Staðfest af vísindamönnum að nær allt mannkyn utan Afríku eigi ætt sín að rekja til eins hóps Afríkumanna er yfirgaf Afríku ca. 60.000BC

Gögnin virðast staðfesta a.m.k. 3 útrásir Afríkumanna frá Afríku -- sú fyrsta fyrir ca. 120þ. árum, sú næsta fyrir ca. 80þ. árum, og sú 3.-fyrir ca. 60þ. árum.
--Samtímis staðfesta genarannsóknir að nær allt mannkyn utan Afríki, eigi einungis ættir sínar að rekja til 3. útrásarinnar!

Það hafi tekist að staðfesta tilvist gena sem rakin eru til útrásar nútímamanna frá Afríku fyrir ca. 120þ. árum -- í Papúa Nýju Gíneu!
--Þau gen hafi einungis fundist þar, hvergi annars staðar!

Engin merki um gen af útrásum Afríkumanna frá öðrum tímum en þessum tveim - hafa fundist.

  1. Þetta bendi til þess, að nútímamenn sem dreifðust frá Afríku fyrir 60þ. árum.
  2. Hafi skipt út öðrum hópum nútímamanna sem dreifðust út frá Afríku -- fyrr.
  • Auk þess hafi sú útrás Afríkumanna er hófst fyrir 60þ. árum, leitt til útrýmingar allra annarra manntegunda er fyrir voru -- sbr. Neandertal, manntegundar er lifði í Asíu, annarra sem hugsanlega voru þá til.

Image result for out of africa map

A Single Migration From Africa Populated the World, Studies Find

Almost all living people outside of Africa trace back to a single migration more than 50,000 years ago

Human DNA tied mostly to single exodus from Africa long ago (Update)

 

Einungis er unnt að viðhafa getgátur um það hvers vegna síðasta útrásin frá Afríku -- skipti út öllum öðrum hópum manna á plánetunni

Sennileg skýring virðist að fólkið sem hóf útrás frá Afríku ca. 60þ. árum síðan -- hafi haft að einhverju leiti, þróaðri samfélagsgerð --> Er hafi gert því fólki mögulegt að lifa í stærri hópum, og flóknara samfélagi - þar af leiðandi.

Að auki er sennilegt að það fólk hafi að einhverju marki ráðið yfir betri tækni.

  • Aðrar manntegundir sem og eldri samfélög nútímamanna, hafi líklega lifað í afar smáum hópum á veiðmanna og safnara stigi.

Þannig að þó dreifing slíkra hópa hafi getað verið umtalsverð!
Hafi fjöldinn hvergi verið mikill!

  • Umskipti geta því hafa gengið hratt fyrir sig!

Ef betri tækni í bland við flóknari samfélagsgerð, gerði aðkomufólkinu mögulegt að lifa alls staðar í stærri hópum!
--Hafi þeir alltaf haft vinninginn er í odda skarst.

Hrakið hina stöðugt á undan sér, þangað til að þeir hurfu!

  1. Eitt áhugavert við rannsóknirnar, er að -- Búskmenn í S-Afríku, virðast elsti greinanlegi afmarkaði kynstofn í heiminum.
  2. Gena rannsóknir sýni að Búskmenn hafi að fullu verið aðskildir öðrum hópum í Afríku, svo snemma sem fyrir 100þ. árum.
  • Búskmenn virðast óskildir þeim hópum er dreifðust síðar um heiminn.

 

Niðurstaða

Nánast allt mannkyn ættað frá einni dreifingu nútímamannsins er virðist hafa orðið fyrir ca. 60þ. árum, er hafi skipt út öllu öðru fólki er bjó á hnettinum - hvort sem um var að ræða fólk frá eldri útrásum nútímamannsins frá Afríku, eða fólk af öðrum manntegundum sem enn voru til um það leiti er 3-útrás nútímamannsins frá Afríku hófst.

Þessi 3-útrás nútímamannsins frá Afríki, hefur þá væntanlega verið mesti örlagavaldur í sögu nútímamannsins síðan nútímamaðurinn fyrst þróaðist í Afríku fyrir um 200þ. árum.
--Enn mikilvægari atburður heldur en upphaf iðnbyltingar á árunum milli 1750-1800.

 

Kv.


Bloggfærslur 22. september 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 759
  • Frá upphafi: 846640

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 695
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband