta að ESB opni á frjálsar ferðir tyrkneskra borgara innan sambandsins.
  2. Að auki hafa Tyrkir heimtað að -- alvöru aðildarviðræður við Tyrkland hefjist að nýju.
  • Tyrkland þarf þá augljóslega að bjóða ESB löndum -- eitthvað bitastæðara.
  • En Tyrkland hefur fram að þessu - boðið.

Tyrkland gæti afskaplega vel notað það, að ESB aðildarlönd veittu flóttamannabúðum sem Tyrkir mundi reka á þessu væntanlega - verndarsvæði, rausnarlegan fjárstuðning.

ESB mundi verða mun líklegra til að samþykkja slíkt -- ef ESB aðildarlönd fengu að senda flóttamenn sem ESB aðildarlönd vilja losna við!
--Til hins tyrkneskra verndarsvæðis innan Sýrlands!

Þá geti vel verið að Tyrkland geti að auki - fengið aðrar kröfur sínar fram.

______________

Verndarsvæðið yrði þá smám saman væntanlega afar þéttbýlt og fjölmennt.

Ef menn hafa vit í kollinum, þá væri verulegu fé varið til þess -- svo slíkar risa flóttamannabúðir; snúist ekki upp í miðstöð fyrir öfgasamtök og hryðjuverk.

 

Niðurstaða

Punkturinn í þessu er sá - að Erdogan þarf að afla sér stuðnings við hugmynd stjórnvalda Tyrklands um verndarsvæði, svo það komist raunverulega fyrir alvöru á koppinn. Erdogan þarf sjálfsagt að lágmarki - að Rússar samþykki að umbera það að Tyrkland reki verndarsvæði innan Sýrlands.
Síðan þarf Erdogan stuðning Bandaríkjanna og helst ESB aðildarlanda einnig, við þá hugmynd.

Þá kemur mér það til hugar, fyrst að Erdogan ætlar að flyta þangað þær 3millj. sýrlenskra flóttamanna sem flúið hafa til Tyrklands síðan borgaraátök hófust innan Sýrlands 2011.
Að þá sé því ekkert bersýnilega til fyrirstöðu - að ESB aðildarlönd fái einnig að senda þangað flóttamenn sem þau vilja losna við.
--T.d. gegnt stuðningi við áætlun Erdogans, gegnt fjárstuðningi við rekstur flóttamannabúðanna, og einhverju fleira sem Tyrkland og aðildarlöndin mundu prútta um.

 

Kv.


Bloggfærslur 6. september 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 271
  • Sl. sólarhring: 272
  • Sl. viku: 354
  • Frá upphafi: 846992

Annað

  • Innlit í dag: 254
  • Innlit sl. viku: 336
  • Gestir í dag: 244
  • IP-tölur í dag: 244

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband