Forskot Hillary Clinton á Donald Trump komið niður í einungis 2%

Á tímabili var forskot Clinton heil 8% og sigurinn virtist mörgum nærri öruggur - en undanfarnar vikur hefur saxast á það forskot; og nú hefur Clinton neyðst til að taka sér frý frá kosningabaráttunni - vegna veikinda!

Það virðist því hugsanlegt að Donald Trump nái að þurrka út áunnið forskot Clinton!

Skv. New York Times/CBS News poll:

  1. Er forskot Clinton yfir landið í heild 46% á móti 44%
    --Þegar litið er á "líklega kjósendur."
  2. Meðal Bandaríkjamanna skráðir á kjörskrá, er staðan 46% á móti 41%.
  3. Ef fylgi óháðra frambjóðenda er tekið með, er staðan: Hillary Clinton 42%, Donald Trump 42%, Gary Johnson 8% og Jill Stein 4%.
  4. Aðeins rétt rúmlega helmingur þeirra sem segjast ætla að kjósa Clinton - segjast ákveðnir stuðningsmenn. Staðan er eins hjá Trump, að rétt rúmlega helmingur þeirra sem segjas ætla að kjósa hann - segjast ákveðnir stuðningsmenn.
    --Bendir til víðtækra efasemda meðal kjósenda um frambjóðenduna 2.
  5. Clinton hefur forskot á Trump meðal minnihlutahópa innan Bandaríkjanna, og bandarískra kvenna heilt yfir - og yngri hluta kjósenda!
  6. Meðan Trump hefur stuðning 57% hvítra móti 33% hvítra er styðja Clinton.
  7. Fylgi Trumps og Clinton er nærri hnífjafnt meðal hvítra kvenna, þ.e. 46% Clinton, 45% Trump.
  8. Clinton hefur 11% forskot á Trump meðal hvítra líklegra kjósenda, sem hafa háskólagráðu.
    --Mundi vera fyrsti demókratinn í 60 ár til að ná meirihluta stuðningi þess hóps.
  9. 45% stuðningsmanna beggja - sögðust vilja betri upplýsingar um heilsufar Trumps og Clinton.

Rétt að nefna að staðan innan einstakra fylkja skipti meira máli -- en mæld staða yfir landið sem heild!
Þar sem eftir allt saman, þá virka einstök fylki í forsetakosningum sem einstök kjördæmi.
Þannig að lítill prósentumunur í fylgi, getur skilað meiriháttar sigri -- ef atkvæði innan einstakra fylkja falla með þeim hætti, að sigurvegari vinnur naumlega fleiri fylkjum en þeim sem viðkomandi tapar í; og sá tapar í nokkrum þeirra með miklum mun.

T.d. vann Obama stærri sigur í fylkjakosningu, en hann mældist skv. prósentu fylgi yfir landið sem heild!

 

Niðurstaða

Þó að þessi mæling yfir landið í heild spái ekki fyrir um úrslit í einstökum fylkjum. En sigur í forsetakosningum innan Bandaríkjanna byggist á sigri innan einstakra fylkja eftir allt saman.

Þá a.m.k. virðist sjást í þeim tölum -- að Trump er að minnka forskot Clinton.
Veikindi Clinton geta sett strik í reikninginn -- nú þegar Clinton þarf að taka sér veikindafrý.

Það er alveg þar af leiðandi hægt að sjá það sem möguleika að Trump nái að jafna forskot Clinton alfarið!
Á hinn bóginn þarf að meta stöðu frambjóðandanna innan einstakra fylkja til að meta betur raunverulegar sigurlíkur.

 

Kv.


Bloggfærslur 15. september 2016

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 714
  • Frá upphafi: 846644

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 652
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband